Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 63
DÓMSMÁL Fáein orð um verðgildi svonefnds Einarsreits í Hafnarfirði vegna nýuppkveðins dóms Guðmundur Benediktsson, bœjarlögmaður í Hafnarfirði Einarsreitur er fiskreitur, 21.454 fermetrar að stærð og afmarkast af Arnarhrauni að norðan, Reykjavíkurvegi að vestan, Smyrla- hrauni að austan og Alfaskeiði að sunnan- verðu. Á reitnum stóðu eftirtaldar byggingar og mannvirki: 1. Tvö samstæð fiskverkunarhús úr timbri. 1540 rúmmetrar á 367 fermetra fleti. 2. Vörugeymsla byggð á stálgrindum, 1354 rúmmetrar á 304,7 fermetra fleti. 3. Járnklætt timburhús fyrir fisk- og vörugeymslu, 527 rúmmetrar á 169,4 fermetra fleti. 4. Steinsteypt veiðarfæra- og saltgeymsla ásamt við- byggingu úr timbri, 1394 rúmmetrar á 329,4 fermetra fleti. 5. Hlaðið kaffihús, 92 rúmmetrar á 28,8 fermetra fleti. 6. Fjögur geymslu- og fiskverkunarhús, byggð á stál- grindum og með steyptum hliðum, tvö og tvö samliggj- andi. Þessi hús eru samtals 5435 rúmmetrar á 1199 fer- metrum. 7. Geymsla, 105 rúmmetrar á 37,6 fermetrum. 8. Steinsteypt fiskþurrkhús með vélahúsviðbyggingu, 2855 rúmmetrar á 751,2 fermetrum. 9. Hlaðinn fiskreitur. Þessar fasteignir voru byggðar á árunum 1910 til 1964 og voru í mjög misjöfnu ástandi. Þær voru rifnar í byrjun vetrar 1994. Réttindi til landsins byggðust á tveimur erfðafestu- samningum við bæjarstjórann í Hafnarfirði frá árunum 1929 og 1933. Samningurinn frá 1929 tekur til lóðar, sem er 10.788 fermetrar að stærð, en samningurinn frá 1933 til 10.666 fermetra lóðar. í samningnum frá 1929 er lóðin sögð leigð á erðafestu „... til fiskreitarlagningar, fiskverkunar og til byggingar húsa og mannvirkja þeirra, er þar að lúta...“ I samningnum frá 1933 er lóðin sögð leigð á erfðafestu „...til fiskreitargerðar..." Matsnefnd eignarnámsbóta Bærinn þurfti á þessu landi að halda af skipulags- ástæðum, en samningar um verð náðust ekki við eig- anda þess, Einar Þorgilsson og Co hf. Á fundi bæjar- stjómar var því ákveðið í mars 1991 að taka reitinn og þær fasteignir sem á honum voru eignarnámi með stoð í 28. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Oskaði bærinn, eignarnemi, síðan eftir eignarnámsmati við matsnefnd eignarnáms- bóta. Hugmyndir aðila um hæfilegt verð fyrir hið eignamumda voru ólíkar því krafa eignar- nema var aðallega að bætur vegna eignamáms á réttindum til lóðarinnar og mannvirkjum verði hæfilega ákvarðaðar kr. 5.000.000, en krafa eignar- námsþola var að fjárhæð kr. 107.513.300. Matsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að einu heim- ilu not erfðafestuhafa á landinu væm þau sem um getur í erðafestusamningunum. I samræmi við það taldi mats- nefndin að erfðafestuhafa hafi væri óheimilt að skipta lóðunum í smærri lóðir og heimila á þeim byggingar. Þá segir í niðurstöðu að þar sem fiskverkun á reitum sé nú aflögð að nrestu og réttindi til að gera fiskreiti og afnot þeirra því ekki sérlega verðmæt. Niðurstaða nefndarinnar um verðmæti húsanna var að þar sem þau væru orðin gömul og sum þeirra smíðuð í allt öðrum tilgangi en til fiskverkunar svari það ekki kostnaði að ráðast í svo gagngerar endurbætur á húsun- um að þau uppfylli skilyrði nútímafiskverkunar. Mats- nefndin taldi hins vegar að um nokkur ár mætti hafa af- not af húsunum til geymslu veiðarfæra og til skyldra af- nota og hafa þannig af þeim nokkrar tekjur. Nefndin mat leigutekjur miðað við tilteknar forsendur í átta ár með 6% vöxtum höfuðstólsreiknað á kr. 15.523.298. Matsnefndin taldi tjón eignamámsþola af því að vera sviptur hinum takmörkuðu afnotaréttindum vera lítið en að erfðafestuhafi eða aðrir á hans vegum hafi getað haft nokkur not í tengslum við fiskverkun og mat höfuðstóls- reiknað verðmæti lóðarréttindanna á kr. 620.927. Sömu aðferð var beitt og við húsin. Að lokunr sagði í niðurstöðu matsnefndarinnar að þótt nefndinni væri ljóst að kostnaður við reitargerðina hefði verið verulegur er reiturinn var gerður, þá hefði hann ekkert verðgildi nú og yrði eignarnámsþoli ekki fyrir tjóni við missi reitsins. Niðurstaðan var því sú að eignarnema var gert að 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.