Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 55
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Róbert Jónsson fram- kvæmdastjóri Atvinnu- og ferðainálastofu Reykjavík- urborgar Róbert Jóns- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hinnar nýju Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkurborgar frá I. júlí sl., en skrifstofan hóf starfsemi 1. ágúst sl. Róbert er fæddur í Reykjavík 13. október 1950 og voru foreldrar hans Stella Bjömsdóttir og Jón Sigurðs- son. Hann útskrifaðist sem vélfræðing- ur frá Vélskóla íslands árið 1973, lauk B.Sc. prófi frá tækniháskóla í Danmörku árið 1983 og masters- gráðu M.B.A. í rekstrarhagfræði frá Edinborgarháskóla. Róbert starfaði sem ráðgjafi á verkfræðistofu R&H Consulting Engineers a/s í Danmörku frá 1983 til 1985 og voru helstu verkefni hönnun, gerð framleiðsluáætlana og þróun á tölvuforritum í tæknideild Odense Steel Shipyard Ltd. Róbert flutti heirn til Islands árið 1985 og starfaði til ársins 1988 sem sölu- stjóri hjá Véladeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Reykjavík þar sem helstu verkefni voru inn- flutningur, markaðssetning og sala á vélum og tæknibúnaði fyrir sjávar- útveg og iðnað. Árið 1988 til 1992 starfaði Róbert sem ráðgjafi á Verk- fræðistofu Stefáns Olafssonar hf. (VSÓ) í Reykjavík. Helstu verkefni hans voru áætlanagerð fyrir fyrir- tæki og stofnanir, stefnumótun, verkefnastjórnun, gerð markaðs- rannsókna, vörustjómun og hönnun- ar- og skipulagsverkefni fyrir fyrir- tæki og bæjarfélög innanlands og erlendis. Árið 1989 stofnaði hann ásamt fleirum „Starfshóp um vöru- stjómun“ en hópurinn starfar innan vébanda Hagræðingarfélags Islands og hefur staðið fyrir fjölda ráðstefna og funda um vörustjórnun í fyrir- tækjum og stofnunum. Árið 1992 stofnaði Róbert ásamt fleirum ráð- gjafarfyrirtækið VSÓ Iðntækni hf. og var hann framkvæmdastjóri þess. Helstu verkefni fyrirtækisins eru ráðgjafarstörf fyrir fyrirtæki og stofnanir í sjávarútvegi, áætlana- gerð, verkefnastjórnun, fjármála- stjóm o.fl. Áður en Róbert réðst til starfa hjá Reykjavíkurborg starfaði hann sem verkefnisstjóri atvinnuþróunarverk- efnis á Selfossi en að verkefninu stóðu Selfossbær, Byggðastofnun, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands og verkalýðsfélög á Suðurlandi. Róbert er kvæntur Halldóru Guð- mundsdóttur fóstru og eiga þau fjögur böm. -------------------------------------------\ ferðamálaráð /rvV Islands Styrkir til umhverfismála á ferðamannastöðum A árinu 1996 mun Fer&amálará& Islands úthluta styrkjum til umhverfisbóta á ferðamannastö&um á Norðurlandi og Austurlandi. Um er að ræða takmarkað fjármagn. - UthlutaS verður til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga, sem stuðla að bættum aðbúnaði ferðamanna jafnframt verndun náttúrunn- ar. - Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með umsókn svo og önn- ur skilareining á verkinu. - Nauðsynlegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir verkinu. - Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum og út- tekt á þeim er lokið. - Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn, efni oa vinnu til verkefnisins. - Styrkþeaum gefst kostur á ráðajöf hjá Ferðamálaráði vegna undirbúnings og framkvæmaa. Umsóknum ber ao skila á eyðublöðum sem fást á skrifstof- um Ferðamálaráðs og þurfa þær að berast fyrir 15. febrú- ar 1996. ✓ Ferðamálaráð Islands Strandgötu 29 • 600 AKUREYRI Sími 461 2915 • Myndsendir 461 2729. ___________________________________________/ 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.