Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 29
MALEFNI ALDRAÐRA Það hvílir mikil ábyrgð á stofnun sem veitir öldruðum opinbera þjónustu, og enn meiri ef þjónustan er dulbúin sem náð. Stofnun í þjónustu við aldraða, sem leggur rækt við þá ábyrgð, stuðlar að góðu lífi neytenda sinna með því að hafa viss verðmæti í heiðri og verja þau fyrir eigin- hagsmunum, bæði rekstrarhagsmunum og einkahags- munum einstakra stétta. An þess að víkja að því frekar, ætla ég að láta það álit mitt í ljós að þau verðmæti sem mikilverðast er að stofnunin gæti, og jafnframt þau sem hættast er að glatist í erli dagsins á dvalarstofnun, eru frelsið, einkalífið og virðingin fyrir manninum. Þetta eru verðmæti sem nk ástæða er til að trúa að standi í nánu samhengi við gott líf, þ.e. skipti máli varðandi það hvort aldrað fólk sé virkt, sátt, glatt og finni til nándar við annað fólk. Þegar við fjöllum um ellina verðum við að muna að ellin er menningarfyrirbæri. Það þýðir að menningin fremur en náttúran hefur skapað hana. Elli er sjaldgæf í hinni svokölluðu villtu náttúru, hún er sérréttindi efn- aðra þjóða og húsdýranna sem það fólk heldur. Aðrar lífverur eru ekki svona frekar til lífsins og deyja í lífs- baráttunni samkvæmt lögmálinu „survival of the fittest" allajafnan í upphafi hrömunar, fljótlega eftir að þær hafa komið upp ungviðinu. Það er menningin og tæknin sem hafa gert mönnum kleift að lengja líf sitt meira en nátt- úran virðist upphaflega hafa gert ráð fyrir, ef svo má að orði komast. Þegar sögur hefjast af fólki var meðalævi- lengdin innan við tuttugu ár. A þjóðveldisöld má búast við að hún hafi verið undir 30 árum. Það er haldið að fyrsti maðurinn sem náði því að verða eitt hundrað ára á Norðurlöndum hafi fæðst 21. júlí árið 1682 nálægt Björgvin.9’ Núna nálgast meðalævin áttatíu ár. Til eru fræðimenn, sem taka verður alvarlega, sem halda því fram að von bráðar verði fólk undir áttræðu alls ekki álitið gamalt.'0) Lífslíkumar em sífellt að aukast, meðalævin að lengj- ast. Framan af byggðist lenging meðalævinnar einkum á því að færri einstaklingar létust í bemsku eða á unga aldri. Astæðumar voru framfarir í hreinlæti, mataræði, húsnæði, vamir gegn smitsjúkdómum, bætt heilsugæsla almennt og bætt heilsugæsla ungra bama sérstaklega. Það er ekki fyrr en nú síðustu tvo, þrjá áratugi sem ævi- lfkur gamals fólks, þ.e. lífslíkur þeirra sem þegar hafa náð háum aldri, hafa tekið að aukast verulega, áður var aukningin mest hjá ungu fólki; það fólst í því að flestall- ir náðu að verða gamlir - núna er munurinn sá að all- flestir ná hárri elli. Það fæðast færri böm en var fyrir fá- einum ámm, en þau sem fæðast komast nánast öll upp og ekki nóg með það, þau munu ef svo heldur sem horf- ir lifa enn lengur en fólk gerir um þessar mundir. Skýr- ingin á því að ævilíkur t.d. sjötugs einstaklings hafa auk- ist og lengst svo mjög hin síðustu ár em ekki einungis læknisfræðilegar tækniaðgerðir sem framkvæmdar em eftir að elli er náð, heldur ekki síður að einstaklingamir, a.m.k. hér á Vesturlöndum, njóta þess að hafa alist upp við og alið aldur sinn við betri kost og kjör en nokkur kynslóð í heiminum fyrr. Ef okkur tækist að útrýma öllum slysum, sjálfsvígum og stríðum úr heiminum, fyrirbyggja eða lækna alla sjúkdóma og ala fólk upp í þvflíkri skynsemi að enginn gerði nokkru sinni neitt óhollt né heimskulegt, þá yrði erfðaþátturinn einráður um ævilengdina, atferlis- og um- hverfisáhrifin mundu hætta að skipta máli. Þá mundu engir heltast úr lestinni og deyja fyrir aldur fram vegna slysa eða sjúkdóma, allur árgangurinn mundi falla frá um svipað leyti, allir ná að lifa hámarksævi tegundarinn- ar manns sem er álitin vera 115-120 ár. Eftirlifendakúrf- an svokallaða, þ.e. kúrfa sem sýnir fjölda eftirlifenda úr einum og sama árgangi árlega, þar til árgangurinn er all- ur, tæki þá á sig lögun ferhymings. Menn greinir á um hvort um draum eða martröð yrði að ræða ef skynsemin og læknisfræðin í sameiningu næðu þessu markmiði, sem kallað er „rectangularization of the survival curve“. Fólk sem deyr fyrir þennan aldur, 115-120 ára, deyr eig- inlega ekki úr „elli“, það deyr ekki af því líkami þess sé uppurinn og lífsgetan sé búin samkvæmt lögmáli sem tegundin lýtur, það deyr af einhverjum einstaklings- bundnum dánarorsökum, sem fræðilega á að vera unnt að koma í veg fyrir. A sama hátt og unnt hefur verið að þoka meðalævilengdinni upp um heil 20 ár á síðasta mannsaldri einum. Eftirlifendakúrfan hafði allt aðra lög- un fyrir hálfri annarri öld en hún hefur nú, þá hneig hún ört á fyrstu æviárum árgangs, tók íhvolfa lögun og flatt- ist síðan hægt út. Þessu olli bamadauðinn, óviðráðanleg- ir smitsjúkdómar, fátækt og heilsuspillandi búsetu- og at- vinnuhættir. Eftirlifendakúrfan nálgast æ meira femings- lögunina á síðustu ámm. Það fellur orðið lítið af hverjum árgangi í bemsku og framan af ævi: smitsjúkdómar sem upp koma em óðara læknaðir, dauðsföllunum er nú frestað með lækningum og aðgerðum lengur og lengur. Kúrfan hækkar til hægri. Þetta þýðir að þeir sem fæðast á annað borð fá flestir að lifa til elli; þeir sem veikburða em og áður hefðu fallið fljótlega frá fá nú að lifa. Um leið þýðir þetta að stofninn nýtist betur en fyrrum og að leikið hefur verið á hið svo- nefnda „úrval náttúmnnar“ sem veldur sumum áhyggj- um af hugsanlegri úrkynjun mannkynsins. Annað áhyggjuefni sem af þessu kviknar er hvort það sé óyggjandi fengur að þessum viðbótarárum; hvort þessum ávinningi í lífslíkum fylgi samsvarandi ávinning- ur í lífsnautn og lífsgæðum. Sumir spá því að lenging ævinnar muni fyrst og fremst verða til að fjölga ólækn- andi sjúkum, lengja líf sem er lítils virði. Aðrir að með þessu sé ekki aðeins verið að fresta dauðanum, heldur sé verið að fresta því að hinir ólæknandi sjúkdómar sem að lokum draga menn til dauða taki sig upp, þannig að fólk muni lengur og lengur lifa góðu lífí áður en það á annað borð veikist, þá taki dauðastríðið fljótt af, m.ö.o. að það 2 1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.