Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 43
MÁLEFNI ALDRAÐRA Hlutfall tiltekinna aldurshópa af heildaríbúafjölda 1993 Nor. Dan. Svíþ. Fin. /s/. Holl. Þýsk UK USA* >65 16 16 18 14 11 13 15 16 13 >70 12 10 13 9 8 9 10 11 9 >80 4 4 5 3 3 4 4 4 3 ■ USA-. Manntal 1991. Fjölgun heildaríbúa og tiltekinna aldurshópa í Reykjavík frá árinu 1994 til áranna 2000, 2005, 2010 og 2015 ustu af þessu tagi. Víða hófst rekstur heimaþjónustu samhliða uppbyggingu á hefðbundnum stofnunum sem lengst af höfðu verið eina úrræðið í öldrunarmálum hér á Islandi. Við endurskoðun laganna árið 1989 urðu sveitarfélögin skyldug skv. 15. gr. nýju laganna að reka heimaþjónustu fyrir aldraða en jafnframt hætti ríkissjóð- ur að greiða 35% af rekstrarhallanum. Var það í sam- ræmi við ný lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga er öðluðust gildi sama ár og hin endurskoðuðu lög um málefni aldraðra, eða árið 1990. Sú hvatning er fólst í greiðsluþátttöku ríkissjóðs sem bundið var við þetta til- tekna verkefni var fallin út og á það bent að talsverðri byrði hefði verið aflétt af sveitarfélögunum með til- færslu annarra verkefna til ríkisins, s.s. heilsugæslu, sjúkratryggingum og fl. Þannig varð nú sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvernig þau forgangsröðuðu þeim verk- efnum er lutu að þjónustu við aldraða. Megintilgangur þessara laga var að tryggja það að aldraðir gætu búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem kostur væri en að jafn- framt yrði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerðist þörf. Hlutverk framkvæmdasjóðs aldr- aðra var rýmkað og honum ætlað víðtækara hlutverk í almennri uppbyggingu á öldrunarþjónustu. Gallinn var bara sá að sjóðurinn var þegar bundinn við stórar skuld- bindingar bæði aftur og fram í tímann vegna bygginga og stofnana í þágu aldraðra þannig að lítið var aflögu fyrir aðra tegund úrræða enda sá kostur að veðja t.d. á heimaþjónustu lítt fýsilegur fyrir sveitarfélögin eftir af- nám 35% greiðslunnar úr ríkissjóði. Þá var hitt miklu eftirsóknarverðara að fá fé úr framkvæmdasjóðnum til verklegra framkvæmda í sveitarfélaginu til reksturs sem að verulega litlum hluta ef þá nokkrum yrði greiddur úr sjóðum sveitarfélagsins heldur með greiðslum frá öldruðum sjálfum og ríkissjóði, þ.e.a.s. dvalar- og hjúkr- unarheimilis. Með þessum hætti hafa sveitarfélögin jafn- framt getað byggt upp föst atvinnutækifæri í sveitarfé- laginu, að vísu með nokkrum kostnaði úr eigin sjóði. Ef- 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.