Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 58
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Ágúsl Ingi Ölafsson sveitarstjúri Hvolhrepps Ágúst Ingi Olafsson, kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga, hef- ur verið ráðinn sveitarstjóri Hvolhrepps frá 20. ágúst. Kemur hann í staðinn fyr- ir Isólf Gylfa Pálmason, sem kosinn var alþingismaður hinn 8. aprfl sl. Ágúst er fæddur að Hemlu í Vest- ur-Landeyjum 2. janúar 1949. For- eldrar hans eru Olafur T. Jónsson og Magnea H. Ágústsdóttir. Hann lauk samvinnuskólaprófi 1971 og hefur síðan sótt ýmis námskeið í stjómun og rekstri. Ágúst hefur starfað hjá Kaupfélagi Rangæinga frá árinu 1966 að undanskildum skólaárununt sem skrifstofumaður, aðalgjaldkeri, aðstoðarkaupfélagsstjóri og frá ár- inu 1989 sem kaupfélagsstjóri. Ágúst var oddviti Hvolhrepps á ár- unum 1986-1989. Ágúst er kvæntur Sóleyju Ást- valdsdóttir og eiga þau þrjú böm. ✓ Arni Egilsson sveitarstjóri Hofshrepps fsláturhússtjóri og sölufulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga (KS), hefur verið __ ráðinn sveitar- stjóri Hofshrepps frá 1. september sl., en Jón Guðmundsson frá Os- landi hefur óskað lausnar frá starfi vegna veikinda. Ámi er fæddur 1. september 1959 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Alda Vilhjálmsdóttir og Egill Bjarnason landbúnaðarráðunautur. Hann lauk stúdentsprófi af við- skiptabraut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1985 og hefur síðan unnið hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki, fyrst í launadeild og sl. sex ár sem sláturhússtjóri og sölufulltrúi Sláturhúss og Kjötvinnslu KS. Árni var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Sauðárkróki 1986-1990 og 1990-1994 og tók mikinn þátt í störfum bæjarstjórnar á fyrra kjörtímabilinu. Sambýliskona Áma er Þórdís Sif Þórisdóttir og eiga þau tvo syni. ✓ Agúst Iír. Björnsson sveitarstjóri Súðavíkur- hrepps Bjömsson tækni- fræðingur hefur f verið ráðinn s i -■- /oS§|h sveitarstjóri Wy- . Súðavíkurhrepps , ' i frá 15. okt. sl. Ágúst er fædd- ur í Reykjavík 22. desember 1956 og eru foreldrar hans Helga Þórðar- dóttir húsfreyja og Björn Pálsson sent lengi var deildarstjóri hjá Reykjavíkurhöfn. Ágúst lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og prófi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1985. Á árunum 1981 til 1993 starfaði hann í verktakaiðnaði, hjá Hagvirki hf. og Hagvirki-Kletti hf., fyrst í hlutastarfi með nánti og síðan í fullu starfi. Frá haustinu 1993 starfaði hann hjá Ríkiskaupum og hafði með höndum umsjón með útboðum á sviði framkvæmda, þjónustu og vörukaupa. Samhliða starfi þar hef- ur hann haft umsjón með ýmsum verkefnum, annast ráðgjöf og að- stoð við verktaka og eftirlit með byggingarframkvæmdum. Frá því í febrúar sl. hefur Ágúst unnið við verklegar framkvæmdir í Súðavík. Ágúst er kvæntur Sigríði I. Gunn- arsdóttur úr Reykjavík og eiga þau eina dóttur, Evu Mjöll, 12 ára. Kynntu þér stórkostlega möguleika MasterHall stálgrindarhúsanna M4SÉBH/" MasterHall eru algjör tímamótahönnun á stálgrindarhúsum. Þau eru einföld, létt, þrælsterk og stöðluð í 3 metra einingar í 12 og 15 metra breiddum. Þau eru einföld í uppsetningu - á einum degi geta fimm menn reist 300 rn skála og pakkað honum saman á jafn löngum tíma. MasterHall stálgrindarhúsin eru því sérlega athyglisverður valkostur fyrir sveitarfélög og fyrirtæki þegar leysa þarf húsnæðismál á sveigjanlegan og hagkvæman hátt. Ýmsir möguleikar í boði t.d. kaupleiga og leiga í einstök verkefni. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar. EG Electrolux ELECTROLUX GOODS PROTECTION Arnarhús hf Garðastræti 6-101 Revkiavík Garðastræti 6-101 Reykjavík Sími 562 5080 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.