Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 60
NÁTTÚ R UHAMFARIR Uppdrátturinn sýnir farveg ofanflóösins og helstu kennileiti sem komiö hafa viö sögu í frásögnum af því. 1) Varnarkeilur. 2) Leiöi- garöar. 3) „Gamli vegurinn". 4) Ólafstún. 5) Sólbakki. 6) Essóskáli. 7) Bakaríiö. 8) Flóöstefnur úr Skollahvilft. 9) Flóöstefnur úr Innra- Bæjargili. Snjóflóð á Flateyri Snjóflóð féll á byggðina á Flateyri aðfaranótt 26. október. Það hljóp úr svonefndri Skollahvilft, yfir vam- arkeilur sem Vegagerðin gerði til vamar gamla veginum inn á Flateyri og lengra út á eyrina heldur en ætlað hafði verið í bráðabirgðahættumati að snjóflóð myndi ná. Fyr- ir flóðinu urðu 19 íbúðarhús. I þeim voru 45 manns. 25 komust úr flóðinu af sjálfsdáðum eða var bjargað en 20 létust, þar af 8 böm. Aftakaveður hafði verið, norðan- og norðaustanátt með óhemju úrkomu í tvö dægur. Mikill snjór hafði safnast hlémegin í fjöllum og giljum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Snjóflóð féllu mörg og ollu miklu tjóni. Rafmagnslínur eyðilögðust, sorpeyðingarstöðin Funi á Isafirði stórskemmdist í snjóflóði og víða urðu fjárskað- ar. Snjóflóðið sem féll á Flateyri var þurrt flekaflóð og átti upptök upp undir fjallsbrún í rúmlega 600 metra hæð yfir sjó. í grein sem Jón Gunnar Egilsson í snjó- flóðadeild Veðurstofu íslands skrifar í Landsbjörg, fréttarit Landssambands björgunarveita, áætlar hann að snjómagnið sem hljóp niður úr gilinu hafi verið meira en 300.000 rúmmetrar eða um 150 þúsund tonn. í þrenging- um neðan við gilið hafi það náð 20 metra þykkt en það dreifst síðan á byggðina. Mesta breidd þess var um 450 metrar og mesti hraði er talinn hafa verið um 180 km/klst. Snjóflóðið tók með sér aur og grjót enda var jörð lítt frosin. Uppdráttur sem frásögninni fylgir sýnir hvar flóðið féll. Við umfangsmikil björgunarstörf á Flateyri nýttist sú reynsla sem fengist hafði er snjóflóðið féll á Súðavík hinn 16. janúar. Skipulag þeirra var í höndum almanna- varnanefndar í heimabyggð og Almannavarna ríkisins. Fyrstu björgunarsveitir komu frá ísafirði og fóru um nýju jarðgöngin og sjóleiðis frá Holti. Landhelgisgæslu- 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.