Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 27
MALEFNI ALDRAÐRA
nógu eftirlátur sé velferð hans borgið. Lygi og sjálfs-
blekking er þetta, segja tilvistarsinnar, sé einhver guð til
og hafi sá guð ellegar náttúran sjálf gefið manninum
eitthvað í vöggugjöf, þá var það frelsið, frelsið frá því að
ganga að tilgangi sínum gefnum, með öðrum orðum til-
gangsleysið. Þetta tilgangsleysi og frelsið til að skapa
sér sjálfur sinn tilgang er aðall mannsins. Gott líf kemur
ekki á silfurfati með því maður fylgi einhverjum ímynd-
uðum forskriftum að tilverunni út í æsar; það er þægileg
sjálfsblekking sem eins og önnur sjálfsblekking endar í
örvæntingu. Gott líf er erfitt líf, líf sem maður býr til
sjálfur úr engu, án leiðbeiningar en með því að vaka,
halda ávallt velli en flýja ekki á vit múgmennskunnar og
lyginnar. Það skiptir m.ö.o. ekki öllu hvað maður gerir í
lífinu, heldur hvernig, ekki að maður nái einhverju
marki, heldur að maður hafi reynt af einurð og heiðar-
leik.
Heimspekin er eðlilega heimspekileg, og þar af leið-
andi ekki eins veraldleg og við erum venjulegt fólk. Hún
lætur í veðri vaka að gott líf sé nánast hið sama og rétt
hugsun. En við hin vitum hvað það getur verið dæma-
laust gaman að því sem mölur og ryð fá grandað og
okkur er ljóst að það horfa ekki allir auðugir menn öf-
undaraugum á eftir úlfaldanum gegnum nálaraugað.
Gott líf er ekki bara hugarstarf, gott líf felst í ákveðinni
kennd, og sú kennd sprettur upp úr samleik hins innra
og hins ytra, milli líkama og sálar, milli eins og heildar.
I þeim fræðum um lífið, sem vilja vera áþreifanlegri
en heimspekin, hefur á síðustu árum sprottið upp hug-
takið lífsgæði - „quality of life“ -. Það er að vísu gamalt
vín á nýjum belg en engu að síður tilraun til að losna við
gamlar ballestir heimspeki og guðfræði út úr leitinni að
skýringunni á því hvað sé gott líf, og meðal annars gott
og farsælt líf í ellinni.
Hvað felst svo í þessu hugtaki?
Lífsgæði er það sem gerir líf manns að góðu lífi og
lífsgæði er hvort tveggja í senn; innri afstaða og ytri lífs-
skilyrði. Þau eru komin undir samleik hins innra og hins
ytra; hugarfars og kringumstæðna í víxlverkun.
Rannsóknir á eldra fólki, sem að eigin dómi og ann-
arra lifir góðu, farsælu lífi í ellinni, benda til að þannig
fólk hafi oft nokkur sameiginleg einkenni.5’
Hvað einkennir þá lífsmáta og viðhorf þessa farsæla
eldra fólks?
I stuttu máli femt; virkni, nánd, sátt, gleði.
Virkni vísar til að þetta fólk sé virkt, þannig að það
hafi bæði áhuga á umheimi sínum og væntingar til hans,
að því finnist samskiptin við umheiminn ómaksins verð
og hafi af honum gaman. Hér má greina á milli andlegr-
ar og líkamlegrar virkni, sem þó em samtvinnaðar. And-
stæða þessa er dofi, áhugaleysið.
Nánd vísar til þess að þetta fólk finni til nándar við
aðra, það er í gagnkvæmum tilfinningatengslum við
annað fólk, þar sem það bæði gefur og þiggur. Hluti
þessarar kenndar er vissan um að hafa þýðingu fyrir
annað fólk, að einhver þarfnist manns, að ekki standi öll-
um á sama um mann og að maður hafi í reynd eitthvað
af mörkum að leggja í samskiptum við aðra. Andstæða
þessa er einangrunin, einmanaleikinn, innilokunin, eig-
ingimin, sjálfhverfnin og geðvonskan.
Sátt vísar til að eldra fólk sé í fullum sáttum við sjálft
sig, sé ekki í innri árekstrum yfir því sem er, var eða
verður, og að það sé í sáttum við umhverfið. Þetta þýðir
hvorki að maður sjálfur né hvaðeina í kringum mann sé
fullkomið, heldur hitt að það sé viðunandi eða fullgott.
Andstæða þessa er sjálfsásökunin, eftirsjáin eftir því sem
var, gremjan yfir því að eitthvað sem hefði getað gerst
gerðist ekki. Andstæða þessa gagnvart hinu ytra er útá-
setningarsemin, kvartið, nöldrið, hin sífellda áhyggja af
heilsunni, hægðunum o.s.frv.
Gleði vísar til að þetta fólk sé allajafnan glatt, og hér
er átt við grunntilfinninguna, hið venjulega dagfar, að í
meginatriðum sé gaman. Gleðin þarf vissulega ekki að
vera óslitin, eftir tilfallandi depurð snýr maður aftur til
gleðinnar, en ekki öfugt. Andstæða þessa er sútin og
tómið.
Hvað ræður því að einn á þessi farsælu viðhorf til lífs-
ins og annar ekki? Eru það örlög, vöggugjafir guðanna,
staða stjamanna á festingunni þegar maður fæðist? Eða
ræður mestu hvernig erfðirnar úr framættunum hafa
blandast í manni? Eða eru það hinar fyrir fram óútreikn-
anlegu - en eftirá stundum skiljanlegu - hendingar í lífs-
hlaupinu? Það er erfið spuming og ekki síst verður hún
erfið þegar um er að ræða farsæld eldra fólks sem hefur
lifað langa og viðburðaríka ævi.
En hvað um hin ytri lífsskilyrði sem maður býr við?
Búa þau til þessi viðhorf sem ég nefndi; virknina, nánd-
ina, sáttina og gleðina - eða megna lífsskilyrðin ef til vill
að kæfa þessi viðhorf, þar sem þau eru fyrir? Svangur
maður er varla sáttur, sá er tæpast farsæll sem er sífellt
hræddur og kvölum kvalinn. Þetta er ekki síður erfið
spuming.
I fyrsta lagi; hagstæð lífsskilyrði ein og sér virðast
engin trygging vera fyrir góðu lífi. Við emm því miður
ekki þannig löguð að við getum til lengdar haft nautn af
hinu sjálfsagða og auðfengna. Við verðum ekki jafn
hamingjusöm yfir því að halda heilsu eins og við verðum
óhamingjusöm yfir að missa hana.
I öðm lagi; óhagstæð lífsskilyrði útiloka ekki gott líf
né drepa þau endilega lífsnautnina. Það er unnt að gera
veislu úr ruðum og verðmæta reynslu úr hinni dýpstu
kvöl. Lífið er verðmætt, ekki síst sakir þess hve það er
örðugt og forgengilegt. Það blíða verður til fyrir nábýlið
við hið stríða. Rússneska skáldið Ilya Ehrenburg lifði
stríðshörmungar og hann orti kvæði sem heitir „Bama-
bömin okkar“:
Þau munu undrast, barnabörnin okkar,
sem blaða í söguriti um liðna tíð:
„1914 ...'17 ...'19...
2 1 7