Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Side 19
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Á göngum sundlaugarhússins er smekk- leg blómaskreyting og stórir speglar. í horninu viö sundlaugarhús og turnbyggingu er gott skjól fyrir noröaustanáttinni. Á sólskinsdögum er þar mikill hiti. Myndirnar meö frásögninni tók Unnar Stefánsson. þremur heitum pottum og 40 metra rennibraut. Upphitaðar stéttar eru umhverfis laugina, alls um 600 fer- metrar að flatarmáli og eru gúmmí- hellur næst lauginni. Stærð sjálfs sundlaugarhússins er um 760 fermetrar, þar af er kjallari 335 fermetrar og I. hæð 422 fer- metrar. í kjallara er tækjarými, starfsmannaaðstaða og búningsklef- ar, einkum ætlaðir þeim sem nota íþróttavellina sem eru í næsta ná- grenni við sundlaugina. Einnig er í kjallara 40 fermetra félagsaðstaða sem Ungmennafélag Svarfdæla hef- ur til ráðstöfunar og sjúkranuddari hefur einnig fengið aðstöðu þar. A 1. hæð er anddyri þar sem hægt er að setjast niður og njóta léttra veit- inga, afgreiðsla, búningsklefar, vot- bað og sólarlampar. Einnig er á 1. hæð 65 fermetra salur og 20 fer- metra herbergi sem nú er notað fyrir sjúkraþjálfun. Sundlaugarhúsið er einangrað að utan með steinull og múrhúðað yfir. Hitalagnir eru í gólfi búnings- og baðklefa. Fullkomið tölvukerfi gerir það að verkum að hægt er að fylgj- ast með og stýra hitastigi í að- alsundlaug, pottum og öllum her- bergjum í húsinu. Einnig má kalla þar upp á skjá myndir frá níu myndavélum sem komið er fyrir í öryggisskyni, sex í veggjum sund- laugarinnar og þremur á útisvæði. Hreinsibúnaður laugarinnar er ítalskur en í lauginni er lokuð hringrás vatns sem tryggir að klór- inn renni ekki út í frárennslið. Við vígsluna tóku m.a. til máls Svanhildur Arnadóttir, formaður byggingarnefndar og bæjarfulltrúi, Rögnvaldur Friðbjörnsson bæjar- stjóri og Svanfríður Jónasdóttir, for- seti bæjarstjórnar. Séra Jón Helgi Þórarinsson vígði mannvirkið og skólaböm á Dalvík tóku síðan fyrstu sundtökin að lokinni vígsluathöfn- inni. Forstöðumaður sundlaugarinnar er Skarphéðinn Pétursson, en ásamt honum starfa að jafnaði þrír aðrir starfsmenn. Hönnuöir: Arkitekt: Fanney Hauksdóttir, Akureyri Burðarþol og lagnir: Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks Haralds- sonar, Akureyri Raflagnir og hússtjórnarbúnaður: Raftákn hf„ Akureyri Hreinsibúnaður: Islaug hf., Reykjavík. Verktakar: Uppsteypa og aðalverktaki: Tré- verk hf„ Dalvík Raflagnir: Sigmar Sævaldsson, Dalvík " Pípulögn: Magnús Magnússon, Dalvík Málun: Híbýlamálun og Einar Arngrímsson, Dalvík Múrverk og flísalögn innanhúss: Júlíus Viðarsson, Dalvík Hreinsibúnaður: Islaug hf., Reykjavík Smíði og uppsetning ioftræsti- kerfis: Borgarblikksmiðjan hf., Mosfellsbæ. Frá því að sundlaugin var tekin í notkun 2. október 1994 og til ágúst- loka í ár hafa 40.000 manns sótt sundlaugina og allur búnaður hefur reynst eins og vonast hafði verið til. 209

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.