Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 20
FJÁRMÁL Sveitarsjóðareikningar Hagstofu fslands Eiríkur Hilmarsson aðstoðarhagstofustjóri Hagstofa íslands hefur um ára- tugaskeið gert grein fyrir fjármálum sveitarfélaga í skýrslum stofnunar- innar. Helsta markmiðið með þess- ari útgáfu er að til séu í minnst einni opinberri útgáfu nákvæmar og sam- bærilegar upplýsingar um fjárhag allra sveitarfélaga í landinu. Upp- lýsingarnar þurfa að henta til al- mennrar skoðunar á hag sveitarfé- laga og til sértækrar skoðunar á ein- stökum atriðum, m.a. til samanburð- ar milli sveitarfélaga. Jafnframt þurfa upplýsingarnar að nýtast við uppgjör þjóðhagsreikninga og svara almennum þörfum opinberra stofn- ana, sveitarfélaga og samtaka þeirra, löggjafans og almennings. Lengi vel þjónuðu skýrslur um fjármál sveit- arfélaga fremur sögulegu hlutverki en að þær nýttust til ákvörðunartöku þar sem langur tími leið frá lokum ljárhagsárs þar til skýrslurnar voru gefnar út. Fyrir nokkrum árum gerði Hagstofan átak í að afla reikninga sem enn voru í vanskilum og gefa þá út. A síðustu fimm árum hefur Hagstofan gefið út sveitarsjóða- EGLA - röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 VI0U Sf(L reikninga fyrir tímabilið 1979 til 1994 í alls 10 ritum. í fyrstu fjórum ritunum var gerð grein fyrir tveimur eða þremur árum í hverju riti, en frá árinu 1989 hefur verið fjallað sér- staklega um hvert ár, en þó með samanburði við fyrra ár. Sveitarsjóðareikningur 1994 Með útgáfu Sveitarsjóðareikninga 1994 hafa verið mörkuð þáttaskil í útgáfu Hagstofu Islands um fjármál sveitarfélaga, þar sem ritið er nú í fyrsta sinn gefið út innan árs frá lok- um fjárhagsársins. Ekki fyrr en nú hefur tekist að fullnægja upplýs- ingaþörf sveitarfélaga og stjórn- valda þar sem útgáfan hefur hingað til verið of seint á ferðinni. Með góðri samvinnu við sveitarfélög hef- ur þessi árangur náðst og liggur ritið nú fyrir áður en vinna við gerð fjár- hagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi ár hefst almennt. Þessi yf- irgripsmikla samantekt ætti því að nýtast sveitarstjómarmönnum í um- ræðu og til ákvörðunartöku um þau málefni sem eru efst á baugi hjá sveitarfélögum nú. Ef til vill er það brýnna nú en áður að sveitarfélög fái þessa samantekt tímanlega, þeg- ar fjárhagsafkoma sveitarfélaga er erfið og viðræður um flutning stórra verkefna frá ríki til sveitarfélaga standa fyrir dyrum. Sveitarsjóðareikningar I994 eru 334 blaðsíðna rit sem skiptist í fimm hluta. I fyrsta hluta er gerð grein fyrir afkomu sveitarfélaga árið 1994, bæði í heild sinni og eftir íbúafjölda. I öðrum hluta er fjallað sérstaklega um þjónustu sveitarfé- laga á sviði dagvistar- og félags- 2 l 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.