Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 28

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 28
26 rífra tveggja áratuga gamall. Hið alfyrsta starf hans fór fram í tveimur herbergjum í íbúð Jónasar og Guðrúnar að Skóla- vörðustíg 35 í Reykjavík, í húsi sem stendur enn, þegar þetta er ritað, en hef- ur látið æði nokkuð á sjá hin síðari ár.1^ Jónas segir í bókinni „Samvinnuskólinn 30 ára“, að bæði herbergin hafi verið „hituð með einum móofni, og þótti mega una við þann aðbúnað." Þetta var „Frostaveturinn mikla“, 1918-19. „Haustið 1919 tók Samvinnuskólinn til starfa sem tveggja vetra skóli“, segir Jónas ennfremur í þessari sömu grein. „Voru nemendur misjafnt undirbúnir og luku þeir sér af á einum vetri, sem meiri höfðu skólagönguna. Lítið var um hús- rúm í bænum og erfitt um kennsluher- bergi. Iðnskólinn átti þá hús sitt við Lækjargötu, en kennsla iðnnema fór aðallega fram á kvöldin, en nokkur húsa- kostur auður fyrri hluta dags. Leituðu forráðamenn Samvinnuskólans til eig- enda Iðnskólans og fengu þar leigðar tvær kennslustofur fyrri hluta dags. En engin aðstaða var þar fyrir nemendur Samvinnuskólans á öðrum tímum, því að þá þurftu eigendur hússins að hafa af því full afnot til sinna þarfa. Þróun sam- vinnumálanna var svo hraðfara, að búið var að ákveða skólastofnun, án þess að í fyrstu hefði verið hægt að tryggja ákveð- ið húsnæði." Síðan segir Jónas frá því, að sam- vinnumenn hafi um þessar mundir hald- ið kaffikvöld í Reykjavík nokkuð reglu- lega. Á einum slíkum fundi var rætt um húsnæðismál Samvinnuskólans. Kom þá fram, að á Akureyri myndi til sölu vel viðað hús, sem hentað gæti til flutnings suður og orðið framtíðarhúsnæði fyrir skólann. „Menn urðu hrifnir af þessari tillögu, enda myndi það hafa verið mikið happ fyrir skólann, að fá svo prýðilegt og rúmgott skóla- og heimavistarhús. Ef til flutnings hefði komið, myndi hafa hent- að bezt að reisa það í útjöðrum bæjarins. Hallgrímur Kristinsson var að vísu djarf- ur en jafnframt varfærinn. Hann skildi manna bezt þörf skólans og sá glögglega, hve mikill ávinningur væri að geta mynd- að þvílíkt skólaheimili. En Sambandið var líka heimilislaust, og stjórn þess var á góðum vegi með að reisa mikla skrif- stofubyggingu við Sölvhólsgötu. For- stjórinn taldi Sambandinu ofurefli að reisa í einu tvö stórhýsi. En hann þóttist sjá, að Sambandið og skólinn gætu um stundarsakir búið undir sama þaki. 11 Raunar var þar aðeins haldið námskeið, sem telja má undanfara Samvinnuskólans. Raunverulegt skólastarf í nafni Samvinnuskólans hófst skömmu fyrir jól 1918 í Iðnó. Innsk. 1988, S.H.H. Hamragaröar. Sambandið hafði keypt af Sigurði Jónssyni, atvinnumálaráðherra, mjög stóra lóð á Arnarhólstúni, sem hafði áður fylgt bústað stiftamtmanns og landshöfðingja. Var þá gert ráð fyrir, að járnbraut yrði lögð austur yfir heiði, og stöðin þar sem síðar var reist Nýborg og Grænmetisskálinn. Sá Hallgrímur Krist- insson af framsýni sinni, að við járn- brautartorgið yrði miðstöð verzlunar og samgangna í bænum. Vildi hann reisa sterka og myndarlega skrifstofubygg- ingu gegnt væntanlegri járnbrautar- stöð.“ Guðrún og Jónas með dætrum sínum Auði og Gerði. Jónas heldur áfram að lýsa upphafi Sambandshússins í grein sinni. Sam- vinnuskólinn fékk til umráða þriðju hæð hússins, sem í fyrsta áfanga var efsta hæð þess. Annars vegar við gang eftir miðri hæðinni voru þrjár samliggjandi stofur skólans, sem gera mátti að einni, en hins vegar íbúð skólastjórans, en kennara- stofa gegnt stigauppgangi. „í íbúð skóla- stjóra var skrifstofa, borðstofa, gesta- stofa, og eitt svefnherbergi. Var oft nokkuð þröngt í þessari íbúð, þegar fjöl- skyldan stækkaði. Notuðum við hjónin kennarastofuna vetrarlangt sem svefn- herbergi okkar. En þar varð allt að vera í lagi fyrir þarfir skólans klukkan 8 að morgni, þegar kennarar og nemendur komu í skólann. Mikil öfund lá á veru minni í Sambandshúsinu frá mönnum, sem voru á annarri skoðun í landsmál- um, og var oft vikið í blöðum að þeirri óhófseyðslu, sem ég væri valdur að, en bitnaði á samvinnumönnum um allt land. í einni slíkri blaðagrein voru reikn- aðir vextir af kaupverði allrar byggingar- lóðarinnar og öllu Sambandshúsinu, og öll vaxtabyrðin talin mér til skuldar.“ I þetta húsnæði fluttu þau Jónas á miðju ári 1920, en skólinn nokkru fyrr. Og þar var nú ekki kyrrðin á. Dætrum Jónasar segist svo frá, að „þetta hafi í rauninni verið líkast stóru sveitaheimili. Við munum varla eftir nokkurri máltíð, svo ekki væru gestir. Oft sváfum við í borðstofunni, því þá voru næturgestir. Nábýlið við skólann var svo mikið, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.