Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 37
MÁLEFNI ALDRAÐRA yrði unnið að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga til að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið og færa ákvarðanatöku og ábyrgð nær þeim sem þjónustunnar njóta. Einnig lagði þingið til að komið yrði á fót sérstakri samninganefnd ríkis og sveitarfélaga til að vinna að flutningi verkefna, meta kostnað vegna þeirra og gera tillögur um á hvem hátt sveitarfélögunum yrðu tryggðar tekjur til að annast þau. I febrúar sl. vom samþykkt lög á Alþingi sem gera ráð fyrir yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grannskólanna þann 1. ágúst 1996. Undirbúningur þeirr- ar verkefnatilfærslu hófst í fyrra og stendur nú yfir. Landsþing sambandsins hefur æðsta vald í málefnum þess og þar er mörkuð stefna sambandsins í ýmsum málum til lengri tíma. Landsþingið á Akureyri taldi rétt að eftir yfirtöku sveitarfélaga á grannskólakostnaði yfir- tækju sveitarfélögin verkefni á sviði ntálefna fatlaðra og aldraðra. Stefna sambandsins varðandi öldrunarmálin er því afar skýr. Sveitarfélögin eru tilbúin til að axla meiri ábyrgð í þeim málaflokki að því gefnu að þeim séu tryggðar til þess nægar tekjur. Bæði fagleg og fjárhags- leg rök má færa fyrir því að verkaskiptingin sé gerð gleggri og stjómun og fjárhagsleg ábyrgð sé á einni hendi næst þeim er þjónustunnar eiga að njóta. Sú breyting ætti að leiða til lægri kostnaðar og jafn- framt til betri þjónustu við aldraða. Þó er engum betur ljóst en sveitarstjómarmönnum að ráðstöfunarfé til öldr- unarþjónustu er takmarkað eins og til annarrar þjónustu. Þeim mun brýnna er að við úrlausnir sé ætíð leitað hag- kvæmustu leiða. í þessu sambandi er jafnframt rétt að geta þess að Al- þingi hefur samþykkt lög um reynslusveitarfélög. Þar er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimilað að fela reynslusveitarfélagi byggingu og/eða rekstur heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahúss gegn umsaminni greiðslu á kostnaði og framlagi úr framkvæmdasjóði aldraðra ef við á. Einnig er ráðherra heimilt að víkja frá ákvæðum laga um málefni aldraðra þegar í hlut á reynslusveitarfé- lag sem vill gera tilraun á því sviði sem lögin ná yfir. í samræmi við lög um reynslusveitarfélög er nú m.a. unnið að samningum milli ríkisins og einstakra reynslu- sveitarfélaga um yfirtöku sveitarfélaga á verkefnum rík- isins, þ.á m. verkefnum samkv. lögum um málefni aldr- aðra. Af reynslusveitarfélögunum 15 hafa 8 sótt um að yfirtaka verkefni á sviði öldranarþjónustu. Stefnumörkun ríkisvaldsins og sambandsins varðandi framtíðarskipan öldrunarþjónustunnar fer því saman í meginatriðum. Þess má því vænta að á næstu áram verði öldrunarþjónustan að mestu leyti á hendi sveitarfélag- anna. Öruggt umhverfi fyrir aldraóa Eitt af aðalmarkmiðum öldranarþjónustu á að vera að einstaklingurinn haldi reisn sinni og þátttöku í mannlegu lífí til hinstu stundar. Því eldri sem við verðum höfum við í ríkari mæli þörf fyrir öryggi og stöðugleika. Að frá- talinni góðri heilbrigðisþjónustu á það sérstaklega við í húsnæðismálum. Frumskilyrði er að gera sem flestum kleift að búa heima svo lengi sem mögulegt er, þótt það sé ekki algilt. Margir aldraðir standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að skortur er á sjúkrarými á dvalar- og hjúkranarheimil- um. Sú vitneskja veldur mörgum öldruðum kvíða og angist. Slíkt ástand eyðileggur sjálfsbjargarviðleitni og slítur fólki langt um aldur fram. Áframhaidandi forysta sveitarfélaga í öldrunarmálum Eins og áður hefur verið getið, kemur fram í lögum um málefni aldraðra að frumkvæði að stefnumótun í málefnum aldraðra skuli vera hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. I stefnu- og starfsáætlun ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar frá í október 1991 segir: „Öldruðum fer ört fjölgandi. Brýn þörf er á auknu hjúkr- unarrými fyrir þá og verður nokkram sjúkrahúsum breytt í þessu skyni. Ennfremur verður kappkostað að efla heimaþjónustu og stoðþjónustu við aldraða." Ugglaust era skiptar skoðanir á því hvaða árangri rík- isstjómin hefur náð í að framfylgja þessari stefnumörkun sinni. Stefnumörkun þessi lýtur einnig að hlutverki og skyldum sveitarfélaganna. Ljóst er að þeirra hlutur hefur ekki legið eftir hvað úrbætur varðar og mörg sveitarfélög hafa á síðustu árum lagt í umfangsmiklar framkvæmdir við stofnanir og íbúðir í þágu aldraðra og aukið margs konar þjónustu við þá. Hér eftir sem hingað til munu sveitarfélögin gegna ákveðnu forystuhlutverki í málefnum aldraðra og þau skorast ekki undan meiri skyldum og ábyrgð varðandi þann málaflokk að því tilskildu að eðlilegir tekjustofnar fylgi. Það er von mín að þessi ráðstefna leiði til aukins skiln- ings á mikilvægi þessa málaflokks og nauðsyn á skýrari stefnumörkun og skipulagningu öldrunarþjónustunnar. Með vel skipulagðri, markvissri og góðri félagsþjónustu má spara samfélaginu mikla fjármuni jafnframt því sem líf hinna öldraðu verður innihaldsríkara og ánægjulegra. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.