Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 43

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Page 43
FORNLEIFAR 5. mynd. Gamla Krýsuvík eöa Krýsuvík hin forna í Ögmundar- hrauni á Reykjanesi, efri bærinn. Pannig getur hrauniö, sem rann um miöja 12. öld, myndaö fallega umgjörö um rústir. Eng- um hefur þótt þetta fallegt þegar hrauniö rann. Myndin er tekin áriö 1960. (Skyggnusafn Pjms. nr. 581. Ljósmyndari Kristján Eldjárn.) 6. mynd. Seljarúst á Seljabót í Herdisarvíkurlandi á Reykjanesi. Oft leynast rústir í svo þýföu landi og þá er ekki alltaf auövelt aö sjá þær. Pessi er þó nógu greinileg svo aö allir sjá þar rústir. Myndin er tekin áriö 1966. (Skyggnusafn Þjms. nr. 1819. Ljós- myndari Pór Magnússon.) „Commissionen og Reykjavík“ Þegar „Commissionen“ hóf starfsemi sína í byrjun 19. aldar töldust fornleifar vera eitthvað annað en við teljum í dag. Töldust t.d. venjulegar rústir af beitarhúsum og öðrum rústum varla til fornleifa. í landi Reykjavíkur eru í dag ca 160 staðir með forn- leifum á fornleifaskrá. Fjöldi einstakra fornleifa er u.þ.b. 3°0. í svari til „Commissionen“ frá Ama Helgasyni, dóm- kirkjupresti í Reykjavík um tíma, segir að í sókninni hafi aðeins verið þrennar fornleifar og allt voru það lausir gripir frá kaþólskum tíma. Þeir voru biskupakápa, skímarfontur og kaleikur einn vel gylltur. Aðrar forn- leifar þekkti Árni prestur ekki í Reykjavík (Vík) og þótti honum það allundarlegt í sjálfu landnámi Ingólfs Amar- sonar, fyrsta landnámsmanns Islands að margra áliti. í fornleifaskrá prófessors Finns Magnússonar frá 1816 er einnig getið um þrennar fornleifar (femar þó) í landi Reykjavíkur (Víkur). Þær voru biskupakápan og skírnarfonturinn áðurnefndu og fallbyssur tvær, seni verið höfðu á Bessastöðum í fyrstu, en var síðar komið fyrir í virkinu Fort Phelp af sjálfum Jörundi hundadaga- konungi. Sagði Finnur að til fallbyssnanna hefði sést í flæðarmálinu á fjöru, en þar munu þær hafa lent að lok- urn eins og aðrar þekktar fallbyssur hér við land (á Grundarfirði og Flatey!). Aðrar fornleifar þekkti Finnur ekki í landi Reykjavíkur. Það verður að teljast nokkuð athyglisvert að hvorug- um hafi borist til eyrna nein munnmæli um neitt það sem þeim þótti ástæða til að telja upp í bréfum eða skrám sínum. Hvergi er t.d. minnst á meintan haug Ing- ólfs Arnarsonar þar sem sumir töldu hann vera við Breiðagerðisskólanm', eða hof” hans sem sumir töldu vera þar skammt frá. Munnmæli um þessa staði voru talsvert áberandi á fjórða áratug þessarar aldar og var hinn meinti haugur Ingólfs lil og með rannsakaður lítil- lega og um hann sagt að hann væri athyglisverður og nánari rannsóknar þörf. Nánari rannsókn fór þó aldrei fram. „Commissionen“ og Glæsibæjarsókn í Eyjafirói Úr Glæsibæjarsókn í Eyjafirði barst bréf til „ Commissionen “ frá Jóni Reykjalín Jónssyni presti, dag- sett þann 20. október 1821. Þess má geta að Jón þessi var settur frá embætti um tíma vegna barneigna, en fékk síðar uppreisn æru og þjónaði eftir það í Skagafirði, enda bameignir kannski taldar til dyggða þar. I bréfi Jóns þessa stendur meðal annars: „Vída eru hér innan Prestakallsins Steinar og Klettar sem sagt er ad reystir séu afMönnum þó ólíklegt sé, en á eingum þeirra hefir eg sjed nein Mannaverk, nema alls einum, sem eignadur er og kéndur vid Grettir sterka Asmundarson frá Bjargi. - Steinninn stendur á Grettisklöpp skamt fyrir ofan hœinn á Dagverdareyri (tnœsta hœ fyrir utan Glœsihœ.j menn segia Grettir hafi horid Steininn - Lík- lega velt hönum ofan af Hálsinum. - Tvœr holur eru klappadar í Steininn, á að gjetska til Handfestar, þvíþœr standa þar í hönum sem hann er ávalastur og ecki verd- ur Hönd á fest; Hann er settur á bera klappar hrúnina, og stendur þar víst ecki af Náttúru, óhrœranlegur er hann hvörjum einum Manni verkafœralaust. 6 álnir er liann um Kríng á annann en 7 112 alin á hinn vegin: holt er undir liann á millum Smásteina er undir hönum standa, svo mœliþrádin mátti vel undir draga. Hann er afgrófu grágrýti, mosavaxin. “ 37

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.