Hermes - 01.12.1988, Page 40

Hermes - 01.12.1988, Page 40
38 Þegar við Jón Sigbjörnsson biðum hjólbarðaviðgerðar í gúmsmiðju fyrir norðan, kom þar að einn af heldri borgurum Akureyrar, vék sér að verkstjóra og spurði: „Ekki vænti ég að þér starfrækið hér salerni í sambandi við fyrirtækið?“ Ekki hefði ég annars staðar kynnzt miklu skemmtilegra fólki en á Akureyri ef ekki væri sú mikla önn sem það líður fyrir kúlt- úrræktina. Hún á jafnan erfitt uppdráttar þar sem mikið er bor- ið á af tilbúnum áburði. Sérstæð menning verður til með undarlegum hætti, kannski eins og holtasóley upp úr hrjóstrugum mel. Og ef við líkjum kúltúrnum við einhverskonar flík, þá verður það smáband, sem hún skal ofin úr, ekki rakið með handafli úr lyndisþáttum sérstæðra skapgerðarmanna í bænum, heldur er það spunnið úr þeim dúni, sem lykur um sjálft hugskot alþýðunnar og gerir viðmót hennar hlýtt og ljúft. Akureyri er ekki merkilegur bær fyrir þá skuld að Davíð Stefánsson á þar heima. Davíð er heldur ekki merkilegt skáld vegna búsetu sinnar á Akureyri. Björgvin Guðmundsson var Austfirðingur. Dvöl hans og andlát á Akureyri gefa tónsmíðum hans alls ekki aukið gildi. Ekki heldur austfirsk fyndni hans eða íslenzk meinfýsni. Matthías Jochumsson var Breiðfirðingur. Tilraun hans til heldrimanns lífs á Akureyri var ómerkileg. Samsafn af hús- munum hans og eldhússgögnum á Sigurhæðum er ekki athygli vert. Ljóð hans eru það aftur á móti, lesin óformlega án gösl- araláta og buslugangs. Og það væri hreint ekki fráleitt að ætla að kvöldbæn Matthíasar, numin af hverju barni á Akureyri, þulin í svæfildúllur klukkan 23.30 á aftni hverjum, gæti ein saman, í innblásinni auðmýkt sinni og einþættri gæzku, skapað á Akureyri fagurt mannlíf, sem kannski tæki öðrum mannlífum fram, - ef góðir menn beittu sér fyrir stofnun slíks Matthíasar- safns - og KEA tæki málið að sér. En sízt ber að lasta viðleitni fólks til menningar. Og það er góðra manna háttur að halda uppi sóma síns byggðarlags og prýði þess: Ef fjöll eru þar hærri en annars staðar, eða brattari, má vel tilgreina það. Ef þar finnast sjaldgæfar bergtegundir. Finnist þar berjaland gott. Séu kýr einkennilega hyrndar. Stúlkur fríðár. Knattspyrnumenn góðir. Finnist sérkennilegur hálfviti í sveitinni, og hvað eina annað má til tína þar sem skort- ur er stórmerkja. Veðurathugunarmaður eystra, sem unni mjög sveit sinni og vildi að hún skaraði framúr í einhverju, kom því orði á með at- hugunum sínum, að þar væri miklu þokusamara en annarsstað- ar á landinu. Norðar á Fróni hefur annar veðurathugunarmaður gert sína sveit að mikilli illviðrahrotu af sömu hvötum. Mann þekkti ég, sem Valdi skríkur var kallaður, ættaður af Héraði. Hann tók eitt sinn þátt í lúgarsdeilu um prýði byggðar- laga og tilgreindi þá, Hjaltastaðaþinghá til ágætis, að þar væru mýrispýtur hjólfættar. Stælur um sérkenni byggðarlaga eru að því leyti skynsam- legri en þrætur um hugsjónamál, að þær fyrrnefndu eru frjóar og leiða jafnan í ljós eitthvað, sem orð er á gerandi og gaman er að, en hinar síðarnefndu eru lífi sneyddar og til þess fallnar helzt, að dylja hvað eina það, sem máli skiptir í moldviðri sínu og upp úr stendur, eitthvað sem er leiðinlegt og menn meina ekki. í sumar lauk svo stælu um fegurð Seyðisfjarðar, að strákur að norðan, sem kallaði plássið bannsetta rassboru, var sleginn niður í forarpoll. Til dæmis um þrautræktaða snyrtimennsku Akureyringa má geta þess, að utanbæjarmaður, sem ég þekki, og þeim fannst vera sínkur á lofsyrði um þeirra byggð, var í sumar sleginn inn í yndisfagran blómagarð. Að hjólbarða okkar bættum og á leiðinni upp úr Akureyrar- bæ mættum við kamarpassara staðarins. Við ókum í Fíat 1400 - hann í Mersedes Bens. \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.