Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 30
MÁLEFNI ALDRAÐRA
sé ekki aðeins verið að fresta dauðanum heldur einnig
veikindunum og hrumleikanum. Körin muni ekki lengj-
ast, heldur muni henni seinka. Ekki aðeins muni æviár-
unum fjölga heldur einnig árum líkamlegs heilbrigðis -
þetta er það sem nefnt er samþjöppun sjúkdómanna,
„compression of morbidity". Líkamlegt heilbrigði er
mikilvæg forsenda lífsgæða, en með vísan til fyrri um-
ræðu minni ég á að fjarri fer að það eitt tryggi lífsgæði.
Þriðja áhyggjan, sem ég vil nefna að menn hafa af
þessari þróun, er sú að hið sama hendi manninn og raun-
in er um margt auglýsingagóss; hulstrið og umbúðimar
séu að vísu glæsilegar en innihaldið rýrt eða ekkert;
m.ö.o. það er ekki endilega fengur að því að líkaminn
virki ef andinn virkar ekki. Maðurinn er einlæglega að
taka fram úr sjálfum sér á tæknisviðinu, að framleiða
tækni sem hann vitsmunalega ræður ekki við né er á-
byrgur fyrir; það gerist á sviði vopnaframleiðslu, það
gerist á öðrum sviðum læknisfræðinnar og því ekki
þessu?
Það leiðir af sjálfu að úr því ellin sjálf er menningar-
fyrirbæri, þá hljóta viðhorfin til ellinnar einnig að vera
menningarfyrirbæri. Það eru viðhorfin til aldraðra líka
og atlætið sem öldruðum er búið af hálfu hinna yngri.
Hjá öðrum tegundum er umönnun ungviðisins tryggð
með sterkum eðlishvötum; foreldrar, annað eða bæði,
annast ungviðið af hlýðni við blinda eðlishvöt og geta
ekki annað. Þar er hins vegar enga sams konar hvöt að
finna hjá fullorðnu dýri til að annast aldrað foreldri sitt
sem er hjálparþurfi né önnur gömul dýr. Náttúran er sín-
gjöm og vanþakklát; í dýraríkinu eiga foreldrar ekkert
inni hjá bömum sínum né ungu kynslóðinni yfirleitt.
Blindar eðlishvatir skipta minna í fari manna en dýra.
Við höldum samt að eðlishvöt eigi einhverja aðild að
umhyggju okkar fyrir börnum, en tæpast skipti slíkt
nokkru máli um viðhorf okkar til aldraðs fólks. Um-
hyggjan fyrir öldruðum er fólki ekki í blóð borin. Þá
umhyggju sem við sýnum öldruðum hefur menningin
skapað, hún hefur skapað viðhorfin sem standa gegn því
að aldraðir falli þegar þeir hafa gegnt líffræðilegu hlut-
verki sínu, hún hefur skapað það viðhorf að sjúkan skuli
lækna, að hinn veiki skuli ekki svelta, og hún hefur
skapað það viðhorf að samfélagið skuli tryggja hag aldr-
aðra þegar þeim sjálfum verður það ofviða. Og þetta
þýðir að vissar byrðar em Iagðar á herðar hinna yngri.
Beri menn þær fúslega þá verður það ekki skýrt með
eiginhagsmunum þeirra né hlýðni við náttúmna, heldur
með menningu þeirra.
En þessi viðhorf til aldraðra em ung; ef við lítum til
baka, þó ekki sé nema rúma öld, þá sjáum við allt annan
heim, þar sem það var ef til vill ekki talið æskilegt en þó
í fyllsta máta eðlilegt að hinn veiki þjáðist, hinn fátæki
sylti, að hinn roskni hrykki upp af. Ung viðhorf standa
grunnt, umhyggjan fyrir öldruðum á ekki djúpar rætur,
hvorki í eðli okkar manna né í sögu okkar íslendinga.
Það hefur ekki þurft að hafa af því áhyggju í góðærun-
um undanfarið, en nokkur nýliðin dæmi um það hvemig
við bregðumst við þegar harðnar á dalnum vekja óneit-
anlega óhug og minna óþyrmilega á hve menningarhjúp-
ur okkar Islendinga virðist í þessu efni vera þunnt skæni.
Hafðu þökk fyrir fallegan seinnipart, Steingrímur, en
fögur sál þarf ekkert endilega að vera ung né gömul sál
ófríð. Fegurð sálnanna er á öllum aldri mest komin undir
menningu þeirra.
Tilvitnanir:
1. Kvæðasafn eftir nafngreinda íslenska menn frá miðöld. Hið
íslenska bókmenntafélag. Reykjavík, 1922-27, s. 251.
2. Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli. 3. útg. Sigurður
Kristjánsson gaf út. Reykjavík 1910, s. 120.
3. Grímur Thomsen: Ljóðmæli. Utg. Bókaverslun Gyldendals.
Kaupmannahöfn 1895, s. 134.
4. Hallgrímskver. 14. útg. Jens Amason gaf út. Reykjavík
1952, s. 233.
5. Scandinavian Joumal og Behaviour Therapy, 17. Suppl. 8.
1988. Thorsen, K.: Livskvalitet I eldre ár. GerArt nr. 7-90
Norsk Gerontol. Institut.
6. Magnús Asgeirsson: Ljóðasafn II. Helgafell. Reykjavík
1975, s. 201.
7. Guðmundur Ami Stefánsson og Önundur Bjömsson: Eg vil
lifa - líf á bláþræði. Reykjavík 1985, s. 41.
8. Christiansson, T.: Att behövas - gmndstenen för livskvalitet
I álderdomen. Aldring & Eldre. 1994:2, s. 25-30.
9. Gerontologi og samfund. Köbenhavn 1995:1, s. 4.
10. Borts, W. íPsychologie heute. Mai 1993.
Rotþrær
Framleiði rotþrær úr trefjaplasti fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög.
Geri tilboð í stœrri verk.
Guóaeir Svavarsson
Steinsstöðum v/Garðaarund
300 AKRANES
Vinnusími 431 2801
Heimasími 431 2818
Bílasími 854 4654
220