Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 33
MÁLEFNI ALDRAÐRA vitað er þar margt þarft á ferðinni, eins og nýjar hjúkrun- ardeildir, hvfldarinnlagnir, mjaðmaaðgerðir á öldruðum o.s.frv. Lokaoró Framkvæmdasjóður aldraðra má ekki rýrna frekar vegna rekstrarmála. Sjóðurinn hefur því miður nú þegar farið verulega af leið varðandi upphafleg markmið sín. Það væri óréttlátt gagnvart skattgreiðendum að láta þetta fjöregg öldrunarmála fúlna loksins þegar við erum að leggja á brattann hvað málefni aldraðra varðar. Þó að sjóðurinn eigi ekki eftir að greiða nema tæplega milljarð króna til þeirra, sem nú eiga óafgreiddar umsóknir hjá sjóðnum þá bíða mörg stór verk eftir 'að komast að. Nægir þar að nefna ný hjúkrunarheimili aldr- aðra í Reykjavík, sem skapa munu öldrunarlækninga- deildum borgarinnar aukið olnbogarými til að sinna hlutverki sínu, endurbætur víða um allt land auk annarra verka hér og þar. Sjóðurinn hefur styrkt allt það starf, sem snertir vís- indaleg vinnubrögð í öldrunarmálum. Nægir þar að nefna vistunarmatið, mælingar á hjúkrunarheimilum aldraðra og kennarastöðu í öldrunarlækningum við Há- skóla Islands. Því miður gengur of hægt að koma kennslu áfram, þar sem ágætu starfi Sóknar og Náms- flokkanna lýkur, en félagsmálaráðuneytið og ASÍ hafa Ráðstöfun fjár úr Framkvæmdasjóði aldraöra Ár Upphæöir á verölagi hvers árs Framreiknaöar upphæöir tilbvt. 199.1 1981 7.195 94.091.321 1982 32.100 272.975.700 1983 40.000 196.321.860 1984 61.000 236.383.470 1985 54.500 161.377.170 1986 91.400 214.642.210 1987 148.300 296.338.030 1988 160.000 271.072.750 1989 160.000 221.735.200 1990 197.000 229.065.700 1991 266.500 301.868.740 1992 277.000 294.294.000 1993 234.600 246.618.810 1994 229.000 233.216.870 1995 229.000 229.000.000 Alls 2.187.595 3.499.001.831 Þar af hafa fariö I ýmis smærri verk og rekstur 8.574.275 krónur eöa um 2%. Ráðstöfun fjár úr Framkvæmdasjóði aldraðra eftir landshlutum Heildarstyrkir aö lokinni úthlutun 1995 eftir landshlutum imillj. kr. Hlutfallsleg skipting sjóösins eftir landshlutum Hluti afheitdar- fjölda landsmanna 1. des. 1994 Fjöldi íbúa 67 ára og eldri Hundraöshluti landsmanna 67 ára og eldri Reykjanes/Suðurnes 525.672.222 15,4% 25,94% 4.763 18,38% Reykjavík 1.322.162.941 38,5% 38,62% 12.034 46,43% Vesturland 235.757.390 6,9% 5,35% 1.333 5,14% Vestfiröir 216.901.354 6,3% 3,54% 799 3,08% Norðurland vestra 228.618.712 6,7% 3,85% 1.164 4,49% Norðurland eystra 292.159.039 8,5% 10,04% 2.651 10,23% Austurland 333.501.652 9,7% 4,84% 1.216 4,69% Suðurland 75.654.226 8,0% 7,82% 1.959 7,56% Alls: 3.430.427.536 100,0% 100,00% 25.919 100,00% forgöngu um að skipuleggja nám í öldrunarfræðum hjá hinum ýmsu starfsstéttum. Við verðum að efla hvern hlekk í keðjunni um öldrunarþjónustuna til að bæta þekkingu okkar og efla markvissari vinnubrögð. Fari öldrunarmálin með tíð og tíma til sveitarfélag- anna þá verður Framkvæmdasjóður aldraðra samt að lifa áfram til að mæta tímabundnum þörfum í síbreytilegum málaflokki. Margt fleira mætti hér tíunda, en þetta ætti að nægja til að undrstrika mikilvægi sjóðsins á komandi árum. Að lokum er vert að hvetja alla aðila í öldrunarþjón- ustunni til að vinna betur saman og fara að settum regl- um í starfi sínu. Flæði upplýsinga verður að vera óskert innan stofnana sem utan svo við höfum vitneskju um líðanina hvert hjá öðru eins og hjá skjólstæðingum okk- ar. Við höfum ekki ráð á því að leika einleik í þessum kappleik, því það eru leikmenn heildarinnar sem skora munu mörk til sigurs fyrir aldraða í framtíðinni. Þar eiga allir sterkir, frjóir, skapandi og lærdómsfúsir einstakling- ar að vera velkomnir til leiks. 223

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.