Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 32
MÁLEFNI ALDRAÐRA Framkvæmdasjóður aldraðra, hlutverk, staða og þróun •* Hrafn Pálsson, deildarstjóri málefna aldraðra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Erindi flutt á ráðstefhu um öldrunarþjónustu - rekstur oggæði -17. mars 1995 Framkvæmdasjóður aldraðra var stofn- aður með lögum árið 1981 (nr. 49/1981). Þegar lögin um málefni aldraðra voru samþykkt um áramótin 1982/83 höfðu ákvæði laganna um Framkvæmdasjóð aldraðra verið felld inn í þau. Tilgangur sjóðstofnunarinnar var að stuðla að byggingu húsnæðis fyrir aldraða, þ.e.a.s. hjúkrunarrýmis, þjónustuhúsnæðis (dvalarheimilisrýmis) og þjónustu- miðstöðva. Sjóðnum var og ætlað að styrkja þau verkefni sem sjóðstjóm teldi til bóta fyrir öldmnarþjónustuna. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra, sem er til ráð- gjafar fyrir ráðuneytið i öldrunarmálum, skipar einnig sjóðstjórnina. Tilnefningar í nefndina koma frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og Öldrunarráði íslands, en heilbrigðisráðherra skipar henni formann. Varamenn koma til hennar með sama hætti. Nefndin situr í fjögur ár í senn. Ritari nefndarinnar er deildarstjóri öldrunarmála í ráðuneytinu. Fyrir 1. desember ár hvert skulu umsóknir um styrki fyrir næsta ár berast sjóðnum. Sjóðstjómin fer yfir þær og gerir tillögur sem fulltrúi fjárlaganefndar fær tækifæri til að gera athugasemdir við áður en þær sendast ráð- herra til lokaákvörðunar. Sjóðurinn lýtur ekki lögunum um opinberar fram- kvæmdir, þótt hann hafi í undantekningartilvikum lagt til hluta af framlögum ríkisins til stofnana, enda ekki hugsaður sem sjóður fyrir sjúkrahús, þó að ráðherrar hafi gripið til hans í neyð. 1 byrjun fór stór hluti sjóðsins til byggingar B-álmu Borgarspítalans, en næstu árin þar á eftir hófst mikil uppbygging öldrunarstofnana úti á landi, svo vaxandi fjárstreymi varð þangað. Þetta orsakaði nokkum ójöfnuð og kom illa út fyrir Reykjavík, sem stóð uppi með öldr- unarlækningadeild í smáhluta B-álmunnar, sem nú á í vök að verjast vegna sameiningar Borgarspítalans og Landakots. Hjúkrunarheimilisbyggingar urðu út undan í Reykjavík á meðan Hrafnistumar og Gmnd neyddust til að fækka rýmum til að mæta kröfum nútímans um stærri vistarverur. Nágrannasveitarfélögin og Ámesingar gerðu út á Reykjavík og sækja enn stíft í kvóta höfuðborgarinnar. Fyrsta aðgerð til að stemma stigu við of rausnarlegum styrkjum úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra var að setja kostn- aðarþak á fermetraverð öldrunarstofnana og hlutdeild sjóðsins vom sett endanleg mörk við 20% fyrir þjónustuhús og þjónustumiðstöðvar, 35% fyrir endurbætur og 40% til hjúkrunarrýmis (1988). Önnur og aflmeiri aðgerð var að koma á samræmdu vistunarmati .aldraðra, sem gerði stjórnvöldum fyrst mögulegt að meta raunvemlega þörf fyrir stofnanavist (1990/91). Þriðja og tæknilegasta aðgerðin hófst fyrir rösku ári þegar MDS-mælingar hófust á hjúkrunarheimilum aldraðra á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Kirkju- bæjarklaustri. Fyrstu niðurstöður þessara mælinga hafa nú verið birtar. Af þessu má sjá að við höfum nú slitið bamsskónum. Yfirlit um styrkveitingar úr sjóðnum frá upphaft eða sl. 15 ár er birt aftar með þessari grein. Breytingar 1 tíð síðustu ríkisstjórnar var reglugerð um Fram- kvæmdasjóð aldraðra breytt í þá veru að heimilt yrði að nota 35% har.s til reksturs öldmnarstofnana, sem hæfu starfsemi sína eftir að fjárlög væm samþykkt og gætu ekki beðið þeirra næstu. í tíð þeirrar ríkisstjómar, sem fór frá völdum hinn 23. apríl sl., var þessi hundraðshluti hækkaður í 55%. Fjármáladeild ráðuneytisins og ráðherra hafa ráðstafað þessu fé, svo ekki hefur verið um það fjallað í sjóð- stjóminni. Ársreikningar frá Tryggingastofnun ríkisins sem afgreiðir styrki sjóðsins sýna hvert þeir fara og auð- 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.