Hermes - 01.12.1988, Síða 20

Hermes - 01.12.1988, Síða 20
18 inn átti helst engum að duga til óhófslífs né upphafningar. í þessu þjóðfélagi áttu menn að lifa af vinnu sinni og sameigin- legri öflun og miðlun lífsgæða, en ekki hremsigróða á kostnað annarra. Til þess að nálgast slíkt þjóðfélag dygði ekki góð stjórnarskrá ein, sett af vitru mannþingi, né orðskýr lög. Hún yrði aðeins auður hellir og fóstraði ríki rándýrsins. Ríki félagsábyrgðarinnar, laust úr helsi einkaauðsins, yrði aðeins stofnað og grundvallað á félags- og sam- vinnuþroska einstaklinganna. Þessa þjóðfélagsgerð yrði að nálgast með því að efla þá til hugsjónaþjónustu og sam- félagsdáða. í landinu bjuggu þá tvær meginfylk- ingar almennings - bændur og hraðfjölg- andi stétt sjómanna og verkamanna í þorpum og bæjum. Bændastéttin átti sterkari og eldri félagssamtök, þar sem samvinnan var gildur þáttur í strengnum. Samtök sjómanna og verkamanna voru aðeins veikburða vísar. Pegar dró til myndunar íslensks flokkakerfis um inn- lendu málin í dögun fullveldisins, þóttist Hópmynd af nemendum 1933. Fremsta röö f.v.: Ingimundur Steinsson, Pórarinn Þórarinsson, Friðrik Páll Jónsson og Cuömundur Hjálmarsson. Önnur röö f. v.: Guömundur Ludviksson, Gyöa Steinsdóttir, Petra Ástrún Jónsdóttir, Jakobína Hallsdóttir, Jónas Jónsson, skólastjóri, Ingibjörg Guömundsdóttir, Rósborg Jónsdóttir og Anna Guöbjörg Björnsdóttir. Þriöja röö f.v.: Friöjón Stefánsson, Guölaugur Stefánsson, Einar Vernharösson, Björn Björnsson, Borgþór Björnsson, Gunnar Kristjánsson, Jóhannes Helgason, Kjartan Ólafsson og Trausti Árnason. Aftasta röö f.v.: Ólafur Valdimarsson, Hjörleifur Magnússon, Randver Sæmundsson, Baldur Guömundsson, Björn Stefánsson, Þorleifur Guömundsson, Friörik Friöriksson og Einar Bjarnason. Margir samvinnuskólanemar hafa veriö list- hneigöir. Einn þeirra var Sófus Sveinsson sem útskrifaöist 1926. Hann var lengst afbóndi en fékkst líka viö útskurö og smíöaöi m.a. þetta manntafl sem hlaut mikla frægö og er nú geymt á Þjóöminjasafninu. Tvær Skinfaxagreinar Jónasar eru órækust vitni um þetta viðhorf, en raun- ar má sjá þessa boðun í einhverri mynd í annarri hverri grein hans á þessum árum. Þessar tvær greinar eru: „Eru fátækling- ar réttlausir?“ (1911) og „Þjóðskólar" (1913). í þessum greinum drepur hann fingri á tvo málakjarna, í hinni fyrr- nefndu á sárbrýnasta endurreisnarverk- ið, í hinni síðari á haldreipi í þeirri sókn að láta nýjar mennta- og uppeldisstofn- anir, byggðar á reynslu þjóðarinnar og nýrri þekkingu, efla einstaklingana og skæða þá til lífsbaráttunnar og þátttöku í samfélagi sjálfstæðrar þjóðar, þar sem félagsábyrgð, samhjálp og dugnaður væri skráð á gunnfánann, en vinnan væri þar mesta auðlindin og virt öðru meir, ef henni væri beitt til þess að heyja almenn- ingi lífskosti úr gæðum lands og hafs, jafnt með orku hugar og handa. Sérgróð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.