Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 51

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 51
FERÐAMÁL Foss á Síöu. Ljósm. Elíeser Bjarnason. Skaftárhreppur tilnefndur fyrir íslands hönd til Evrópskra umhverfisverðlauna ferðaþjónustunnar 1995 Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins munu nú um ára- mótin veita umhverfisverðlaun ferðaþjónustunnar í fyrsta sinn. Samkeppni um verðlaunin fer fram í 17 ríkjum. Þátttaka í samkeppninni byggist á umsóknum sem dómnefnd í viðkomandi ríki fjallar urn og til- nefnir síðan fulltrúa sinn. Markmið með veitingu verðlauna er að efla ábyrgðarkennd stjórn- valda og aðila í ferðaþjónustu gagn- vart umhverfinu við skipulag og framkvæmd ferðamála. Einnig miða verðlaunin að því að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og stuðla þannig að jákvæðri efnahagslegri og félags- legri þróun með sérstöku tilliti til umhverfisins. Að þessu sinni valdi íslenska dómnefndin Skaftárhrepp sem full- trúa sinn í keppninni. Frá hreppnum kom vel unnin umsókn þar sem svarað var stöðluðum spurningum og sagt var frá stöðu umhverfis- og skipulagsmála í hreppnum. Þar var einnig lýsing á ferðaþjónustu hreppsins og náttúrufari og sagt frá stefnumótun í ferðaþjónustu í Skaft- árhreppi þar sem sett er fram fram- kvæmdaáætlun fyrir árin 1992-1997. 1 lokaorðum umsóknarinnar segir: „Stefhumótun íferðaþjónustu Skaft- árhrepps er tvímœlalaust sú ráðstöf- un sem hvað mestum árangri hefur skilað í umhverfis- ogferðamálum á svæðinu. Við það að taka þátt í stefnumótunarvinnunni varð heima- mönnum Ijósari sú staðreynd að ferðaþjónustan er einn mikilvægasti þátturinn í atvinnuuppbyggingu svæðisins. Menn urðu einnig með- vitaðri um að mesta auðlind svœðis- ins er stórbrotin og viðkvæm náttúr- an, náttúruperlur og sögustaðir héraðsins. “ 24 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.