Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 20
UMHVERFISMÁL Lífrænn úrgangur: Vannýtt auðlind sveitarfélaga - Þátttaka um 100 hafnfirskra heimila og eins verslunarfyrirtækis í verkefni um nýtingu lífræns úrgangs - Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisráðgjafi Markmið stjórnvalda um að minnka magn úrgangs lil urðunar um 50% fyrir næstu aldamót er vel þekkt. Verkefnið sem hér er lýst má líta á sem viðleitni til að ná þessu markmiði og finna til þess haldbær- ar aðferðir. Lífrænn úrgangur er tví- mælalaust sá efnaflokkur sem áhugaverðastur er ef ofangreint markmið á að nást. A nokkrum stöðum á landinu eru og hafa verið unnin tilraunaverkefni um jarðgerð á lífrænum úrgangi. Sem dæmi um það er að Sorpa bs. hefur nú endur- unnið garðaúrgang af höfuðborgar- svæðinu tvö ár í röð með sk. jarð- gerð. A tveimur árum hefur 4-6 þús. tonnum af garðaúrgangi þannig verið beint frá urðun og yfir í fram- leiðslu á afurð sem talsverð eftir- spurn er eftir á höfuðborgarsvæð- inu. Verkefni Sorpu mun fara af til- raunastiginu næsta vor og verða reglubundinn hluti af meðferð úr- gangs hjá fyrirtækinu. Lífrænan úrgang er víða að finna, t.d. í venjulegu heimilissorpi, svo og í úrgangi frá ýmiss konar atvinnu- starfsemi. Lauslegar athuganir á samsetningu heimilissorps hérlendis 1 4

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.