Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 42
FORNLEIFAR 3. mynd. Vör meö naustum og öörum nauösynlegum mannvirkj- um á Svalbarðsströnd utan viö Garösvik í Eyjafjaröarsýslu. Slik- ar minjar sjást víöa úti um landiö og segja sögu sjósóknar sem er ekki svo lítill þáttur í tilveru þessarar þjóöar. Myndin er tekin áriö 1959. (Skyggnusafn pjms. nr. 378. Ljósmyndari Kristján Eldjárn.) 4. mynd. Flókatóttir (Hrafna-Flóka) hjá Brjánslæk í Baröastrand- arsýslu. Myndin sýnir vel hvernig rústir geta haft þaö í túnum þegar vel er um þær hugsaö. Myndin er tekin áriö 1959. (Skyggnusafn Pjms. nr. 407. Ljósmyndari Gísli Gestsson.) sér alllanga sögu og má rekja hana tæp 200 ar aftur í tímann. Þá voru reyndar fornleifar skilgreindar á allt annan hátt en gert er nú, eins og mun koma fram hér á eftir. Árið 1807 var komið á fót í Danmörku nefnd er kall- aðist „Commissionen for Oldsagers Opbevaring" eða á íslensku Nefndin til verndunar fornleifa. Hlutverk nefndarinnar var að afla upplýsinga um fomleifar í öllu ríkinu, þ.e.a.s. hinu danska konungsríki, svo hægt væri að marka einhverja stefnu um varðveislu þeirra og verndun. Spumingalisti frá nefndinni var sendur út þeg- ar árið eftir til allra sóknarpresta sem náðist til í ríkinu. Til Islands bárust hins vegar listarnir ekki að ráði m.a. vegna styrjalda í álfunni. Tæpum tíu árum síðar, eða árið 1816, vann prófessor Finnur Magnússon að eigin skráningu á íslenskum fom- leifum og ýmsurn sögnum og virðist hann hafa gert þetta til að koma upplýsingunum á framfæri við „Commissionen". Stuttu síðar var Finnur gerður að nefndarmanni og var hlutverk hans að sjá um tengsl „Commissionen" við Island. Finnur þýddi og staðfærði spurningalista nefndarinnar og sá til þess að þeir yrðu sendir til Islands strax um vorið 1817. Þessi skrá Finns var höfð lil hliðsjónar þegar fyrsta friðlýsing1' á fomleifum hér á landi átti sér stað þann 19. apríl 1817, en þá voru 10 fornleifar friðaðar eða öllu heldur friðlýstar hér á landi. Af þessum 10 voru ftmm rúnasteinar, ein rúnaáletrun, einn legsteinn, dómhringur á Þingvöllum á Þórsnesi, Snorralaug í Reykholti og Borgarvirki í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þessi upptalning sýnir að hið ritaða orð hafði afskaplega mikla þýðingu að mati þeirrar tíðar manna. Fomleifar voru ekki friðlýstar á ný fyrr en 90 árum síðar, eða með tilkomu nýrra fornminjalaga árið 1907. Á árunum 1926-1930 var svo gert gríðarlegt átak í friðlýs- ingarmálum og hafa aldrei jafn margar fornleifar verið friðlýstar hér á landi og einmitt þá, eða um 84% allra friðlýstra fomleifa í dag. Aðalhvatamaður að þeim frið- lýsingum var þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, en hann mun þó ekki hafa farið á staðina sjálfur, heldur notað eldri gögn og ritaðar heimildir við sína friðlýsingu. Aldrei fór eiginleg fomleifaskráning fram vegna þess- ara friðlýsinga. Slík vinna hófst ekki fyrr en um 1980, u.þ.b. 160 árum eftir að „Commissionen “ hóf starf sitt hér á landi. Sú skráning var ekki yfirgripsmikil og voru margir að skrá næstu árin, hver með sína aðferð og sínar lausnir á þeim vandamálum sem upp komu við skráning- una. Árið 1990 var í fyrsta sinni birt á prenti skrá yftr frið- lýstar fornleifar skv. nýjum þjóðminjalögum nr. 88/1989. Þar kemur í Ijós að fjölda friðlýstra fornleifa er rnjög misskipt eftir sýslurn. Þannig eru aðeins 3 fornleif- ar, eða staðir með fornleifum, friðlýstar í Gullbringu- sýslu, en 63 í Rangárvallasýslu. 28 fornleifar, eða staðir með fomleifum, eru friðlýstar í Eyjafjarðarsýslu, en 4 í Norður-Þingeyjarsýslu. Eins er ekki hægt að halda því fram að úrval friðlýstra fornleifa sé dæmigert fyrir fom- leifar landsins, þverl á móti. Varla liggur mismunurinn í stærð sýslnanna eða þýðingu fomleifanna sjálfra. Aðrir þættir, svo sem áhugi einstakra fræðimanna á vissum stöðum og vissum fomleifum ásamt fjölda fomra heim- ilda um viðkomandi svæði og fornleifar, eru trúlega mik- ilvægir í þessu sambandi. Þetta mun breytast í náinni framtíð, enda mun væntanleg fomleifaskráning á íslandi ekki taka mið af slíkum þáttum. 36

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.