Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 10
AFMÆLI
„Trúin og atvinnulífiö".
verða nýtt til kyndingar á skóla, sundlaug og íþróttahúsi.
Við það myndi sparast töluverður kyndingarkostnaður.
Atvinnumál
Útgerðarfyrirtækið Röst hf. var stofnað af Raufar-
hafnarhreppi, Þórshafnarhreppi, Vopnafjarðarhreppi og
einkaaðilum á þessu svæði. Félagið keypti austur-þýsku
stálskipin Jón Trausta og Bjarnareyna en eins og nafn
félagsins gefur til kynna var lífsdans þess krappur dans
og voru hlutabréf þess seld nokkrum árum síðar á 50%
af nafnverði.
A gullaldartíma síldaráranna
breyttist Raufarhöfn úr fámennu
sveitaþorpi í umfangsmikið sjávarút-
vegspláss. Ein aflahæsta útílutnings-
höfn landsins ár eftir ár, síldarplön
úti um allt og er mest lét þúsundir
manna í vinnu. Það má til sanns veg-
ar færa að mannlíf hafi verið fjöl-
skrúðugt hér þegar t.d. í brælu einni,
er entist í viku, lágu á annað hundrað
skip og bátar hér í höfninni. Menn
geta rétt ímyndað sér hvílíkur mann-
fögnuður þetta hefur verið, ástin og
viðskiptin hljóta að hafa blómstrað.
Það er fróðlegt til þess að hugsa
hvernig Raufarhafnarhreppur væri
staddur í dag fjárhagslega ef allur
þessi mannfjöldi hefði borgað sitt út-
svar og önnur gjöld í kassa Raufar-
hafnarhrepps. Við hefðum sjálfsagt
ekkert verið verr stödd en sum olíu-
riki Arabíu.
En því var ekki að fagna, þess í stað hvarf síldin end-
anlega af Islandsmiðum 1968, sama ár, 13. janúar, brann
frystihúsið er hafði verið starfrækt síðan 1955 og í júlí
hætti kaupfélagið störfum vegna fjárskorts. Við blasti at-
vinnuleysi sem aldrei fyrr, nánast hver einasta fyrirvinna
mátti hverfa suður á bóginn í atvinnuleit til að sjá sér og
sínum farborða. Upp úr þessum hörntungum fæddist
Jökull hf. fyrir tilstuðlan Raufarhafnarhrepps, og 1973
kemur togarinn Rauðinúpur hingað til Raufarhafnar og
má þá segja að þar hafi verið komið
það atvinnutæki, þ.e.a.s. frystihús og
útgerð, er veitti stórum hluta íbúa at-
vinnu árið um kring. Síldarverk-
smiðjur rikisins og síðar SR-mjöl hf.
hefur frá stofnun sveitarfélagsins ver-
ið snar þáttur í atvinnulífi staðarins;
þar hefur oft á tíðum verið mikil
vinna og menn komist í veruleg upp-
grip-
Síðastliðinn vetur byggði SR-mjöl
hf. loðnuflokkunarstöð og keypti
Fiskiðja Raufarhafnar hrognatöku-
búnað. Menn voru bjartsýnir á þessa
nýju hráefnisvinnslu en veturinn sem
leið sýndi mönnum fram á að eina
leiðin til þess að tryggja hráefni til
þessarar vinnslu er að eiga og gera út
eigið loðnuskip og er það verðugt
verkefni fyrir viðkomandi aðila að
slík útgerð verði orðin að veruleika
fyrir næstu vertíð.
A þessu ári hafa verið keyptir tveir
SR-mjöl hf. Greinarhöfundur tók myndina og þær myndir aörar sem birtar hafa veriö hér
aö framan í greininni.
200