Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 60

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Page 60
NÁTTÚ R UHAMFARIR Uppdrátturinn sýnir farveg ofanflóösins og helstu kennileiti sem komiö hafa viö sögu í frásögnum af því. 1) Varnarkeilur. 2) Leiöi- garöar. 3) „Gamli vegurinn". 4) Ólafstún. 5) Sólbakki. 6) Essóskáli. 7) Bakaríiö. 8) Flóöstefnur úr Skollahvilft. 9) Flóöstefnur úr Innra- Bæjargili. Snjóflóð á Flateyri Snjóflóð féll á byggðina á Flateyri aðfaranótt 26. október. Það hljóp úr svonefndri Skollahvilft, yfir vam- arkeilur sem Vegagerðin gerði til vamar gamla veginum inn á Flateyri og lengra út á eyrina heldur en ætlað hafði verið í bráðabirgðahættumati að snjóflóð myndi ná. Fyr- ir flóðinu urðu 19 íbúðarhús. I þeim voru 45 manns. 25 komust úr flóðinu af sjálfsdáðum eða var bjargað en 20 létust, þar af 8 böm. Aftakaveður hafði verið, norðan- og norðaustanátt með óhemju úrkomu í tvö dægur. Mikill snjór hafði safnast hlémegin í fjöllum og giljum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Snjóflóð féllu mörg og ollu miklu tjóni. Rafmagnslínur eyðilögðust, sorpeyðingarstöðin Funi á Isafirði stórskemmdist í snjóflóði og víða urðu fjárskað- ar. Snjóflóðið sem féll á Flateyri var þurrt flekaflóð og átti upptök upp undir fjallsbrún í rúmlega 600 metra hæð yfir sjó. í grein sem Jón Gunnar Egilsson í snjó- flóðadeild Veðurstofu íslands skrifar í Landsbjörg, fréttarit Landssambands björgunarveita, áætlar hann að snjómagnið sem hljóp niður úr gilinu hafi verið meira en 300.000 rúmmetrar eða um 150 þúsund tonn. í þrenging- um neðan við gilið hafi það náð 20 metra þykkt en það dreifst síðan á byggðina. Mesta breidd þess var um 450 metrar og mesti hraði er talinn hafa verið um 180 km/klst. Snjóflóðið tók með sér aur og grjót enda var jörð lítt frosin. Uppdráttur sem frásögninni fylgir sýnir hvar flóðið féll. Við umfangsmikil björgunarstörf á Flateyri nýttist sú reynsla sem fengist hafði er snjóflóðið féll á Súðavík hinn 16. janúar. Skipulag þeirra var í höndum almanna- varnanefndar í heimabyggð og Almannavarna ríkisins. Fyrstu björgunarsveitir komu frá ísafirði og fóru um nýju jarðgöngin og sjóleiðis frá Holti. Landhelgisgæslu- 250

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.