Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 14
SOFN Húsið og Eyrarbakkakirkja sem reist var árið 1890. Söfnin á Eyrarbakka Magntís Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps Hinn 3. ágúst síðastliðinn afhenti Þjóðminjasafn íslands héraðsnefnd Arnesinga og Eyrarbakkahreppi Húsið og Assistentahúsið á Eyrar- bakka til varðveislu og afnota eftir gagngerar endurbætur á húsunum. Húsið á Eyrarbakka er ein af elstu byggingum landsins. Það lét byggja Jens Lassen kaupmaður árið 1765 um leið og kaupmönnum varð heimilt að dveljast hér á landi vetr- arlangt. Húsið er stórt, stokkbyggt, á tveimur hæðuni, nteð háalofti undir hanabjálka og var flutt til landsins tilsniðið ásamt allmörgum húsum af sömu gerð, sem reist voru á öðrum verslunarstöðum. Af þeim eru að- eins tvö eftir, Faktorshúsið í Neðsta- kaupstað á Isafirði og Húsið á Eyr- arbakka. í daglegu tali var þetta hús nefnt Húsið vegna þess að langt fram eftir 19. öld var ekkert annað timburhús til íbúðar á Eyrarbakka og það bar því höfuð og herðar yfir annan húsakost á staðnum. Assistentahúsið er viðbygging vestan við Húsið en tengibygging er milli þeirra. Það var byggt árið 1881 og var íveruhús verslunarþjóna og dregur nafn sitt af því. Húsin voru íbúðarhús kaupmanna og starfsfólks dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka allt til ársins 1926. Árið 1932 keyptu Halldór Þor- steinsson og Ragnhildur Pétursdótt- ir, kennd við Háteig, húsin og voru 204 i

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.