Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 25
MÁLEFNI ALDRAÐRA Síðbúin andmæli gegn Steingrími Thorsteinssyni Jón Bjömsson, jv. félagsmálastjóri á Akureyri Erindi jiutt á ráðstefnu um öldrunarþjónustu - rekstur oggœði -17. mars 1995 Skáldin hafa skrafað margt um ellina og flest raunar ófagurt. Til að mynda orti nafni minn Hallsson, sýslumaður í Rangárþingi (1470-1538), þetta vers, greinilega í geðvonskukasti út af ellives- öldinni eða náttúruleysi sínu almennt: Nœr á mann stríðir elli, ungir mega þar þeinkja á, flesta trú eg hún felli, þófordild nökkur þyki á; augnaráð, afl, sem heyrn og minni skekur hún þetta skötnumfrá, en skaparþeim þrá, þögn og þunglegt sinni. Kláða, hryglu og hósta, hefurþað ellin nóg með sér, k\>eisu í limu kann Ijósta, leikur hún þetta stundum mér, líkama mannsins lœtur hún allan dofna, kaldur og freðinn klœðfár er, hann klórar sér, í sœng þá hann vill sofna.'1 Sá kveðskapur um ellina sem hins vegar hvað oftast er vitnað í er vísa úr kvæðinu „Haustkvöld“ eftir þjóð- skáldið Steingrím Thorsteinsson. Elli, þú ert ekki þung Anda guði kœrum: Fögur sál er ávalt ung Undir silfurhœrum.21 Þetta er ljúf og hughreystandi vísa, en geymir samt staðhæfingu, sem í það minnsta er umdeilanleg. Nú má vissulega ekki ætlast til þess af þjóðskáldum að þau fari ævinlega með hámákvæm vísindi, og það mundi æra óstöðugan að elta ólar við alls konar fullyrðingar sem andríkið þeysir fram af þeim eða þau einfaldlega láta flakka rímsins vegna. Ég ætla samt að andmæla þeirri fullyrðingu Steingríms að fögur sál sé ávallt ung, og það þrátt fyrir að hún standi á öðru hverju afmæliskorti sem fólk fær frá og með sjötugu. Ef A er alltaf B getur A ekki án B verið, segir rökfræðin, og þar af leiðir að í vísu Steingríms felst að sál geti ekki verið fögur nema hún sé ung, og skáldið gefur manni andhverfuna sterk- lega í skyn, svo manni fmnst að hann rétt þegi yfir því í kurteisisskyni að gömul sál geti ekki verið fögur, heldur sé hún líkast til beinlínis Ijót. Þá er stutt yfir í þann lær- dóm að sé sál umhugað um að halda feg- urð sinni geri hún rétt í að kappkosta að staðna í eilífum bamdómi og spyma fast gegn allri breytingu á sálarlífinu sem eðlileg er við það að aldur færist yfir mann. Ef Steingrímur meinar með fagurri sál eitthvað í ætt við fagurt og gott líf, sem er sennilegt, þá megi gamalt fólk ekki vera eins og gamalt fólk ætli það að njóta farsældar, heldur á það að vera eins og ungt fólk. Þama hefur Stein- grímur álpast til að taka afstöðu í hávaðarimmu sem staðið hefur meðal öldrunarfræðinga áratugum saman og snýst um þetta: Felst farsæld í elli í því að afneita henni, berjast gegn henni og halda í æskuna í lengstu lög, eða felst farsæld í elli í því að laga sig að henni og hlýða kröfum hennar? M.ö.o. er ellin eitthvert ógeð líkt og sjúkdómar eða syndir sem menn skyldu afneita og verj- ast, eða er ellin lífsskeið sem hefur gildi í sjálfu sér og ber að njóta en ekki neita? Mér sýnist Steingrímur taka í árina með þeim fyrmefndu og það kann að vera góður skáldskapur en er engu að síður lök sálfræði. En nú var það ekki ætlun mín að andskotast lengi út í löngu látið þjóðskáld, heldur tala um fagra sál og farsælt líf í elli. Hvað er fögur sál og hvað er gott líf? Það er trúlega ofsagt að hugmyndin um manneðlið sé að uppruna fomgrísk, en elstu rætumar sem við þekkjum til hennar snúa að Grikklandi hinu foma. Grikkir trúðu því að til væri sérstakt manneðli, eins konar náttúra sem einkenndi manninn, sem lægi í gerð hans, væri sérstök fyrir hann og önnur en náttúra allra annarra hluta. Þeir 2 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.