Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 40

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Qupperneq 40
MÁLEFNI ALDRAÐRA um störf í þágu aldraðra. Áhugafólkið vill gjarnan fara styttri og einfaldari leiðir en ketfið og strax koma fram ákveðnir hagsmunaárekstrar vegna hagsmunagæslu for- svarsmanna stéttarfélaga og starfsmannanna sjálfra eins og gerist í öðrum greinum atvinnulífsins. Að ná fram gæðum í þjónustu eða bættum gæðum getur því stund- um reynst allflókið ferli og verður oft að tengjast ein- hvers konar hagsmunum aðila. Viöhorf aldraöra Ef rætt er við eldri borgara eða ættingja þeirra er mjög einstaklingsbundið hvað menn telja vera gæði. Einn gamall maður sagði við mig að hann teldi það ekki til gæða að komast inn á gott hjúkrunarheimili með góðri þjónustu ef hann þyrfti svo að dvelja meðal miklu veik- ara sambýlisfólks á stofu eða setustofum. Sér liði hrein- lega illa til sálarinnar og þá um leið til líkamans þrátt fyrir óaðfinnanlega aðhlynningu starfsfólks. Því vildi hann af fenginni reynslu miklu heldur búa til lokadags í sinni íbúð ef hann gæti búið þar við öryggi og þjónustu sem hann teldi sig þurfa, og samskipti við góða ná- granna væri vítamínsprauta í hans tilveru. Einnig þegar hann ætti þess kost að vera í dagvist eða félagsstarfi aldraðra þá sjaldan heilsan leyfði. Gallinn væri sá að sú heimaþjónusta sem hann vildi að væri fyrir hendi væri bara alls ekki í boði og margur aldraður teldi sér það því hagkvæmara - aðstandendumir einnig - að komast inn á stofnun. Þannig erum við aftur og aftur komin að þessu atriði. Hvemig á að þjónusta hvem og einn svo honum líði sem best og hvemig verður greiðslu kostnaðar hátt- að? Ástæðan fyrir því að umræðan um öldrunarþjónustuna getur verið á þessum nótum í dag en ekki í dúr fátækra- framfærslu fyrri alda er sú að sú kynslóð sem kom til starfa á fjórða og fimmta áratugnum og naut á starfsaldri eins mesta hagvaxtarskeiðs, sem nokkru sinni hefur komið, er fyrsta kynslóðin á Islandi sem hefur eignast verulegar eignir og á þær á efri ámm. Samkvæmt skatt- framtölum árið 19S8, fyrir sjö ámm, áttu 60 ára og eldri verðmæti á fasteignamati um 90 milljarða króna. Þetta var á þágildandi verðlagi að meðaltali 4 milljónir á ein- stakling og 8 milljónir á hjón. Margir háaldraðir á þess- um tíma voru þó eignalitlir en þegar litið var neðar í ald- ursröð áttu 50 til 59 ára 70 milljarða en sá hópur er nú á aldrinum 57-66 ára og um hann verðum við að hugsa líka þegar horft er til framtíðar. Minna má einnig á að mörg skuldabréf em ekki eignaskattsskyld og því vafa- laust um mun hærri eignaupphæðir að ræða en hér koma fram. Einnig hefur þessari kynslóð 50-59 ára áreiðan- lega tæmst arfur frá háöldruðu kynslóðinni á þessum ámm. Horft til framtíöar Það verður því að taka mið af þessum nýju forsendum þegar horft er til framtíðar í málefnum aldraðra og ekki þýðir að ætlast til að opinberir aðilar ráði við að veita þeim vaxandi fjölda sem nú kemur á lífeyrisaldur á næstu ámm viðunandi þjónustu án vemlegrar greiðslu- þátttöku viðkomandi aðila. Því má ætla að hóflegt þátt- tökugjald í kostnaði við þegna þjónustu geti verið viss gmndvöllur að eðlilegri þjónustu við hvem og einn - at- kvæðagreiðsla um þá þjónustu er fólk óskar sér sjálft. - En þá verður líka fjölbreytni um valkosti að vera fyrir hendi. Nú kunna einhverjir að halda að með þessum hætti sé eingöngu hinum efnameiri gert kleift að fá eða tryggja sér viðunandi þjónustu. En það er misskilningur. Hér verða lífeyrisgreiðslur að koma til - breyting á grunnlífeyri og tekjutryggingu, sem eykur möguleika fólks til sjálfsákvörðunar um val á umhverfi og þjónustu á efri ámm og kem ég hér að því síðar. Þegar ég horfi til nánustu framtíðar og tek mið af stöðu mála eins og þau horfa við mér í dag er mér efst í huga, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og stærstu þétt- býlisstöðum, að komið sé á með heimaþjónustu öflugri kvöld-, nætur- og helgidagavakt utan stofnana því ör- yggisleysi, einsemd og þjónustuleysi gerir svo marga sjúka - flýtir fyrir þörf á stofnanavist - og eykur sókn í miklu dýrari úrræði en þörf væri á ella. Þetta er mín per- sónulega skoðun eftir viðtöl við fjölda aldraðra og starfsfólk í heimaþjónustu. Ég tel þetta vera eitt mikil- vægasta, skjótvirkasta og hagkvæmasta atriðið í bættum gæðum í þjónustu við aldraða. Þegar til lengri framtíðar er litið og miðaldra kynslóð- in sem nú vinnur sín verk með tölvum kemst á efri ár hlýtur tölvusamskiptanet að verða mikilvægur þáttur í öryggis- og þjónustumálum aldraðra. Raunverulega ætti nú þegar að fara að huga að því að taka þessa hátækni í þjónustu fyrir aldraða og fylgja þróuninni eftir. Það er nauðsynlegt að koma á fót öflugra upplýsinga- kerfi en nú er fyrir hendi til að kynna og auðvelda öldruðum val á mismunandi umhverfi, öryggi og þjón- ustu á efri árum og að gera þeim kleift að nýta til þess með skynsamlegum hætti arðinn af lífsstarfi sínu eða með stuðningi opinberra aðila þegar við á. Og loks eru það svo lífeyrismálin - afkoman á efri árum sem er grundvöllur að því að tryggja fólki eðlileg- an aðgang og eðlilegt val um þjónustu sem það óskar að njóta og sem það er tilbúið að greiða fyrir eðlilegt þátt- tökugjald. Það má færa rök að því að fátt gæti betur tryggt gæði þjónustu er hæfi hverjum og einum á efri árum en hann eða hún taki um það sjálf ákvörðun og hafi fjármuni til þess að uppfylla grundvallarþarfir. Það er því samspil margra þátta er snerta einstaklinga, starfs- fólk í öldrunarþjónustu og tilfærslu á fjármunum í þjóð- félaginu sem gæti væntanlega skilað hagkvæmustu og gæðabestu þjónustunni fyrir þjóðfélagsheildina, og ég vona því að öllu athuguðu að það sé bjartari tíð með blóm í haga í þjónustumálum aldraðra við lok 20. aldar- innar. 230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.