Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 35
MALEFNI ALDRAÐRA sveitarfélaganna vegna öldrunarþjónustunnar, þ.e. kostnaður við heimilishjálp, tómstunda- og félagsstarf aldraðra, íbúðir og aðra þjónustu, nemi um einum millj- arði króna á ári. Auk uppbyggingar og skipulagningar á lögbundinni þjónustu hafa sveitarfélögin einnig komið til móts við þarfir aldraðra með lækkun eða niðurfellingu fasteigna- skatta og fasteignagjalda og lækkun eða niðurfellingu á þjónustugjöldum vegna aðgangs að þjónustustofnunum sveitarfélaganna. Þær fjárhæðir eru þó ekki tilgreindar í þeim tölulegu upplýsingum sem liggja fyrir þessum fundi um útgjöld sveitarfélaganna vegna öldrunarmála. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Lög um málefni aldraðra nr. 82/1989 tóku gildi í árs- byrjun 1990 samhliða ýmsum breytingum á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. I lögunum segir að frum- kvæði að stefnumótun í málefnum aldraðra skuli vera hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Lögin um málefni aldraðra kveða þó tæpast nógu skýrt á um verkaskiptingu nkis og sveitarfélaga í öldrunarmálum. Þannig gætu sjálfseignarstofnanir eins og Skjól og Eir í Reykjavík og Sunnuhlíð í Kópavogi starfað óháð stefnu viðkomandi sveitarstjómar í öldrunarmálum því heilbrigðisráðuneytið veitir þeim rekstrarleyfi. í flestum tilvikum eiga sveitarfélögin verulegan þátt í stefnumörk- un varðandi uppbyggingu og rekstur slíkra stofnana með beinu vali á fulltrúum í stjóm eða fulltrúaráð þeirra. Frumkvæði að framkvæmdum við stofnanir af því tagi er gjaman þannig háttað að sveitarfélögin og félaga- samtök þrýsta á ríkisvaldið um framkvæmdir við hjúkr- unarheimili eða dvalarheimili þar sem þörfin er oftast auðsæ og brýn. Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir hluta byggingarkostnaðar og ríkissjóður ætti síðan að greiða stærstan hluta rekstrarins. Við ákvarðanatöku um framkvæmdimar vill þó brenna við að rekstrarkostnaður sé ekki tryggður né gengið frá þeim þætti með formleg- um hætti. Því hefur það gerst að verulega stór hluti af fjármun- um framkvæmdasjóðs aldraðra fer nú til að greiða rekstrarkostnað öldmnarstofnana. Við stofnun sjóðsins var þó eingöngu ætlast til þess að hann veitti fjármuni til byggingar öldmnarstofnana. Full þörf væri á að sjóður- inn sinnti óskiptur því hlutverki enn um sinn. Stefnumótun, áætlanagerð og skipulagning, sem á að vera í höndum heilbrigðisráðuneytisins, er því mjög mikilvæg. Vegna nálægðar sveitarstjómanna við íbúana og þá sem þarfnast þjónustunnar er það á hinn bóginn mjög eðlilegt að framkvæðið að uppbyggingunni komi fyrst og fremst frá sveitarfélögunum eða félagasamtök- um sem annast þjónustu við aldraða, þá oftast í náinni samvinnu við viðkomandi sveitarfélög. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í þessum mála- flokki er þó tæpast nógu skýr. Það á bæði við um stefnu- mótun og skipulag og ekki síður um stjómunarlega og fjármunalega þætti öldrunarþjónustunnar. Þannig eru sveitarfélögin t.d. ábyrg fyrir félagslegri heimaþjónustu en heimahjúkran er verkefni ríkisins. Einnig er um fjármunalegan og í sumum tilvikum stjómunarlegan aðskilnað að ræða varðandi annars vegar dvalarheimili fyrir aldraða og hins vegar hjúkranardeild- ir. Sveitarfélögin og aðrir rekstraraðilar reka dvalarheim- ili fyrir aldraða og einnig í nokkram tilvikum hjúkranar- heimili gegn daggjöldum frá ríkinu. Þegar aldraður ein- staklingur er færður af dvalar- eða hjúkrunarheimili sveitarfélags eða annarra rekstraraðila yfir á sjúkrahús eða öldrunardeildir þeirra færist fjárhagsleg ábyrgð á þjónustu við einstaklinginn frá sveitarfélagi eða samtök- um og sjálfseignarstofnun til ríkisins. Þjónusta við aldraða er fyrst og fremst staðbundin vel- ferðarþjónusta sem mikilvægt er að myndi eina sam- fellda þjónustukeðju þannig að úrræðin sem í boði era á hverjum stað séu sem fjölbreytilegust og að skortur á rýmum innan eins þjónustuþáttar leiði ekki til ofnotkun- ar á öðrum. Mikilvægt er að fjárhagsleg ábyrgð á öllum þáttum þjónustunnar sé hjá sama stjómvaldi og er heppilegra að það séu sveitarfélögin fremur en ríkið. Hins vegar er bæði sjálfsagt og eðlilegt að um sé að ræða mismunandi rekstrarfyrirkomulag í þessari þjónustu, t.d. þannig að sjálfseignarstofnanir séu starfræktar eins og verið hefur um langan tíma og oftast með mjög góðum árangri. Fjárhagsleg áhrif af flutningi öldrunarþjónustu til sveitarfélaga yrðu í fyrsta áfanga þau að kostnaður við heimahjúkran færðist til sveitarfélaganna en hann er nú hluti af rekstrarkostnaði heilsugæslustöðvanna og kostn- aður við rekstur hjúkrunarheimila og þjónustuhúsnæði aldraðra yrði greiddur samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélög. Öldrunarþjónusta sveitarfélaganna í framkvæmd 1 mörgum sveitarfélögum era kosnar félagsmálanefnd- ir til að hafa umsjón með félagsþjónustu sveitarfélagsins, þ.m.t. málefnum aldraðra. I fjölmennustu sveitarfélögun- um vinna félagsmálanefndir m.a. að eftirtöldum verkefn- um: a. Rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila, sambýla, vemdaðra þjónustuíbúða og úthlutun leiguíbúða fyrir aldraða. b. Rekstri þjónustumiðstöðva fyrir aldraða. c. Félagslegri heimaþjónustu fyrir aldraða, öryrkja og sjúka, sbr. VII. kafla laga nr. 40/1991 um félagsþjón- ustu sveitarfélaga. d. Félagsstarfi fyrir aldraða. Félagsmálanefndir í sveitarfélögum á starfssvæði heilsugæslustöðvar skulu tilnefna fulltrúa í sérstaka und- imefnd, öldranamefnd. Verkefni öldranamefndanna er: • að gera tillögu um öldranarþjónustu á starfssvæð- inu, 225

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.