Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 15
SOFN þau í þeirra eigu og bama þeirra til ársins 1979. Halldór og Ragnhildur gengust fyrir gagngerum endurbót- urn á Húsinu undir leiðsögn Matthí- asar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og er talið að það sé fyrsta mark- vissa endurgerð húss á vegum ein- staklings hér á landi, sem tekur mið af húsavernd. Síðast bjó í Húsinu Auðbjörg Guðmundsdóttir, en hún seldi ríkissjóði það ásamt Assistentahúsinu og útihúsum árið 1992. Við kaup ríkissjóðs á húsunum tók Þjóðminjasafn Islands við um- sjón þeirra og framkvæmd á við- gerðum og endurbótum í samráði við héraðsnefnd Amesinga og Eyr- arbakkahrepp. I samkomulagi þess- ara aðila var gert ráð fyrir því að Eyrarbakkahreppur og héraðsnefnd Arnesinga tækju við rekstri og við- haldi eignanna í samráði við Þjóð- minjasafn að loknum endurbótum. Gert var ráð fyrir því í upphafi að Byggðasafn Arnesinga á Selfossi yrði llutt í Húsið þegar viðgerðum lyki. Jafnframt tók Eyrarbakka- hreppur að sér umsjón með lóð og lóðarframkvæmdum. A undanförnum tveimur árum hafa verið gerðar miklar endurbætur Munir úr Verslun Guölaugs Pálssonar. Viö þetta pianó Guömundu Nielsen læröu margir Sunnlendingar aö leika á hljóöfæri. á Húsinu og Assistentahúsinu og lætur nærri að kostnaður við þær hafi verið um 45 milljónir króna. Jón Karl Ragnarsson, trésmíða- meistari á Eyrarbakka, og sam- starfsmenn hans hafa unnið að við- gerðum á timburverki öllu en fjöl- margir iðnaðarmenn aðrir, utan hér- aðs og innan, hafa séð um viðgerðir og endurbætur á öðrum verkþáttum. Við uppsetningu sýninga Byggðasafns Amesinga í Húsinu og Assistentahúsinu var fyrst og fremst haft að leiðarljósi að húsin nytu sín þar sem þau eru í raun aðalsafngrip- irnir. I sýningunni er sögð saga Hússins og íbúa þess og kynnt er verslunarsaga Eyrarbakka, en jafn- framt leitast við að sýna þversnið af sögu Arnesinga. Sýndir eru munir úr Lefolii-verslun, sem var síðasta danska verslunin á Eyrarbakka, og settir hafa verið upp munir úr versl- un Guðlaugs Pálssonar (1896-1993), en verslunarferill hans á Eyrarbakka var langur og einstak- ur. Sýndir eru kirkjugripir og gerð Flóaáveitunnar er kynnt. Sagt er frá tóvinnu og úrval safngripa Byggða- safns Amesinga er í einu herbergi. Ein stofan í Húsinu hefur verið end- urgerð líkust því sem hún er sam- kvæmt ljósmyndum sem til eru úr henni frá því um aldamót. Enn vant- ar nokkuð á að lokið sé við uppsetn- ingu sýningarinnar. Við hátíðlega athöfn, sem hófst í Eyrarbakkakirkju, afhenti Þór Magnússon þjóðminjavörður Sigríði Jensdóttur, oddvita héraðsnefndar Ámesinga, Húsið til umsjónar. For- 205

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.