Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 55
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Róbert Jónsson fram- kvæmdastjóri Atvinnu- og ferðainálastofu Reykjavík- urborgar Róbert Jóns- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hinnar nýju Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkurborgar frá I. júlí sl., en skrifstofan hóf starfsemi 1. ágúst sl. Róbert er fæddur í Reykjavík 13. október 1950 og voru foreldrar hans Stella Bjömsdóttir og Jón Sigurðs- son. Hann útskrifaðist sem vélfræðing- ur frá Vélskóla íslands árið 1973, lauk B.Sc. prófi frá tækniháskóla í Danmörku árið 1983 og masters- gráðu M.B.A. í rekstrarhagfræði frá Edinborgarháskóla. Róbert starfaði sem ráðgjafi á verkfræðistofu R&H Consulting Engineers a/s í Danmörku frá 1983 til 1985 og voru helstu verkefni hönnun, gerð framleiðsluáætlana og þróun á tölvuforritum í tæknideild Odense Steel Shipyard Ltd. Róbert flutti heirn til Islands árið 1985 og starfaði til ársins 1988 sem sölu- stjóri hjá Véladeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Reykjavík þar sem helstu verkefni voru inn- flutningur, markaðssetning og sala á vélum og tæknibúnaði fyrir sjávar- útveg og iðnað. Árið 1988 til 1992 starfaði Róbert sem ráðgjafi á Verk- fræðistofu Stefáns Olafssonar hf. (VSÓ) í Reykjavík. Helstu verkefni hans voru áætlanagerð fyrir fyrir- tæki og stofnanir, stefnumótun, verkefnastjórnun, gerð markaðs- rannsókna, vörustjómun og hönnun- ar- og skipulagsverkefni fyrir fyrir- tæki og bæjarfélög innanlands og erlendis. Árið 1989 stofnaði hann ásamt fleirum „Starfshóp um vöru- stjómun“ en hópurinn starfar innan vébanda Hagræðingarfélags Islands og hefur staðið fyrir fjölda ráðstefna og funda um vörustjórnun í fyrir- tækjum og stofnunum. Árið 1992 stofnaði Róbert ásamt fleirum ráð- gjafarfyrirtækið VSÓ Iðntækni hf. og var hann framkvæmdastjóri þess. Helstu verkefni fyrirtækisins eru ráðgjafarstörf fyrir fyrirtæki og stofnanir í sjávarútvegi, áætlana- gerð, verkefnastjórnun, fjármála- stjóm o.fl. Áður en Róbert réðst til starfa hjá Reykjavíkurborg starfaði hann sem verkefnisstjóri atvinnuþróunarverk- efnis á Selfossi en að verkefninu stóðu Selfossbær, Byggðastofnun, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands og verkalýðsfélög á Suðurlandi. Róbert er kvæntur Halldóru Guð- mundsdóttur fóstru og eiga þau fjögur böm. -------------------------------------------\ ferðamálaráð /rvV Islands Styrkir til umhverfismála á ferðamannastöðum A árinu 1996 mun Fer&amálará& Islands úthluta styrkjum til umhverfisbóta á ferðamannastö&um á Norðurlandi og Austurlandi. Um er að ræða takmarkað fjármagn. - UthlutaS verður til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga, sem stuðla að bættum aðbúnaði ferðamanna jafnframt verndun náttúrunn- ar. - Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með umsókn svo og önn- ur skilareining á verkinu. - Nauðsynlegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir verkinu. - Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum og út- tekt á þeim er lokið. - Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn, efni oa vinnu til verkefnisins. - Styrkþeaum gefst kostur á ráðajöf hjá Ferðamálaráði vegna undirbúnings og framkvæmaa. Umsóknum ber ao skila á eyðublöðum sem fást á skrifstof- um Ferðamálaráðs og þurfa þær að berast fyrir 15. febrú- ar 1996. ✓ Ferðamálaráð Islands Strandgötu 29 • 600 AKUREYRI Sími 461 2915 • Myndsendir 461 2729. ___________________________________________/ 245

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.