Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 54
ATVINNUMÁL málastofa starfi fyrst og fremst að stefnumörkun, þátttöku í stærri mál- um sem snúi að ríkinu eða öðrurn sveitarfélögum og fyrstu ráðgjöf gagnvart einstaklingum. Aflvaki Reykjavíkur hf. starfi fyrst og fremst í fyrirtækjaumhverfinu, m.a. með aðild að þróunarverkefnum, fjárhagslegri þátttöku í félögum og fyrirtækjum og með því að útvega fé frá öðrum fjárfestum. Hlutverk Hlutverk Atvinnu- og ferðamála- stofu er m.a. að: • samræma stefnumótun í at- vinnu- og ferðamálum í borginni í samráði við stjórnsýslu borgarinnar. Undirbúningur að þessum viða- miklu verkefnum er þegar hafínn. • sjá um framkvæmd þeirrar stefnu sem mörkuð er á hverjum tíma. • veita umsagnir vegna erinda sem berast stofnunum og fyrirtækj- um borgarinnar og heyra undir at- vinnu- og ferðamál. • hafa umsjón með og/eða taka þátt í ýmsum sérverkefnum sem falla undir atvinnu- og ferðamál. • hafa umsjón með almennri við- skiptaráðgjöf og þróun hennar. Ráð- inn hefur verið, tímabundið, mark- aðsráðgjafi til að annast ráðgjöfina en nú þegar hafa um 70 einstákling- ar nýtt sér þessa þjónustu. Mark- miðið er að efla viðskiptaráðgjöfina eftir því sem reynsla fæst af þessari starfsemi, en einnig er í athugun hvort koma ætti upp sérstakri við- skiptaráðgjöf fyrir konur. • hafa umsjón með átaksverkefn- um á vegum borgarinnar en þessi verkefni voru áður í höndum fjár- mála- og hagsýsludeildar borgarinn- ar. • starfa með Vinnumiðlun, m.a. um samantektir og kannanir er varða uppbyggingu og þróun at- vinnulífs í Reykjavík o.il • annast upplýsingaþjónustu fyrir almenning um ýmis átaks- og at- vinnuskapandi verkefni á vegum borgarinnar. • efla tengsl borgarinnar við sam- tök launafólks, atvinnurekenda og stjómvalda um þróun atvinnulífs. • eiga samstarf við iðn- og at- vinnuráðgjafa utan höfuðborgar- svæðisins. Þrír starfsmenn Undanfari stofnunar Atvinnu- og ferðamálastofu var árið 1994 voru ráðnir þrír atvinnuráðgjafar á vegum atvinnumálanefndar Reykjavíkur. Það voru þau Hansína Einarsdóttir, Sigurður P. Sigurðsson og Sigurður Helgason. Þau unnu ýmis mikilvæg störf fyrir atvinnumálanefndina. M.a. unnu þau að undirbúningi stofnunar Atvinnu- og ferðamála- stofunnar. Atvinnu- og ferðamálastofa er til húsa í Aðalstræti 6 (gamla Morgun- blaðshúsinu) sem borgin á og hóf hún formlega starfsemi 1. ágúst. Fastir starfsmenn eru þrír, Róbert Jónsson, sem er framkvæmdastjóri, Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi, og Þórhildur Andrésdóttir, sem er skrifstofumað- ur. Einnig er einn verkefnaráðinn starfsmaður á stofunni, sem áður hafði starfað á vegum atvinnumála- nefndarinnar, en það er Sigurður Helgason markaðsráðgjafi. Hann hefur umsjón með viðskiptaráðgjöf, en eitt af hlutverkum Atvinnu- og ferðamálastofunnar er að bjóða ein- staklingum og litlum fyrirtækjum slíka ráðgjöf. Eins og áður er fram komið er að- setur Atvinnu- og ferðamálastofu í Aðalstræti 6. Símanúmer hennar er 563 2250 og bréfasími 563 2249. Frá Lánasjóði sveitarfélaga Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum á árinu 1996 er til 31. janúar nk. Umsóknum skulu fylgja eflirfarandi gögn: 1. Upplýsingar varðandi lánsumsóknina ásamt kostnaðaráætlun vegna þeirra framkvæmda eða fjárfestingar, sem sótt er um lán til. 2. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 1996. Skilyrði fyrir því, að lán verði veilt úr Lánasjóði sveitaríélaga, eru m.a.: 1. Að ársreikningar sveitarfélagsins hafi verið gerðir samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og reglugerð um bók- hald sveitarfélaga nr. 280/1989. 2. Að fjárhagsáætlun hafi verið gerð samkvæmt sömu lögum. 3. Að umsækjandi sé ekki í vanskilum við sjóðinn vegna eldri lána, sem veitt hafa verið. 4. Að fjárhagur sveitarfélagsins sé, að dómi sjóðstjórnar, svo traustur, að telja megi vísa greiðslu afborgana og vaxta á umsömdum tíma. Lánasjóður sveitarfélaga Háaleitisbraut 11 Pósthólf 8100, 128 REYKJAVÍK, sími 581 3711 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.