Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 12
10
Bæjarnafnib Hrifla er óafmáanlega skráö í Islandssöguna. Nú er þar stórl bú og vel hýst. En í
þessum litla bæ fæddist 1. maí 1885 drengur sem var skírbur Jónas og var síöan viö hann
kenndur. Teikning Daniels Bruun 1896.
Sumarið 1908, að lokinni vetrarvist í
Kaupmannahöfn, starfaði Jónas við þýð-
ingar í Berlín hjá þýskum jarðfræðingi
sem var að semja fræðirit um ísland.
Honum gafst jafnframt góður tími til að
skoða söfn og sögufrægar byggingar í
borginni og kynna sér skólahald þar. Um
haustið hélt hann ferðum sínum áfram
um Þýskaland, heimsótti sögustaði og
listasöfn í Wittenberg, Leipzig,
Dresden, Weimar og Frankfurt. og las
sagnfræðibækur og skáldverk meðal
Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ). Útskr. 1940.
Sjómaöur og skrifstofumaöur í Vest-
mannaeyjum. Eftir hann liggur mikiö efni
og nokkrar bækur bæöi í bundnu máli og
lausu. Var einnig kunnur vísnasöngvari.
Vorvísa er úr bókinni Eyja vísur sem út kom
1970.
Ási í Bæ
Vorvísa
Ég heyrði vorið vœngjwn blaka,
og vonir mínar itndir taka,
því ég er barn með sumarsinni
og sólarþrá í vitund minni.
Er blikar sœr und bláu Itveli
og blœrinn vaggar smáu stéli
og ástin skín úr augum þínum,
ég uni glaður kjörum mínum.
Pegar sígur sólin rauð,
sundin gulli þekur,
í Itjarta mínu á ég auð
sem enginn frá mér tekur.
Ég heyrði vorið vængjum blaka,
og vonir mtnar ttndir taka,
því ég er barn með sumarsinni
og sólarþrá í vitund minni.
annars eftir þýsku meistarana Goethe og
Schiller. Ferðinni var heitið til Oxford á
Englandi til náms við John Ruskin
College.
Englandsdvölin var hápunktur nær
þriggja ára þroskafarar Jónasar um Ev-
rópu og hafði mikil áhrif á viðhorf hans.
Ruskinskólinn var stundum kallaður
háskóli öreiganna. Þetta var verka-
mannaskóli, þar sem ungum almúga-
mönnum, verðandi forystumönnum í
ensku verkalýðshreyfingunni og flokki
hennar, var komið til nokkurs þroska.
Megináhersla var lögð á fræðslu um
þjóðfélagið og hagkerfið frá sjónarhóli
jafnaðarstefnunnar, sem þá var að eflast
til áhrifa á Englandi. Nám Jónasar í
skólanum varð þó styttra en á horfðist í
fyrstu, en sem fyrr lagði hann mesta
áherslu á sjálfsnám utan kennslustunda.
I Englandi kynntist Jónas breskri
þingræðishefð og margháttuðu umbóta-
starfi frjálslyndra afla. Sú viðkynning
sannfærði hann um, að til Englands ættu
Islendingar að sækja fyrirmyndir.
I jólaleyfinu heimsótti hann London
og París og kynnti sér þar söfn, sögufræg-
ar byggingar og merkar nvjungar. Er líða
tók að vori 1909 hugaði hann sérstaklega
að skólahaldi í Englandi, því þá höfðu
forráðamenn hins nýja íslenska kennara-
skóla ráðið hann til starfa frá og með
haustinu.
Ungmennaleiðtoginn
Fyrstu árin eftir heimkomuna frá Eng-
landi sinnti Jónas kennslu, ritstörfum og
frekara sjálfsnámi samhliða því að hann
stofnaði heimili í Reykjavík.
Aðalstarf Jónasar var æfingakennsla
við Kennaraskólann. Hann fór þar nýjar
brautir sem mæltust vel fyrir meðal nem-
endanna. Upp úr frásögn Jónasar í
kennslustundum spruttu kennslubækur
um Islandssögu og náttúrufræði. íslands-
saga hans, sem kom út í tveimur hlutum
árin 1915 og 1916, varð ein allra vin-
sælasta og lífseigasta kennslubók sem
samin hefur verið á íslensku.
Eftir fyrsta veturinn í Reykjavík hélt
Jónas norður í land til sumardvalar hjá
Kristjáni bróður sínum. sem þá var flutt-
ur frá Hriflu að næsta bæ. Fremstafelli.
Þegar Jónas hélt suður aftur um haustið
var væntanleg eiginkona hans, Guðrún
Stefánsdóttir frá Granastöðum í Köldu-
kinn, með í för.
Sumarið 1911 héldu Jónas og Guðrún
til útlanda til frekara náms: hún til dvalar
á Englandi en hann til Parísar að læra
frönsku. I París eignaðist Jónas vinafólk
sem Guðrún dvaldi hjá næsta vetur. Með
vorinu 1912 kom Guðrún heim. Þá gaf
séra Friðrik Friðriksson þau Jónas
saman. Þau hófu búskap í íbúð við
Skólavörðustíg 35 sem Jónas leigði af
foreldrum Guðjóns Samúelssonar. húsa-
meistara. Þar eignuðust Guðrún og Jón-
as dætur sínar tvær, Auði árið 1913 og
Gerði 1916.
Þegar Jónas kom heim frá París haust-
ið 1911 var hann beðinn um að taka að
sér ritstjórn Skinfaxa, málgagns ung-
mennafélaganna. Sú hreyfing hafði bor-
ist til íslands frá Noregi. Fvrsta félagið
var stofnað árið 1906. Fleiri fylgdu í kjöl-