Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 52
Séra Jón Einarsson Séra Jón Einarsson, oddviti Hval- fjarðarstrandarhrepps, lést hinn 14. september sl. og var jarðsunginn að viðstöddu miklu fjölmenni frá Saur- bæjarkirkju hinn 23. september. Séra Jón fæddist árið 1933 og var því 62 ára er hann lést. Séra Jón átti sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps frá árinu 1974, eða í 21 ár, og var oddviti hreppsins frá árinu 1982. Hann var formaður barnaverndarnefndar hreppsins frá árinu 1970, áfengis- varnanefndar frá 1978, stjórnar Bókasafns Hvalfjarðarstrandar- hrepps frá 1970 og stjórnar verka- mannabústaða í hreppnum frá 1982. Þá var hann formaður byggingar- nefndar félagsheimilisins að Hlöð- um 1975-1982. Hann átti sæti í skólanefnd Hér- aðsskólans í Reykholti frá árinu 1967, í skólanefnd Leirárskóla 1974-1978 og Fjölbrautaskóla Vesturlands 1986-1989, í fræðslu- ráði Borgarfjarðarsýslu 1967-1974 og var formaður fræðsluráðs Vest- urlands 1978-1982. Hann var formaður héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu 1989-1994, sat í stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita frá 1982 og Safnastofnun- ar Borgarfjarðar frá 1989. Hann starfaði í stjórn Grundartangahafnar 1982-1986 og Fiskeldisfélagsins Strandar hf. 1985-1990. Af hálfu hreppsins var hann í samvinnunefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðs- heiðar frá 1989 og í framkvæmda- nefnd vegna byggingar heilsugæslu- stöðvar á Akranesi frá 1982. Hann var í öldrunamefnd Akraness og ná- grennis frá árinu 1991 og í stjóm fé- lagsins Þroskahjálpar á Vesturlandi 1977-1981. Séra Jón var sóknarprestur í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd frá árinu 1966 og gegndi frá því fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum kirkjunn- ar. Hann var prófastur í Borgarfjarð- arprófastsdæmi 1977-1978 og á ný frá árinu 1980, í stjórn vinnubúða- nefndar Þjóðkirkjunnar 1970-1976, formaður starfsháttanefndar kirkj- unnar 1974—1977, kirkjuráðsmaður frá 1986 og sat í fulltrúaráði Hjálp- arstofnunar kirkjunnar 1988-1994, í stjórn Prestafélags Islands 1974-1978 og Prófastafélags ís- lands frá 1982, þar af sem formaður frá 1989. Hann sat í Snorraminning- amefnd Borgarfjarðar 1979 og var í stjómskipuðum nefndum sem fjall- að hafa um málefni Reykholts og Skálholts. Þá var hann í ritnefnd Kirkjuritsins frá árinu 1979 og hafði m.a. umsjón með útgáfu íbúatals Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Borgarness og Akraness sem kom út 1981 og 1987. Jón haslaði sér ungur völl í ung- mennafélagshreyfingunni og í Framsóknarflokknum og átti sæti í miðstjóm hans í 15 ár. Séra Jón var kosinn í fulltrúaráð sambandsins á árinu 1990 og endur- kosinn á árinu 1994 og starfaði af hálfu sambandsins í stjórnskipaðri nefnd til að endurskoða lög um mál- efni fatlaðra árin 1990-1992. Jón Einarsson hafði mikinn metn- að fyrir hönd strjálbýlisins og vildi veg hinna dreifðu byggða sem mest- an. Hann var ötull talsmaður þeirra á vettvangi sambandsins og hélt sannfæringu sinni einarðlega fram. Hann sýndi þann vilja sinn í verki nteð eflingu heimabyggðar þar sem hann beitti sér fyrir bættri aðstöðu til félagslífs og íþróttastarfsemi, m.a. með byggingu félagsheimilis á árunum 1976-1980 og sundlaugar 1991-1992, með byggingu félags- legra íbúða í nýju hverfi, sem nefnt var Hlíðarbær, og með borun eftir heitu vatni og stofnun hitaveitu. A mannfundum var hann höfðingi í fasi og framgöngu. Það er sjónar- sviptir að slíkum mönnum er þeir hverfa úr röðum sveitarstjórnar- manna. Eftirlifandi eiginkona séra Jóns er Hugrún Valný Guðjónsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á HÚSNÆÐISMÁL Nefnd fjallar um félags- lega íbúðalánakerfíð Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur skipað fimm manna nefnd sem falið er það hlutverk að fjalla um félagslega íbúðalánakerfið og leita leiða til lausnar á þeim vanda sem sum sveitarfélög eiga við að glíma vegna íbúða sem ekki tekst að nýta. í nefndinni eru Magnús Stefáns- son alþingismaður, sem er formað- ur, Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, Ingi Val- ur Jóhannsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, Gísli Gíslason, deildarstjóri hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, og Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, sem er í nefndinni af hálfu sambandsins. Einnig starfar með nefndinni Þor- gerður Benediktsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. 242

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.