Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 46

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Qupperneq 46
SOFN Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn eignast kortasafn Kjartans Gunnarssonar í heild sinni Einar Sigurðsson landsbókavörður Samband íslenskra sveitarfélaga minntist 50 ára aí'mælis síns með því meðal annars að færa Lands- bókasafni Islands - Háskólabóka- safni að gjöf tólf verðmæt Islands- kort úr safni Kjartans Gunnarssonar lyfsala. Kortin voru afhent í safninu 9. júní síðastliðinn að viðstöddum forráðamönnum sambandsins og nokkrum öðrum gestum. Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, flutti við það tækifæri ávarp og er það birt í 3. tölublaði Sveitarstjórnarmála 1995. Það var ljóst þegar í vor, og átti eftir að koma fram enn betur síðar, að forráðamenn sambandsins hugs- uðu þessa gjöf sem áfanga að því marki að bókasafnið eignaðist kortasafn Kjartans Gunnarssonar í heild sinni. Sú stund rann upp á árs- afmæli safnsins 1. desember síðast- liðinn þegar Birgir Isleifur Gunnars- son seðlabankastjóri afhenti safninu við sérstaka athöfn öll þau Islands- kort sem Kjartan hafði safnað, önn- ur en þau sem bókasafnið hafði þeg- ið af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og áður er getið. Mælti hann þar fyrir munn sjö banka og greiðslukortafyrirtækja sem samein- ast höfðu um gjöfina. Landsbókavörður veitti íslands- kortunum viðtöku fyrir hönd Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns og sagði við það tækifæri m.a.: „Kjartan Gunnarsson safnaði Is- landskortum yfir þrjátíu ár og voru kort hans að tölunni til orðin um áttatíu. Því er ekki að neita að for- ráðamenn bókasafnsins hafa frá því í vor alið með sér þá von að safnið næði að eignast kortasafnið allt og gæti með því styrkt þá deild korta- fræða sem ætlunin er að koma hér upp. En ljóst var að til þess að svo mætti verða þyrftu fleiri góðfúsir gefendur að koma til. Samband ís- lenskra sveitafélaga undir forystu formanns síns, Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, hafði tekið fyrsta skrefið og töldum við að hlut þess væri þar með lokið. En það var öðru nær. Vilhjálmur hefur allar götur frá því í vor unnið að þessu málefni með okkur hérna í safninu og var að því stefnt að koma málinu í höfn fyrir ársafmæli safnsins, sem við vildum gjarnan minnast með nokkrum hætti. Þetta hefur nú tekist og því er dagurinn í dag, 1. desem- ber 1995, okkur starfsmönnum mik- ill fagnaðardagur. Eg tel að þessi niðurstaða hefði ekki náðst svo skjótt nema fyrir aðstoð og áhuga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með honum að þessu við- fangsefni og fyrir þennan menning- arlega atbeina kann ég honum bestu þakkir. Þá vil ég einnig þakka Kjartani Gunnarssyni, fyrri eiganda kort- anna. Eg minntist við kortaafhend- Einar Sigurösson landsbókavöröur, til vinstri, og Kjartan Gunnarsson lyfsali. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.