Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 44
FORNLEIFAR 7. mynd. Mynd af altarisklæöi frá Svalbaröi (Pjms. 10933). Þetta altarisklæöi telur Sveinbjörn Rafnsson geta veriö eitt og hiö sama og getiö er um í Frásögur um fornaldarleifar. Fór klæðið til Kaupmannahafnar áriö 1847, en sneri heim áriö 1930. Er þaö saumað meö refilsaum, 90-115 sm aö stærö og er frá 14.-15. öld. (Ljósmyndari ívar Brynjólfsson, Pjms.). 8. mynd. Fornleifar geta legiö i hafinu umhverfis landiö en njóta engu aö síöur sömu verndunar og aðrar fornleifar. Slikar forn- leifar getur veriö erfitt aö skrá meö hefðbundnum hætti og þurfa þá aö koma til ööruvísi aöferöir, einkanlega leit i heimildum. Pessi mynd sýnir öflug þverbönd og ytri byrðing, sennilega stjórnborösmegin, á hollenska kaupfarinu Melckmeit sem sökk í höfninni í Flatey áriö 1659, eftir aö hafa slitnað upp i stormi og brotnaö. (Flatey 1993. Litskyggna nr. 2. mynd nr. 30. Ljósmynd- ari Erlendur Guömundsson.) Stuttu síðar segir prestur í bréft sínu: „Altaris Klœdi er gamalt mjög á Svalbardi með ísaumudum allrahanda Myndum bœði Manna og Dýra, kalla Menn það Nunnu- saum. Adrar Leyfarýinnast her ecki. “ Nokkru síðar segir þó Jón prestur í bréfi sínu: „Einn gamlann Peníng hefir eg sjed hér innan Presta kallsins og nu vid Hönd, hvörn eg hefir teikna látid hér á Nefnd- inni til Sýnis, og keypt til ad vardveita ef hins sama kynni sídar óskad verda. - Annan Lítinn hafdi eg sjálfur í Húsa Rústum fundid. “ Ef við athugum nánar steininn góða eða Grettis takið eins og slíkir steinar kallast gjaman, þá mun hann vera ca 3,75-5 m í ummál, sem gerir nokkur tonn að þyngd. Þá sjá allir að aðeins Grettir sterki og Eyfirðingar réðu við slík Grettistök. Prófessor Sveinbjörn Rafnsson telur að altarisklæðið kunni að vera eitt og hið sama klæði sem barst til Kaup- mannahafnar árið 1847, en kom síðan aftur til Þjóð- minjasafnsins árið 1930. Um það altarisklæði ritaði Gísli Gestsson í Arbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1963. Telur Gísli að altarisklæðið sé frá 14. eða 15. öld og sýni sögu Jóhannesar postula og guðspjallamanns. (Sjá 7. mynd) Um peningana og rústina sem annar þeirra fannst í vitum við ekkert frekar í dag. Ekki nefnir Jón neina rúst í sinni sókn sem honurn þykir þess virði að taka upp í bréfi sínu, en þess ber að geta að í þessari sókn, Glæsibæjarsókn, eru hinar fallegu rústir hins fræga Gásakaupstaðar, sem lagðist af um 1400 eða þar um bil. Auðvitað voru rústimar vel sýni- legar á tímum Jóns, alveg eins og þær eru það á okkar tímum, en prestur nefnir af einhverjum ástæðum ekki þessar rústir né aðrar. Hann virðist þó vita af einhverjum rústum í sókninni, samanber frásögn hans sjálfs af pen- inginum, sem hann fann í „Húsa Rústum". Þessi tilhneiging margra presta, sem svöruðu „Commissionen", að nefna ekki rústir, eins og við skil- greinum þær, er allmerkileg. Dæmi eru um að þeirn finn- ist fornleifar í sinni sókn fátæklegar og virðast því ekki hirða um að nefna þær. Getur verið að prestum hafi þótt þessar rústir úr torfi og grjóti liggja svo nærri þeirra eigin veruleika og umhverfi að erlltt var fyrir þá að líta á þær sem merkilegar fomleifar. Flest þeirra eigin hús voru úr þessum efnum og því gat verið erfitt gagnvart hinni kon- unglegu „Commisson", sem þekkti miklu „stcerri“ og „merkilegri" fomleifar og frá mun eldri tímum, að tína til ógreinilegar þústir sem lágu margar hvegar eins og marglyttur á landinu. Getur verið að við Islendingar séum enn haldnir þessari minnimáttarkennd gagnvart ná- grannaþjóðum okkar þegar kemur til minja fortíðarinn- ar? Eg læt þér eftir, lesandi góður, að hugleiða það nán- ar. I næstu grein mun ég fjalla um hina siðferðislegu og fræðilegu skyldu okkar að standa vörð um fornleifar landsins. Það er okkur beinlínis lífsnauðsynlegt sem þjóð á meðal þjóða og er jafnvel þjóðarvitundin sjálf að veði. Helstu heimildir: Agúst Georg Ólafsson. Fornleifaskrá. Skrá wn friðlýstar forn- leifar. Fomleifanefnd - Þjóðminjasafn Islands [Reykjavík] 1990. 38

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.