Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 42
MALEFNIALDRAÐRA Ævikvöldið heima, á sjúkrahúsi eða á hjúkrunarheimili? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yjinnaður öldrunarþjón ustudeildar, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Erindi flntt á ráðstefnu um öldrunarþjónustu - rekstur oggœði - 17. mars 1995 Góðir ráðstefnugestir. Hér í dag erum við að fjalla um öldr- unarþjónustu - rekstur og gæði. Gæða- þjónusta, gæðastjórnun, gæðaeftirlit, gæðamat og gæðahvaðeina eru hugtök sem á undanfömum árum hafa verið á- leitin og vinsæl í hugum margra stjórn- enda fyrirtækja og stofnana. Stjórnendur innan öldrunarþjónustu hafa ekki farið varhlula af þeim bollaleggingum sem fylgt hafa þessari hugtakaskriðu. Við nánari rannsóknir í þessum „gæðafræð- um“ uppgötvuðu menn nokkuð sem þeir kölluðu „mannleg samskipti". Mannleg samskipti var eitthvað sem við virtumst öll þurfa á að halda og það mcrkilega við þetta fyrirbæri var að ungir jafnt sem gamlir og reyndar allir aldurshópar þar á milli virtust hafa mikla þörf fyrir mannleg samskipti. Frekari rann- sóknir á fyrirbærinu innan stofnanahagfræðinnar hafa leitt í ljós að svo virðist sem það heyri til hinna dýrustu gæða. I það minnsta er það æði oft svo að mannlegum samskiptum sem lið í þjónustu er búinn þröngur stakkur þegar harðnar á dalnum og samdráttur er í þjóðfélaginu. Þá verður æ vandasamara fyrir forstöðumanninn að ná endum saman í rekstri stofnunarinnar því þar, eins og annars staðar í rekstri hins opinbera, þarf að skera niður og spara. A stóru heimili þurfa hin reglubundnu störf að hafa sinn gang og starfsmenn að standa skil á sínu fyrir næstu vaktaskipti og þannig koll af kolli. Ég ætla hér ekki að gera lítið úr gæðum eða þeim fræðum er lúta að gæðarannsóknum. Hins vegar er flestum nú að verða ljóst að það er snúin þraut að fá gæðaþjónustu og góðan rekstur til að hanga saman innan einu og sömu stofnun- ar. Til eru önnur fræði sem einnig eru nokkuð ný af nál- inni og kallast „öldrunarfræði". Þessum fræðum vex nú óðum fiskur um hrygg eftir því sem hlutfall aldraðra af heildaríbúafjölda hins vestræna heims hækkar. Með til- komu þessa nýja aldursskeiðs í lífi mannsins, er spannað getur allt að 30 ár, ljölgar einnig rannsóknum er færa okkur aukna þekkingu bæði á líffræðilegum, læknis-, fé- lags- og sálfræðilegum hliðum þess að vera gamall í nú- tíma þjóðfélagi. Innan fárra ára verður einn af hverjum þremur kjósendum í lýðræðis- ríkjum Vestur-Evrópu 65 ára eða eldri. Ef til vill á þessi staðreynd eftir að hafa ein af- drifaríkustu pólitísku áhrif síðari tíma. Deildarstjóri málefna aldraðra í ráðuneyti velferðar-, heilbrigðis- og menningarmála í Hollandi, dr. H. Bakkerode, hefur á Evr- ópuvettvangi vakið sérstaka athygli á þess- ari staðreynd og þeim áhrifum sem hún kann að hafa á alla stefnumörkun í málefn- um aldraðra í náinni framtíð. Val og áhrif aldraðra sjálfra verði meira ráðandi og þjón- ustumarkaðurinn verði að laga sig að þeim aðstæðum hverju sinni. Hann lýsir hinum aldraða í Evrópu framtíð- arinnar svo: „Hann er gagnrýninn, betur upplýstur og í betri efnum en almennt gerist í dag. Hann setur sjálf- stæði, eigin forráð og góða heilsu ofar öllu. Hinn aldraði aldamótaársins hefur lifað ár róttækustu og byltingar- kenndustu breytinga í sögu mannkyns, breytingar sem á fáum mánuðum jafnvel dögum kollvörpuðu daglegu lífi fólks.“ Hinar öru breytingar í íslensku samfélagi á þess- ari öld hafa getið af sér margar ólíkar kynslóðir með að- eins nokkurra ára millibili. Hætt er við að gjósti vel um bollaleggingar okkar stjórnenda í dag um rekstur og gæði innan öldrunarþjónustu þegar hin nýja kynslóð aldraðra sem dr. Bakkerode lýsir kemur til skjalanna. Þá getur einnig skipt sköpum hvort sveitarfélögin fari alfar- ið með umsjón þessa málaflokks, ríkið eða ábyrgðinni skipt eins og nú er. Hvati aö stefnubreytingu í lögum um málefni aldraðra frá árinu 1982 Arið I983 öðluðust gildi í fyrsta sinn sérstök lög um málefni aldraðra. Samkvæmt þessum lögum var sveitar- félögum falin ábyrgð og umsjón með skipulagi heimilis- hjálpar fyrir þennan aldurshóp en ríkið tók að sér að greiða 35% af hallanum er sveitarfélögin kynnu að hafa vegna reksturs heimilishjálparinnar. Þetta ákvæði reynd- ist verða veruleg hvatning fyrir mörg sveitarfélög er sum hver höfðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að reka þjón- 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.