Hermes - 01.12.1988, Page 38

Hermes - 01.12.1988, Page 38
36 það eindregið, af ýmsum ástæðum, að fá þessa starfsemi þarna upp eftir. Varst það ekki þú, sem beinlínis bentir á Bifröst og komst á tengslunum við þann stað? Ekki vil ég segja það. En ég studdi það. Og ég studdi það alla tíð ákveðið að séra Guðmundur Sveinsson, sem þá var prestur á Hvanneyri, tæki við skólanum. Það studdi ég drengilega. Þeir þekktu hann ekki, aðrir sambandsstjórnar- menn. Nú skal ég segja þér hvernig ég hef heyrt þessa sögu, og þú leiðréttir mig, ef þörf er á: Samvinnuskólinn var kominn á hrak- hóla með húsnæði í Reykjavík og lá fyrir aö byggja þyrfti yflr hann. Þá kom fram sú hugmynd að flytja skólann frá Reykja- vík. Þú vissir um veitingahúsnæði uppi í Borgarfirði, sem eigendurnir voru að trénast upp á, og hvattir til þess að Sam- bandið keypti þann húsakost sem þar var kominn og byggði við heimavistarhús. Þannig má segja að þú sért guðfaðir skól- ans í Bifröst. Þetta er líklega nokkuð rétt, nema ég hygg að Bjarni Asgeirsson hafi ekki átt minni þátt í þessu en ég. Hann var þing- maður Mýramanna og þekkti til þeirra framkvæmda sem komnar voru að Bif- röst og vissi líka að félagsskapurinn sem að þeim stóð var að gliðna. Hann hafði líka tengsl inn í Sambandsstjórnina. En hvernig sem þetta nú var, reyndist auð- velt að fá Sambandsstjórnina til þess að fallast á þetta. En þetta var fyrst og fremst tilraun. Eg held að enginn þeirra sem um þetta mál fjölluðu í Sambands- stjórninni hafi gengið að því gruflandi að þetta væri fyrst og fremst heiðarleg til- raun, sem síðan bæri að endurskoða og meta þegar sæist hvernig gengi. Eg lield að sú tilraun hafi tekist mjög vel. Þar hefur margur fengið góða undir- stöðu undir framtíðarstarf, og skólinn Þórður Pálmason, fyrrv. kaupfélagsstjóri. Hallsteinn Karlsson. Útskr. 1921. Verslunarmaður á Húsavík og síðar í Reykjavík. Ljóð hans birtust víða og hann fékkst einnig við þýðingar. Æskuóður, þýðing, birtist i Rétti 1. tbl. 1931. Myndeftir Ingiberg Magnússon. Hallsteinn Karlsson þýddi Æskuóður Sjá roða’ af dýrðardegi, lát dynja frelsissöng! Brátt vinnur œskan virkin, en víkur fjandaþröng. Gakk örugg fram og horfðu Itátt, í liópinn fleiri koma brátt. Við erum ungir liðsmenn úr verkamannastétt. Við þekkjum súran sveita og sára kvöl og nauð frá döprum œskuárum. og ennþá skortir brauð. Við Itöfum verið þrœlkað þý, og þrœldóminn skal herða á ný. Við erum o. s. frv. Við skópum allan auðinn, sem okkur reyrði' íbönd, en starfið okkttr stœlti, og styrk er okkar hönd. Þeirfá vorn þrótt að finna brátt, erforðum léktt okkur grátt. Við erum o. s. frv. hefur alla tíð notið virðingar. Þar tel ég miklu skipta, hve skólinn var heppinn með fyrsta skólastjórann eftir að skólinn flutti að Bifröst, séra Guðmund. Hann er náttúrlega afburðamaður, þó hann hafi sína galla eins og við allir. Engu að síður er hann afburða fræðimaður, skólamaður og drengur góður, og þau hjón bæði, hann og Guðlaug. Nú er Samvinnuskólinn enn að taka breytingum. Hvernig líst þér á það? Ég þekki það varla nógu vel. Þó finnst mér þetta hálfvegis eins og enn vera í lausu lofti, svo sem hvorki fugl né fiskur. En þetta á náttúrlega eftir að mótast betur. Og maður á aldrei að segja aldrei. Það má vel vera að þetta eigi eftir að þróast þannig að það verði í raun og veru háskólastig, en það er það ekki núna, og varla von. Við megum minnast þess, að þegar skólinn flutti úr Reykjavík upp að Bifröst, gerðum við sem að honum stóð- um okkur ljóst að hann myndi eiga við ýmiss konar vanda að stríða. Menn höfðu áhyggjur af því hver aðsóknin yrði, og að erfitt myndi að manna hann með hæfum kennurum. Reynslan varð önnur. Sú mikla aðsókn sem verið hefur sýnir að það var þörf fyrir svona stofnun. Og hver veit nema það verði eins núna. Svo við skulum ekki vera með neinar hrakspár.11 — Við treystum brœðraböndin og berjumst djörfog keik, og víkjum ekki, vinir, þótt vöðum eld og reyk, unsfellur allur fjandaher ogfullum sigri hrósum vér. Fram, allir ungir liðsmenn tir verkamannastétt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.