Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 58
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Ágúsl Ingi Ölafsson sveitarstjúri Hvolhrepps Ágúst Ingi Olafsson, kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga, hef- ur verið ráðinn sveitarstjóri Hvolhrepps frá 20. ágúst. Kemur hann í staðinn fyr- ir Isólf Gylfa Pálmason, sem kosinn var alþingismaður hinn 8. aprfl sl. Ágúst er fæddur að Hemlu í Vest- ur-Landeyjum 2. janúar 1949. For- eldrar hans eru Olafur T. Jónsson og Magnea H. Ágústsdóttir. Hann lauk samvinnuskólaprófi 1971 og hefur síðan sótt ýmis námskeið í stjómun og rekstri. Ágúst hefur starfað hjá Kaupfélagi Rangæinga frá árinu 1966 að undanskildum skólaárununt sem skrifstofumaður, aðalgjaldkeri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og frá ár- inu 1989 sem kaupfélagsstjóri. Ágúst var oddviti Hvolhrepps á ár- unum 1986-1989. Ágúst er kvæntur Sóleyju Ást- valdsdóttir og eiga þau þrjú böm. ✓ Arni Egilsson sveitarstjóri Hofshrepps fsláturhússtjóri og sölufulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), hefur verið __ ráðinn sveitar- stjóri Hofshrepps frá 1. september sl., en Jón Guðmundsson frá Os- landi hefur óskað lausnar frá starfi vegna veikinda. Ámi er fæddur 1. september 1959 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Alda Vilhjálmsdóttir og Egill Bjarnason landbúnaðarráðunautur. Hann lauk stúdentsprófi af við- skiptabraut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1985 og hefur síðan unnið hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, fyrst í launadeild og sl. sex ár sem sláturhússtjóri og sölufulltrúi Sláturhúss og Kjötvinnslu KS. Árni var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Sauðárkróki 1986-1990 og 1990-1994 og tók mikinn þátt í störfum bæjarstjórnar á fyrra kjörtímabilinu. Sambýliskona Áma er Þórdís Sif Þórisdóttir og eiga þau tvo syni. ✓ Agúst Iír. Björnsson sveitarstjóri Súðavíkur- hrepps Bjömsson tækni- fræðingur hefur f verið ráðinn s i -■- /oS§|h sveitarstjóri Wy- . Súðavíkurhrepps , ' i frá 15. okt. sl. Ágúst er fædd- ur í Reykjavík 22. desember 1956 og eru foreldrar hans Helga Þórðar- dóttir húsfreyja og Björn Pálsson sent lengi var deildarstjóri hjá Reykjavíkurhöfn. Ágúst lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og prófi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1985. Á árunum 1981 til 1993 starfaði hann í verktakaiðnaði, hjá Hagvirki hf. og Hagvirki-Kletti hf., fyrst í hlutastarfi með nánti og síðan í fullu starfi. Frá haustinu 1993 starfaði hann hjá Ríkiskaupum og hafði með höndum umsjón með útboðum á sviði framkvæmda, þjónustu og vörukaupa. Samhliða starfi þar hef- ur hann haft umsjón með ýmsum verkefnum, annast ráðgjöf og að- stoð við verktaka og eftirlit með byggingarframkvæmdum. Frá því í febrúar sl. hefur Ágúst unnið við verklegar framkvæmdir í Súðavík. Ágúst er kvæntur Sigríði I. Gunn- arsdóttur úr Reykjavík og eiga þau eina dóttur, Evu Mjöll, 12 ára. Kynntu þér stórkostlega möguleika MasterHall stálgrindarhúsanna M4SÉBH/" MasterHall eru algjör tímamótahönnun á stálgrindarhúsum. Þau eru einföld, létt, þrælsterk og stöðluð í 3 metra einingar í 12 og 15 metra breiddum. Þau eru einföld í uppsetningu - á einum degi geta fimm menn reist 300 rn skála og pakkað honum saman á jafn löngum tíma. MasterHall stálgrindarhúsin eru því sérlega athyglisverður valkostur fyrir sveitarfélög og fyrirtæki þegar leysa þarf húsnæðismál á sveigjanlegan og hagkvæman hátt. Ýmsir möguleikar í boði t.d. kaupleiga og leiga í einstök verkefni. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar. EG Electrolux ELECTROLUX GOODS PROTECTION Arnarhús hf Garðastræti 6-101 Revkiavík Garðastræti 6-101 Reykjavík Sími 562 5080 248

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.