Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Á göngum sundlaugarhússins er smekk- leg blómaskreyting og stórir speglar. í horninu viö sundlaugarhús og turnbyggingu er gott skjól fyrir noröaustanáttinni. Á sólskinsdögum er þar mikill hiti. Myndirnar meö frásögninni tók Unnar Stefánsson. þremur heitum pottum og 40 metra rennibraut. Upphitaðar stéttar eru umhverfis laugina, alls um 600 fer- metrar að flatarmáli og eru gúmmí- hellur næst lauginni. Stærð sjálfs sundlaugarhússins er um 760 fermetrar, þar af er kjallari 335 fermetrar og I. hæð 422 fer- metrar. í kjallara er tækjarými, starfsmannaaðstaða og búningsklef- ar, einkum ætlaðir þeim sem nota íþróttavellina sem eru í næsta ná- grenni við sundlaugina. Einnig er í kjallara 40 fermetra félagsaðstaða sem Ungmennafélag Svarfdæla hef- ur til ráðstöfunar og sjúkranuddari hefur einnig fengið aðstöðu þar. A 1. hæð er anddyri þar sem hægt er að setjast niður og njóta léttra veit- inga, afgreiðsla, búningsklefar, vot- bað og sólarlampar. Einnig er á 1. hæð 65 fermetra salur og 20 fer- metra herbergi sem nú er notað fyrir sjúkraþjálfun. Sundlaugarhúsið er einangrað að utan með steinull og múrhúðað yfir. Hitalagnir eru í gólfi búnings- og baðklefa. Fullkomið tölvukerfi gerir það að verkum að hægt er að fylgj- ast með og stýra hitastigi í að- alsundlaug, pottum og öllum her- bergjum í húsinu. Einnig má kalla þar upp á skjá myndir frá níu myndavélum sem komið er fyrir í öryggisskyni, sex í veggjum sund- laugarinnar og þremur á útisvæði. Hreinsibúnaður laugarinnar er ítalskur en í lauginni er lokuð hringrás vatns sem tryggir að klór- inn renni ekki út í frárennslið. Við vígsluna tóku m.a. til máls Svanhildur Arnadóttir, formaður byggingarnefndar og bæjarfulltrúi, Rögnvaldur Friðbjörnsson bæjar- stjóri og Svanfríður Jónasdóttir, for- seti bæjarstjórnar. Séra Jón Helgi Þórarinsson vígði mannvirkið og skólaböm á Dalvík tóku síðan fyrstu sundtökin að lokinni vígsluathöfn- inni. Forstöðumaður sundlaugarinnar er Skarphéðinn Pétursson, en ásamt honum starfa að jafnaði þrír aðrir starfsmenn. Hönnuöir: Arkitekt: Fanney Hauksdóttir, Akureyri Burðarþol og lagnir: Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks Haralds- sonar, Akureyri Raflagnir og hússtjórnarbúnaður: Raftákn hf„ Akureyri Hreinsibúnaður: Islaug hf., Reykjavík. Verktakar: Uppsteypa og aðalverktaki: Tré- verk hf„ Dalvík Raflagnir: Sigmar Sævaldsson, Dalvík " Pípulögn: Magnús Magnússon, Dalvík Málun: Híbýlamálun og Einar Arngrímsson, Dalvík Múrverk og flísalögn innanhúss: Júlíus Viðarsson, Dalvík Hreinsibúnaður: Islaug hf., Reykjavík Smíði og uppsetning ioftræsti- kerfis: Borgarblikksmiðjan hf., Mosfellsbæ. Frá því að sundlaugin var tekin í notkun 2. október 1994 og til ágúst- loka í ár hafa 40.000 manns sótt sundlaugina og allur búnaður hefur reynst eins og vonast hafði verið til. 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.