Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 62
ERLEND SAMSKIPTI Náttúruhamfarir og neyðarhjálp 22.-24. apríl 1996 Dagana 22., 23. og 24. aprfl 1996 verður í Amsterdam haldin alþjóð- leg ráðstefna sveitarstjórnarmanna um náttúruhamfarir og neyðarhjálp. Innanríkisráðuneytið í Hollandi heldur ráðstefnuna í samstarfi við Samband hollenskra sveitarfélaga, Alþjóðasamband sveitarfélaga (IULA), Evrópusambandið og Sam- einuðu þjóðimar (SÞ). Á árinu 1994 var að frumkvæði Sambands sveit- arfélaga í Israel haldin í Tel Aviv ráðstefna um hópslys og björgunar- störf. I framhaldi af því var settur á laggimar vinnuhópur skipaður full- trúum sveitarfélaga sem stafar ógn af meiri háttar náttúruhamförum og öðrum stórslysum. I vinnuhópinn völdust fulltrúar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Indlandi, ísrael, Kanada, Kína, Rússlandi, Suður-Afríku, Sví- þjóð og Þýskalandi auk fulltrúa IULA og SÞ. Ráðstefnan í Hollandi er haldin að tillögu þessa hóps. Gert er ráð fyrir að hliðstæð ráðstefna verði haldin í Kanada á árinu 1998. Á ráðstefnunni halda sérfræðingar framsöguerindi um þá vá sem borið getur að höndum í hinum einstöku sveitarfélögum. Síðan verður efnið rætt í hópum. Unnt er að velja milli nokkurra umræðuhópa. Fjalla þeir um hópslys, flóð, jarðskjálfta, þur- rka, slys af völdum hættulegra efna, flugslys, kjarnorkuslys, umhverf- isslys, um stefnumörkun og stjórnun á sviði björgunarmála og um skipu- lagningu almannavama. Rætt verð- ur urn fyrirbyggjandi aðgerðir, áhættumat og áfallahjálp, allt í ljósi nýlega fenginnar reynslu. I framhaldi ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á dagsferð til nokkurra sveitarfélaga og að kynna sér hvernig Hollendingar búa sig undir stórslys. M.a. verður heimsótt slökkvistöð í Rotterdam, slysa- sjúkrahús í Utrecht og flóðasvæði í Zeeland-héraði. Kynnt verður hvemig tókst snemma árs 1995 með örstuttum fyrirvara að flytja 200 þús. manns milli landshluta vegna hættu á flóðum. Eftir ráðstefnuna gefst einnig kostur á að skoða sýn- inguna „Brunavarnir '96“ sem þá stendur yfir í ráðstefnumiðstöðinni RAI, þar sem ráðstefnan verður haldin. Hún er í nágrenni Schiphol- flugvallar og eigi fjarri miðbæ Amsterdam. Ráðstefnan fer fram á ensku. Þátttökugjald er 750 hollensk gyllini eða tæplega 31 þús. ísl. krón- ur. I því eru innifaldar máltíðir í tvo daga, kynnisferðin, aðgöngumiðar að brunavarnasýningunni og far- gjald milli hótels og ráðstefnumið- stöðvarinnar. Nánari upplýsingar veitir Unnar Stefánsson á skrifstofu sambands- ins, í síma581 3711. H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.