Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 25
UMHVERFISMAL um starfsemi af þessu tagi. Margir þátttakendur í Hafnarfírði létu í ljós sérstakan fögnuð yfir þessu fram- taki. Hér er rétt að hafa í huga að þátttakendur voru ekki sérstaklega valdir í verkefnið og ekki var aug- lýst sérstaklega eftir áhugasömum þátttakendum. Lokaorö Losun úrgangs er síst minni hér- lendis en annars staðar í vestrænum, iðnvæddum ríkjum. Heintildum ber ekki fyllilega saman um hvert heild- armagnið sé hér á Islandi en það er líklega ekki undir 200 þús. tonnum sem þýðir að hver íbúi losi um 740 kg af úrgangi árlega. Urðunarkostn- aður þessa magns er um einn millj- arður króna ef miðað er við urðun- argjöld Sorpu fyrir heintilissorp en rösklega 500 milljónir króna ef mið- að er við urðunargjöld á nýjum urð- unarstað í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölf- usi. Heimildum ber heldur ekki saman um hver sé skipting úrgangs milli heintila og atvinnurekstrar en að líkindum er heimilisúrgangur eitthvað um 40%. Talsverð umræða hefur spunnist um hugmyndir þess efnis að Island skapi sér nafn sem land hreinleika og haldbærrar þróunar. I því sam- bandi hefur skapast áhugi á að taka upp nýja hætti í umgengni við úr- gang, minnka sorp og endurvinna. Endurvinnsla er ferli sem útheimtir samhæfingu a.m.k. þriggja aðila í samfélaginu, þ.e. almennings, at- vinnulífs og yfirvalda. Ef á skortir slíka samhæfingu verða tilraunir til að hefja flokkun og endurvinnslu árangurslausar. Almenningur, á heimilum og við störf, þarf að hafa forsendur til að leggja sitt af mörk- um. Hér þarf vilja, yfirsýn og pen- ingalegan hvata, verði því við kom- ið. Atvinnulífið þarf að leggja sitt af mörkum í þessu samstarfi og bjóða þá þjónustu sem nauðsynleg er. At- vinnulífið þarf að sjálfsögðu að sjá sér hag í að stunda þessa starfsemi og þar kemur til kasta yfirvalda að skapa starfseminni þess háttar rekstrarumhverfi. Fyrirtækin þurfa að geta hagnast á því að gera rétt í umhverfislegu tilliti; að öðrum kosti munu úrbætur í umhverfismálum, ekki síst endurvinnsla, ganga við hækjur. Verkefnið sem hér er lýst er til- raun til samhæfingar um leið og ein ákveðin leið að almennt viður- kenndu marki er prófuð. Hér gefur Gámaþjónustan hf. (atvinnulífið) kost á þjónustu og starfsemi sem er til framfara í umhverfislegu tilliti. Ibúamir í Hafnarfirði og stjómendur og starfsfólk Mata hf. (almenning- ur) taka fúslega þátt þó svo að breytingin hafi örlítið og tímabund- ið rask í för með sér. Rannsókna- sjóður, Hafnarfjarðarbær og Sorpa (yfirvöld) styrkja verkefnið hvert á sinn hátt. A tilraunastigi hefur þessi samhæfing tekist vonum framar. Hvort viðskiptalegar forsendur eru fyrir hendi fer eftir því m.a. hver eftirspurnin er eftir afurðinni bæði af hendi einkaaðila og opinberra. Einnig ræðst það af þeirri stefnu sem yfirvöld reka varðandi meðferð úrgangs og hvort umhverfisvænar aðferðir eigi að njóta þar einhverra ívilnana. Almenningur er reiðubú- inn og atvinnulífið líka. Ef vilji er fyrir hendi hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, mun jarðgerð eiga sér framtíð sem sjálfsögð og eðlileg starfsemi í samfélaginu. Styrkir Atvinnuleysistryggingasjóðs til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til námskeiðahalds fyrir atvinnu- lausa til skerðingar á biðtíma að afloknu bótatímabili, sbr. reglur nr. 705/1995 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði til endurmenntunar- og starfsþjálfunarnám- skeiða fyrir atvinnulausa. Þau námskeið eru styrkhæf, sem skipulögð eru með þarfir atvinnulausra í huga, annaðhvort atvinnulausra almennt eða ákveðinna hópa þeirra, og hafa að markmiði að auðvelda atvinnulausum að fá vinnu. Miðað er við að styrkir séu veitt- ir vegna námskeiða á tímabilinu 1. september - 31. desember 1996. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum til starfs- menntaráðs á Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, Suðurlandsbraut 24, fyrir 15. júní 1996. Félagsmálaráðuneytið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.