Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 60

Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 60
58 vísu með þrjú börn, en eldri telpurnar1* voru komnar í skóla. Aðeins Gulla litla var heima, þá þriggja ára þegar við kom- um þarna. Það varð úr að ég tók starfið áfram. Aldrei var ég samt fastráðin eða neinn samningur gerður, ég minnist þess ekki. Pað lenti líka fleira á mér en þetta. Eins og að ganga frá skólahúsnæðinu eft- ir að skólastarfi lauk á vorin, og að taka við af hótelinu á haustin. Endalausar vörutalningar. Þannig varð starfið lengra heldur en skólinn stóð, og ég varð oft að endurráða stúlkur á vorin til að komast í gegnum þetta. Þú þekkir það nú, að kon- urnar í Bifröst, sem voru giftar kennur- um, voru oft fengnar á vorin til að hjálpa til. Svona var nú byrjunin. Það sem fólst í starfinu var náttúrlega að sjá um dagleg- an rekstur. Framan af leysti ég af í eld- húsinu, til þess að ráðskonan gæti fengið frí. Og ef veikindi voru leysti ég alltaf af, hvaða verk sem var. Ég held að það sé ekki til það verk, sem þarna var unnið og ég greip ekki einhvern tíma í.“ Svo voru það húsmæðravikurnar. Þær voru partur af starfi skólans. Hvernig hófust þær? „Það datt þetta einhverjum í hug, að konur allstaðar af landinu fengju að koma í Samvinnuskólann og kynnast þar samvinnustarfinu. Það voru kaupfélögin sem buðu konunum og kostuðu þær að öllu leyti. Strax frá upphafi var það ákvörðun okkar að gera þetta eins vel og við gætum, og leggja mikið í það. Ég man að sumum kaupfélagsstjórum þótti þetta dýrt. Auðvitað kostaði það nokkuð. En ég sagði líka við þá, að ef við fengjum ekki að gera það eins og við vildum hafa það, ætluðum við ekki að gera það. Hafa það eins flott og mögulegt væri, og það yrði bara að kosta það sent það kostaði. Þegar allt kom til alls var þetta ekki dýrt, miðað við hvað út úr því kom. Það var lagt upp úr góðum mat, og við feng- um fyrirlesara og fræðimenn til að halda fyrirlestra og erindi. Svo datt mér í hug að þessar konur kynnu að meta það, ef þarna væri hárgreiðslukona, fótsnyrti- dama og snyrtifræðingur, ýmist til þjón- ustu eða til að hafa sýnikennslu. Kon- urnar sem komu á húsmæðravikuna voru margar orðnar dálítið fullorðnar, og sumar höfðu meira að segja aldrei farið til Reykjavíkur. Þær voru óskaplega þakklátar fyrir þetta, ekki síst kannski fótsnyrtingu, 1) Guðbjörg var 12 ára. þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Hvanneyri upp að Bifröst. Þórfrídur 11 ára. Guðlaug var þriggja ára. svo sem hér kemur fram. sem margar þeirra höfðu aldrei áður far- ið í. Þær þurftu að borga einhverja smámuni fyrir fótsnyrtingu og hár- greiðslu. En þær höfðu mjög gaman af þessu, konurnar. Þær höfðu allt í einu tíma til að sinna sjálfum sér. Það losnaði þarna af þeim ákveðin spenna. Konur eru nú einu sinni konur, og þær höfðu gaman af að halda sér til og láta snúast við sig.“ Ég hef alltaf verið nokkuð viss um, að húsmóðurstarfið að Bifröst hefur gefið þér heilmikið. Guðlaug tekur stóra dýfu í stólnum af ákefð. „Það gerði það! Mér hefur alltaf þótt ógurlega gaman að vinna með ungu fólki. Núna hef ég verið að vinna með ungu fólki síðan ég var sjálf ung mann- eskja. Jú, það gaf mér mikið. Mér þótti voðalega gaman að nemendunum. Sum- ir sögðu nú að mér hefði þótt mest gant- an að þeim sem voru ntestu grallararnir. Ég veit ekki hvort þetta er satt, en það var stundum með þá sent sumir voru reiðir út í, að mér þótti gaman að þeint. Það var þá einhver annar þáttur sent sneri aö mér og ég fann. Auðvitað fannst ykkur ég oft frek og skömmótt. En það er eins og þú þekkir. tíminn breiðir yfir þetta og það góða verður eftir. Mér dettur ekki í hug að lialda annað en ýmislegt hafi verið sagt urn mig. Ég veit að það var gert.“ Áður en ég kom að Bifröst var ég búinn að vera á héraðsskóla, þar sem engin hús- móðir var. Ég legg það ekkert að jöfnu hvað það var miklu betra að eiga góða manneskju vísa, seni hægt var að leita til, og sinnti manni jafnvel að fyrra bragði. „Já, mér fannst nemendur sem komu frá héraðsskólunum vítt um land segja þetta, og finnast það framför að það væri húsmóðir á heimavist. Og ég held að samstarf mitt við nemendur hafi verið mjög gott. Ég held það,“ segir Guðlaug varfærnislega, og verður unt leið áhyggjufull á svipinn. eins og hún sé hrædd um að taka nú meira upp í sig en hún geti fvllilega staðið við. Ég held að þú hljótir að hafa skynjað það sjálf í gegnum tíðina af samskiptum þín- um við nemendur, eftir að þeir luku nánii frá Bifröst, að þeim var undantekninga- lítið hlýtt til þín. „Það er rétt, ég skynjaði það mjög vel. En mér varð nú stundum ekki um sel að finna þá gloríu sem kom yfir skólann hjá nemendum sem voru farnir! Mér fannst hún stundum óþarflega mikil. En maður finnur það einmitt á gömlum nemend- um. hvað þeir eru manni góðir, hlýlegir og almennilegir. Enda er það svo að ef ég þarf á einhverju að halda. þarsem ég veit að Samvinnuskólamaður er í forsvari, þá dettur mér ekki í hug annað en að leita til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.