Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 62
ERLEND SAMSKIPTI Náttúruhamfarir og neyðarhjálp 22.-24. apríl 1996 Dagana 22., 23. og 24. aprfl 1996 verður í Amsterdam haldin alþjóð- leg ráðstefna sveitarstjórnarmanna um náttúruhamfarir og neyðarhjálp. Innanríkisráðuneytið í Hollandi heldur ráðstefnuna í samstarfi við Samband hollenskra sveitarfélaga, Alþjóðasamband sveitarfélaga (IULA), Evrópusambandið og Sam- einuðu þjóðimar (SÞ). Á árinu 1994 var að frumkvæði Sambands sveit- arfélaga í Israel haldin í Tel Aviv ráðstefna um hópslys og björgunar- störf. I framhaldi af því var settur á laggimar vinnuhópur skipaður full- trúum sveitarfélaga sem stafar ógn af meiri háttar náttúruhamförum og öðrum stórslysum. I vinnuhópinn völdust fulltrúar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Indlandi, ísrael, Kanada, Kína, Rússlandi, Suður-Afríku, Sví- þjóð og Þýskalandi auk fulltrúa IULA og SÞ. Ráðstefnan í Hollandi er haldin að tillögu þessa hóps. Gert er ráð fyrir að hliðstæð ráðstefna verði haldin í Kanada á árinu 1998. Á ráðstefnunni halda sérfræðingar framsöguerindi um þá vá sem borið getur að höndum í hinum einstöku sveitarfélögum. Síðan verður efnið rætt í hópum. Unnt er að velja milli nokkurra umræðuhópa. Fjalla þeir um hópslys, flóð, jarðskjálfta, þur- rka, slys af völdum hættulegra efna, flugslys, kjarnorkuslys, umhverf- isslys, um stefnumörkun og stjórnun á sviði björgunarmála og um skipu- lagningu almannavama. Rætt verð- ur urn fyrirbyggjandi aðgerðir, áhættumat og áfallahjálp, allt í ljósi nýlega fenginnar reynslu. I framhaldi ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á dagsferð til nokkurra sveitarfélaga og að kynna sér hvernig Hollendingar búa sig undir stórslys. M.a. verður heimsótt slökkvistöð í Rotterdam, slysa- sjúkrahús í Utrecht og flóðasvæði í Zeeland-héraði. Kynnt verður hvemig tókst snemma árs 1995 með örstuttum fyrirvara að flytja 200 þús. manns milli landshluta vegna hættu á flóðum. Eftir ráðstefnuna gefst einnig kostur á að skoða sýn- inguna „Brunavarnir '96“ sem þá stendur yfir í ráðstefnumiðstöðinni RAI, þar sem ráðstefnan verður haldin. Hún er í nágrenni Schiphol- flugvallar og eigi fjarri miðbæ Amsterdam. Ráðstefnan fer fram á ensku. Þátttökugjald er 750 hollensk gyllini eða tæplega 31 þús. ísl. krón- ur. I því eru innifaldar máltíðir í tvo daga, kynnisferðin, aðgöngumiðar að brunavarnasýningunni og far- gjald milli hótels og ráðstefnumið- stöðvarinnar. Nánari upplýsingar veitir Unnar Stefánsson á skrifstofu sambands- ins, í síma581 3711. H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! 252

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.