Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 45
MÁLEFNI ALDRAÐRA lag heimaþjónustunnar. Víðast hvar er leitast við að samhæfa sem best þjónustu starfsmanna í heimilishjálp og heimahjúkrun og hlýtur það tvímælalaust að vera til bóta. Þrátt fyrir að þessir þjónustuþættir heyri ekki undir sama aðila, þar sem félagsleg heimilishjálp heyrir undir sveitarfélagið en heimahjúkrun undir ríkið, þori ég að fullyrða að samstarf og samhæfing þessarar þjónustu hér í Reykjavík er mun meiri en stjómskipulag hennar gefur tilefni til. Þessir þjónustuþættir eiga sér ólíka forsögu og ólíkar hefðir en starfsmenn þeirra eiga það sameiginlegt að hafa sinn starfsvettvang inni á einkaheimilum aldr- aðra. Þá eru verkefni þeirra einnig ólík, menntun þeirra og þar með nálgun að viðfangsefninu er með gjörólíkum hætti. Starfsmenn heimahjúkrunar eru heilbrigðisstarfs- menn með fagmenntun og langa hefð innan heilbrigðis- þjónustunnar. Heimilishjálpin á rætur sínar að rekja til afleysingaþjónustu húsmæðra og starfsmenn hennar starfa í anda „húsmóðurhugmynda-fræðinnar" og leitast við að leysa verkefni sín með svipuðum hætti og við- komandi aðstoðarþegi hefði sjálfur gert. Þannig á fyrst og frernst svipmót hvers heimilis og persónulegar þarfir þeirra sem þar búa að ráða mestu um verkefnin og hvernig þau eru leyst af hendi. Ég tel ekki heppilegt að sameina þessa tvo þjónustuþætti eða setja annan yfir hinn heldur eiga þeir að þróast áfram hlið við hlið í nánu samstarfi og enn má gera betur í samhæfingu þessarar þjónustu en þó með þessum formerkjum. Starfsmenn beggja þátta byggja starf sitt á svipaðri hugmyndafræði sem gerir ráð fyrir hjálp til sjálfshjálpar þar sem leitast er við að viðhalda sjálfsbjargargetu og reisn þess er þjónustunnar nýtur. Þar sem einstaklingarnir eru mis- munandi og heimilin ólík tekur þjónustan mið af því. Innan félagslegrar heimaþjónustu er mikil áhersla lögð á að tryggja það að hinn aldraði aðstoðarþegi fá sína að- stoð frá sama starfsmanni á fyrirfram ákveðnum tímum sem um er samið hverju sinni og að hann hafi ennfrem- ur eitthvað um það að segja hvað sé gert hverju sinni á heimilinu og hvemig. Þannig getur sjálfsákvörðunarrétt- urinn falist í ótal smáatriðum sem þó geta ráðið úrslitum urn persónulega og tilfinningalega vellíðan. Hjúkrunarheimili - stofnanaþjónusta Að flytja á stofnun getur varla talist kostur sem aldr- aður velur sér. Meginástæða slíkrar ákvörðunar er ýmist ónóg þjónusta inn á heimilið eða að heimaþjónustan er þegar komin á sín ýtrustu mörk þannig að stofnanadvöl er óumflýjanleg. Stofnun, hvort heldur það er dvalar- eða hjúkrunarheimili, er heimur út af fyrir sig. Síðari tíma hjúkrunarheimili hafa þróast út frá sjúkrahúsunum og þar sem sjúkrahúsa- og stofnanahefðin er löng og starfsfólk og faghópar sem vinna á öldrunarstofnunum hafa flestir fengið uppeldi sitt og starfsþjálfun þar bera flestar öldrunarstofnanir hér á íslandi með sér all- nokkurn sjúkrahúsblæ. Akveðin og stíf verkaskipting milli starfsstétta er gott dæmi um þetta. Háir múrar virð- ast vera þarna á milli og hafa bæði afskipti verkalýðsfé- laganna og samningar sem flestir ganga út frá sjúkrahús- 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.