Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 11

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Side 11
SAMEINING SVEITARFÉ LAGA Þingeyri viö Dýrafjörö. ekki ný af nálinni á Vestfjörðum frekar en annars staðar í landinu. Samfara hugmyndum og síðar ákvörðun um gerð jarðganga undir Breiðadals- og Botnsheiði hófu menn að ræða sameiningu sveitarfé- laga beggja vegna jarðganganna. Eftir talsverðan undirbúning og kynningu var kannaður hugur íbúa í Isafjarðarsýslum á samruna sveitar- félaganna í atkvæðagreiðslunni er fram fór í nóvember 1993. Meiri- hluti þeirra er tóku þátt í atkvæða- greiðslunni í Þingeyrar-, Mýra- og Súðavíkurhreppi og í Bolungavíkur- kaupstað var mótfallinn sameiningu en aftur á móti voru íbúar Mosvalla-, Flateyrar- og Suðureyrarhrepps og ísafjarðarkaupstaðar hlynntir henni. Á grundvelli þessara niðurstaðna var það svo þann 13. desember 1993 að fulltrúar þeirra fjögurra sveitarfélaga, þar sem íbúar voru hlynntir sameiningu, hittust á fundi á ísafirði. Niðurstaða þess fundar var að halda áfram tilraunum til sameiningar á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og bjóða til þeirra viðræðna öllum sveitarfélögum í Isafjarðarsýslu. Sett var á stofn samstarfsnefnd sem skipuð var tveimur fulltrúum hvers sveitarfélags. Ákveðið var að kalla nefnd þessa Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á norðan- Núpsskóli og kirkjan á Núpi. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.