Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 57
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Ólafur Jens Sigurðsson félagsmálastjóri Snæfelisbæjar Olafur Jens S igurðsson, sóknarprestur á Hellissandi, hef- ur verið ráðinn félagsmálastjóri Snæfellsbæjar frá l.jan. 1995. Olafur er fæddur í Reykjavík 26. ágúst 1943 og voru foreldrar hans Guðbjörg Guðbrandsdóttir og Sig- urður Olafsson, múrari í Reykjavík, sem bæði eru látin. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1963, emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Is- lands 1972 og MA-prófi frá Uni- versity of St Andrews í Skotlandi í félagsþjónustu og sálgæslu við aldr- aða 1985. Hann sótti fjölda nám- skeiða í félagsþjónustu og sálgæslu við fanga á árunum 1987 til 1992. Olafur Jens hefur gegnt prests- þjónustu frá árinu 1972, þar á meðal við fangelsi landsins frá 1986 til 1993. Kona Ólafs er Ólöf Helga Hall- dórsdóttir, forstöðukona leikskólans á Hellissandi, og eiga þau fjögur böm, tvo syni og tvær dætur. Jón Arvid Tynes félags- málastjóri ísafjai ðarbæjai- Jón Arvid Tynes hefur ver- ið ráðinn félags- málastjóri Isa- fjarðarbæjar frá 21. september. Jón er fæddur í Noregi 27. september 1945 og voru foreldrar hans Hrefna Tynes skátahöfðingi og Sverre Tynes byggingameistari sem bæði eru látin. Jón lauk námi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1966, í fé- lagsráðgjöf frá Norges Kommunal og Sosial Skole í Osló 1974 og í heilbrigðisfræði frá Nordiska Hálsovárdshögskolan í Gautaborg 1981. Jón starfaði hjá Reykjavíkurborg, Ríkisspítölum og sem félagsmála- stjóri hjá Seltjarnarnesbæ 1974—1985 en hefur undanfarin tíu ár starfað við húsbyggingar. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála I samræmi við reglugerð nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst efir umsóknum um styrki úr Fræðslu- sjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar rík- isins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamál- um styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalar- styrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endur- menntunar. Frá árinu 1993 hafa verið veittir 64 styrkir. Til úthlut- unar á árinu 1996 eru samtals 3,5 milljónir króna. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á árinu 1996 styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Bruna- málastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða í Svíþjóð og Finnlandi. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamálastofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars 1996. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veit- ir Ami Amason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanám- skeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Bruna- málastofnunar er 552-5350. Grænt númer er 800-6350. Brunamálastofnun ríkisins Hann hóf starf hjá ísafjarðarkaup- stað í júní sl. og leysti þá af for- stöðumann íbúða aldraðra á Hlíf. Jón hefur starfað að málefnum einkaflugmanna og er áhugamaður um flug. Jón á tvær dætur, Dóru Sif, sem stundar laganám við Háskóla ís- lands, og Hrefnu, húsmóður og læknanema í Róm á Italíu. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.