Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 46
MÁLEFNI ALDRAÐRA mynstrinu styrkt enn frekar þessa skiptingu inni á hjúkr- unarheimilunum sem þó eiga að heita „heimili fólks“. Þá hefur þess gætt í seinni tíð að hjúkrunarheimili koma fyrir verkefnum inni á heimilunum sem frekar ættu heima á endurhæfingar- eða öldrunarlækningadeildum sjúkrahúsanna. Með tilkomu hugmyndafræði heima- þjónustunnar og vaxandi áherslu á sjálfsákvörðunarrétt og einstaklingsbundna persónuþjónustu hljóta viðbrigð- in við að flytjast úr slíku umhverfi og inn á stofnun að verða enn meiri nú en fyrr. Eg leyfi mér að fullyrða þetta vegna þess að einstaklingar sem háðir eru utanað- komandi aðstoð til hvers kyns daglegra athafna geta ver- ið viðkvæmir fyrir ýmsu því smáa sem bærist í umhverli okkar. Við hins vegar sem höfum fulla starfsorku en aldrei nægan tíma til að staldra við Ijáum slíkum hlutum minni athygli eða þá að við gleymum slíkum hlutum fljótt í annríki dags og nætur. Það er að mínu mati mál til komið að taka upp alvarlega umræðu hér á landi unt hlutverk dvalar- og hjúkrunarheimila í þjónustunni við aldraða. Skoða þarf í kjölinn með hvaða hætti við getum brotið upp það mynstur heimilanna er byggir á sjúkra- húshefðinni sem á ekkert skylt við eðlilegt heimilislíf. Hér þarf að aðskilja heintili sem bústað fólks í hvaða mynd sem það er frá þeirri þjónustu sem einstaklingur- inn sem þar býr þarf á að halda hverju sinni. Það á að vera hægt að koma fyrir þeirri þjónustu sem hver og einn þarf á að halda hvar svo sem hann býr. Hér þarf ef til vill að koma til samstarf einstaklingsins og/eða að- standenda, sveitarfélaganna, Húsnæðismálastofnunar og ráðuneytis. Ég spyr sjálfa mig stundum að því hvort rétt sé að fastbinda það sem við viljum kalla heimili fólks tilteknum starfsgreinum eða stéttum. Tryggir það eðli- legt heimilislíf og heimilislegra umhverfi? I þessari skoðun á hlutverki og eðli stofnananna væri réttara að leita í smiðju til heimaþjónustunnar og þeirrar hug- ntyndafræði sem sprottin er úr daglegu lífi hins venju- lega heimilis. Þannig mætti freista þess að mynda meiri samfellu í lífi þeirra sem ekki komast hjá stofnanadvöl. Víða erlendis er farið að tengja þetta tvennt saman bæði landfræðlega og einnig að því er varðar starfsmanna- hald. Þannig vinna sömu starfsmenn bæði í heimaþjón- ustunni svo og á hjúkrunarheintilinu í sama hverfi og geta þannig fylgt eftir sínum aldraða skjólstæðingi sem þeir hafa ef til vill veitt þjónustu í mörg ár. Hér gæti framkvæmdasjóður aldraðra fengið verðugt verkefni sem nokkurs konar þróunarsjóður og stuðlað að tíma- mótum og nýbreytni innan öldrunarþjónustu. Aldraöir á sjúkrahúsum Aldraðir eru sá hópur sem er stærstur sem neytandi heilbrigðisþjónustunnar og þykir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Það sem telja verður samfélagi okkar til vansa er að almennt er talið að í u.þ.b. 70% sjúkrarúma á al- mennum sjúkrahúsum á landinu dvelji aldraðir einstakl- ingar mánuðum saman og jafnvel svo árunt skiptir. Margir þekkja þá tilfinningu að leggjast á sjúkrahús og vera þar í hlutverki sjúklingsins. Sem slíkur er hann háð- ur umhverfi sínu og starfsfólki sjúkrahússins sem kemur og fer á vaktaskiptum, fagfólkinu sem „veit betur“ um hann og hans heilsufar. Hvorki umhverfi né aðstæður bjóða upp á að einstaklingurinn fái staðfestingu á félags- legri stöðu sinni eða persónulegunt þörfum sínum, þrátt fyrir góðan vilja og ásetning starfsfólks. í fiestum tilfell- um kemur það ekki að sök þegar dvöl er stutt og ein- staklingurinn snýr aftur til síns heima og/eða til vinnu sinnar þar sem hann endurheimtir sjálfsmynd sína á ný. En þegar um er að ræða langvarandi dvöl á almennu sjúkrahúsi hvar viðkomandi er háður viðvarandi aðstoð til daglegra og persónulegra athafna hlýtur stöðu hans og sjálfsmynd að vera verulega ógnað. Ohætt er að segja að umræðan um að aldraðir teppi „rándýr“ sjúkrarýnti á almennum sjúkrahúsum hér á landi sé að mestu bundin við sjúkrahúsin í Reykjavík. Við heyrum gjaman hástemmdar yfirlýsingar úr röðunt lækna sem ítrekað hafa vakið athygli á löngum biðlistum eftir ýmsum aðgerðum og endurhæfingu. Vissulega kann það að vera rétt og reyndar bæði afleitt og beinlínis fjár- hagslega kostnaðarsamt fyrir jyjóðfélagið að hafa langa biðlista þar sent fólk bíður aðgerða eða endurhæfingar því slíkt hefur oftast í för með sér marga veikindadaga hjá fyrirtækjum og stofnunum. En á tímum hátækni- læknisfræði sem þykir mjög dýr gera læknar sífellt meiri kröfu til fleiri svokallaðra virkra rýma á almennum sjúkrahúsum. A þetta sérstaklega við um sjúkrahúsin í Reykjavík. Þetta kallast að auka veltuhraða hvers rýmis, svo notuð séu hugtök úr viðskipta- og hagfræðinni. Það skyldi þó ekki vera dulbúin leið heilbrigðisyfirvalda að draga úr þessum veltuhraða með því að hafa ákveðið hlutfall af gömlu fólki inni á almennum sjúkrahúsum, fólki sem ekki gerir tilkall til dýrra aðgerða en þarf að- eins á aðhlynningu og hjúkrun að halda? Víst er það skrýtin hagfræði ef svo er en það hefur þó löngum skort á heilsuhagfræðilega heildarsýn í þessu tilliti hér á landi, eins og nýleg dæmi um fyrirhugaðar hrókeringar á hjúkrunarrýmum í Reykjavík gefa til kynna. Erindinu fylgja nokkur yfirlit er sýna mannfjöldaþró- un, þróun þjónustunnar á undanfömum árum og nánari skiptingu verkefna milli rikis og sveitarfélaga. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.