Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 57
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Ólafur Jens Sigurðsson félagsmálastjóri Snæfelisbæjar Olafur Jens S igurðsson, sóknarprestur á Hellissandi, hef- ur verið ráðinn félagsmálastjóri Snæfellsbæjar frá l.jan. 1995. Olafur er fæddur í Reykjavík 26. ágúst 1943 og voru foreldrar hans Guðbjörg Guðbrandsdóttir og Sig- urður Olafsson, múrari í Reykjavík, sem bæði eru látin. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1963, emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Is- lands 1972 og MA-prófi frá Uni- versity of St Andrews í Skotlandi í félagsþjónustu og sálgæslu við aldr- aða 1985. Hann sótti fjölda nám- skeiða í félagsþjónustu og sálgæslu við fanga á árunum 1987 til 1992. Olafur Jens hefur gegnt prests- þjónustu frá árinu 1972, þar á meðal við fangelsi landsins frá 1986 til 1993. Kona Ólafs er Ólöf Helga Hall- dórsdóttir, forstöðukona leikskólans á Hellissandi, og eiga þau fjögur böm, tvo syni og tvær dætur. Jón Arvid Tynes félags- málastjóri ísafjai ðarbæjai- Jón Arvid Tynes hefur ver- ið ráðinn félags- málastjóri Isa- fjarðarbæjar frá 21. september. Jón er fæddur í Noregi 27. september 1945 og voru foreldrar hans Hrefna Tynes skátahöfðingi og Sverre Tynes byggingameistari sem bæði eru látin. Jón lauk námi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1966, í fé- lagsráðgjöf frá Norges Kommunal og Sosial Skole í Osló 1974 og í heilbrigðisfræði frá Nordiska Hálsovárdshögskolan í Gautaborg 1981. Jón starfaði hjá Reykjavíkurborg, Ríkisspítölum og sem félagsmála- stjóri hjá Seltjarnarnesbæ 1974—1985 en hefur undanfarin tíu ár starfað við húsbyggingar. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála I samræmi við reglugerð nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst efir umsóknum um styrki úr Fræðslu- sjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar rík- isins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamál- um styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalar- styrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endur- menntunar. Frá árinu 1993 hafa verið veittir 64 styrkir. Til úthlut- unar á árinu 1996 eru samtals 3,5 milljónir króna. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á árinu 1996 styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Bruna- málastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða í Svíþjóð og Finnlandi. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamálastofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars 1996. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veit- ir Ami Amason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanám- skeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Bruna- málastofnunar er 552-5350. Grænt númer er 800-6350. Brunamálastofnun ríkisins Hann hóf starf hjá ísafjarðarkaup- stað í júní sl. og leysti þá af for- stöðumann íbúða aldraðra á Hlíf. Jón hefur starfað að málefnum einkaflugmanna og er áhugamaður um flug. Jón á tvær dætur, Dóru Sif, sem stundar laganám við Háskóla ís- lands, og Hrefnu, húsmóður og læknanema í Róm á Italíu. 247

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.