Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 16
FRÆÐSLUMAL íslandssagan kennd á Pingvöllum. Miðstöðin í Hjallaskóla hefur einnig staðið að beinum samskiptum milli tvítyngdra nemenda og er spennandi að sjá hvemig unnt verður að halda þeirri þróun áfram. Síðastliðin fjögur sumur hefur í Reykjavík verið starf- ræktur sumarskóli fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Ncmcndum er boðið að sækja fjögurra vikna langt námskeið, allan daginn. Farið var af stað með sumarskólann vegna þess að oft hefur komið í ljós að bömin gleyma yfir sumarið miklu af þeirri íslensku sem þau lærðu næstliðinn vetur vegna þess hve tak- markað þau umgangast íslenskumælandi fólk utan skól- ans. Einnig er slíkt námskeið góður undirbúningur fyrir nemendur sem nýkomnir eru lil landsins. Þessi sumarskóli hefur reynst mjög vel og kennarar hafa haft á orði að þau börn, sem hafa haft tækifæri til að stunda sumarskólann, standi áberandi betur að vígi á haustin en hin sem af einhverjum ástæðum sóttu hann ekki. Því verður stefnt að því að slíkir skólar verði starf- ræktir víðar um landið þegar fram líða stundir. Fræðsla fyrir nemendur með annað móðurmál en ís- lensku er í eðli sínu ólík annarri kennslu og getur verið afskaplega skapandi og spennandi. Hér er ekki eingöngu verið að kenna íslenskt mál, heldur einnig reynt að kenna námsgreinar á aðlöguðu einföldu máli og síðast en ekki síst er verið að kenna menningarfæmi. íslenska sem seinna mál er sérstök námsgrein, ólík móðurmálskennslu annars vegar og kennslu í erlendu tungumáli hins vegar, og heimtar aðrar kennsluaðferðir. í móðurmálskennslu er mikið unnið að því að gera lögmál tungumáls, sem nemendur kunna, þeim meðvit- uð; í erlendu tungumáli er tungumál kennt á móðurmáli nemenda, lögmál þess eru útskýrð á máli sem nemendur eiga sameiginlega, orð og setningar þýddar o.s.frv. Seinna mál er hins vegar mál sem nemendur kynnast alls staðar í umhverfi sínu annars staðar en heima hjá sér, kennarinn talar sjaldnast móður- mál nemenda og útskýringar fara því fram á nýja málinu. Samskipti geta orð- ið æði skrautleg þegar engin tungumála- leg né menningarleg brú er ntilli nem- enda og kennara. Menningarfærni Nemendur sem koma úr öðrum menningarheimum eiga oft í erfiðleik- um með að skilja og skynja óskráðar reglur og atferli í nýju landi. Islenskir skólar eru ólíkir þeim stofnunum sem nemendur eiga að venjast heiman frá sér, áherslur og námsgreinar eru aðrar. Haft hefur verið eftir lítilli stúlku sem hafði verið hér í eitt ár að: „Það var ekki fyrr en ég kom til Islands að ég varð heimsk.“ Það eru feiknin öll af óskráðum reglum og lögum í hverjum menningarheimi sem eru ekki endilega augljós, hvorki þeim sem alast upp á menningarsvæðinu né gest- urn. Til þess að verða menningarfær í nýju umhverfi er nauðsynlegt að skoða og skilgreina og bera saman hvað er líkt og hvað ólíkt nteð þjóðum og menningu þeirra. Sem dæmi má nefna að oft hefur okkur, sem vinnum með fólki sem ekki hefur alist upp á Islandi, verið bent á hversu ófeimnir Islendingar eru við að glápa á fólk. Mörgum finnst eins og sé verið að mæla þá út hvert sem farið er. Fólk horfir óhikað í augu ókunnugra, börn líta ekki undan þegar fullorðnir tala við þau o.s.frv. Slík framkoma er í mörgum menningarheimum talin hortug. Eitt sinn kom ntóðir til kennara dóttur sinnar og kvart- aði yfir því að hegðun dóttur hennar væri orðin óþolandi og útskýrði mál sitt: „Hún horfir beint í augun á mér þegar ég er að ávíta hana.“ Kennarinn vissi strax hvað átt var við því hann hafði margsinnis skammað þennan nemanda sinn fyrir að líta undan þegar hann var að tala við hana. Jólin og jólaundirbúningur í íslenskum skólurn getur verið erftður fyrir böm sem alist hafa upp í öðrum trúar- brögðum. Skólarnir ganga eðlilega út frá sameiginlegri reynslu og þekkingu nentenda og kennarar eyða ekki tíma sínum í að útskýra sjálfsagða hluti. Komið hefur t.d. upp sá misskilningur að jólasveinninn sé pabbi Jesú- bamsins og eiginmaður Maríu, enda ekki gott að átta sig á fjölskyldutengslum ef enginn segir manni hvernig í pottinn er búið. Það er svo margt ef að er gáð. 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.