Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 26
MALEFNI ALDRAÐRA trúðu því að maðurinn gæti með íhugun og athugun öðl- ast þekkingu á þessu eðli sínu og lært að lifa rétt. Rétt líf var í þeirra munni líf í samhljómi við manneðlið, þannig líf er og bæði fagurt og gott. Sá sem ekki lifir í sam- hljómi við eðli sitt, fyrir vanþekkingar sakir eða siðleys- is, sem sumir grískir heimspekingar töldu raunar nánast eitt og hið sama, hann er í stríði við sjálfan sig, honum getur ekki famast vel. Það má segja að öll mannvísindi síðan snúist mestan part um leitina að þessu manneðli, hvað er eðlilegt og hvað er frávik frá því eðlilega; í sál- inni, í lífsháttum, í samskiptum fólks ellegar í samfélagi þess. Þó svo margir leiti hins sama er ekki sjálfgefið að þeir finni hið sama. Fram hefur komið harla margur og mis- leitur skilningur á manneðlinu, sem og uppskriftir að því hvernig eigi að haga lífinu til að vera í samhljómi við manneðlið, m.ö.o. Iivemig líf sé gott líf. Heimspekin leitaði að hinni réttu hugsun, guðfræðin að hinni réttu trú. náttúruvísindi og félagsvísindi leita að hinum rétta samleik manns og umhverfis í víðustu inerkingu þess orðs. Þegar heimspekingar gefa uppskrift að hinu góða lífi, þá gera þeir sjaldnast mikinn greinarmun á ungu lífi og gömlu. Það er helst að þeir, t.d. Plato og Cicero, lofi ell- ina fyrir það að hún leyfi fullu viti að komast að og losi fólk undan valdi hinna reikulu tilfinninga; vitringar em ævinlega rosknir. Tilfinningar eru, sent alkunna er, a.m.k. í löndum sunnan við Súlnasker, óútreiknanlegar og óhlýðnar vitinu og þess vegna hafa margir heimspek- ingar á þeim ímigust og tala um þær líkt og hálfgerðan óþverra. En hvernig eru uppskriftir heimspekinnar að góðu lífi? í þeirri spekt, sem kennd er Epikurosi og kölluð hedonismi, felst að gott líf sé líf ríkt af nautnum líkam- ans og sálarinnar, en fátækt af sársauka og þjáningu. En af því að einmitt sársauki er oft afleiðing hinna sterkustu nautna, þá felst hinn ákjósanlegi millivegur milli kvalar og sælu ekki í viti firrtu nautnalffi heldur í stöðugri iðk- un hófseminnar. Þetta orðaði Grímur Thomsen svona: Forngríkkir sögðu: best er hófað hafa. Því liamingjan þeim tryggust reynist lýðum, Sem hverki fljúga djaifast, dýpst né kafa, En drjúgir eru’ á skriði’ í miðjum hlíðum.31 Enn í dag kennum við afburðajafnaðargeð og hugarró við stóuspekingana og köllum hana stóíska ró. Hug- mynd stóumanna um gott líf snerist fremur um það hvemig mætti brynja sig gegn böli heimsins heldur en finna sæluna sem í honum býr. Þeir voru ekki jákvæðir í garð tilverunnar; tilveran getur að vísu glatt mann, sögðu þeir, en hitt er algengara að hún meiði mann eða særi. Það ríður því á mestu, ætli maður að eiga gott líf, að kunna að taka því sem að höndum ber, hvort heldur góðu eða illu, án þess að láta það raska ró sinni: farsæll maður stjómar skapi sínu en hann gerir sér ljóst að hann hefur ekki stjóm á neinu öðm. Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera, segir málsháttur sem kominn er frá Stóu. Hafi stóumenn talið affarasælast að temja sér visst kæringarleysi um það hvemig heimurinn veltist og hvað bar að höndum gengu efahyggjumennirnir svonefndu (Cynics) enn lengra í átt til bölmóðs og biturðar. Þeim þótti heimurinn allur varhugaverður sem og verðmætin sem menn venjulega sækjast eftir. Góss, metorð, sæmd og nautnir; allt í heimi og einnig þetta, sögðu þeir, er í raun einskisvert; bindist þú fyrirbærum heimsins munu þau þegar allt kemur til alls særa þig en ekki gleðja. „Treystu engu,“ sögðu þeir, „þá verður þú ekki svikinn, elskaðu ekkert, því þá bregst þér ekkert." Um sumt komst kristnin að áþekkri niðurstöðu þegar heimsfjand- skapur hennar varð hvað mestur: lífið er prófraun, mein- læti eru í raun best, veraldarvistin er táradalur, þar er einskis að vænta sem nokkurs er vert, en handan grafar hefst hið eilífa líf hinna fáu útvöldu, hin eina og eilífa hamingja sem ekki blandast nokkru böli. Séra Hallgrím- ur orti: Þó hygginn sért og hœglundaður, hafðu ráð mín, kristinn maður! Hér er svo valtur heimsins staður, hinnfœr gott, er mœðist. Hold er mold, hverju sem það klœðist.41 Aðall manns og það sem er um hann einstakt og um- fram aðra skepnu er vitið, sagði Aristóteles. Manninum farnast best, lifi hann í takt við tilgang sinn og innstu gerð, ef hann lætur hugsun, skynsemi og vit ráða gjörð- um sínum. Geri hann það mun líf hans verða hófsamt og dyggðugt og hamingjan koma til hans, ekki sem mark- mið í sjálfu sér - því sá finnur einmitt ekki hamingjuna sem ákafast leitar hennar - heldur sem sjálfkrafa umbun eða aukageta fyrir það að lifa rétt. Því nefni ég hér þessi gömlu grísku viðhorf að þau eru ekki fommenjar uppi á Akrópólis, heldur lifa þau í mis- munandi lífsviðhorfum nútímamanna og em enn leiðar- steinar í hamingjuleitinni. Eg ætla af yngri hugmyndum aðeins að nefna tilvistar- stefnuna, en tilvistarsinnar bratu blað og höfnuðu hug- myndinni um að það væri á færi manna að uppgötva manneðlið og láta það stjóma lífemi sínu, þeir höfnuðu að slíkt manneðli væri til. Hvorki guð né náttúran gáfu mönnum uppskrift til að lifa eftir, líkt og væra þeir upp- trekkt leikföng, segja þeir, hversu mjög sem maðurinn þráir að svo væri. Sýknt og heilagt, segja þeir, skríður maðurinn í ábyrgðarlaust skjólið af hugmyndinni um að hann hafi einhvem fyrir fram áskapaðan tilgang og lýgur að sjálfum sér að með því einu að vera þeim tilgangi 2 1 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.