Hermes - 01.12.1988, Síða 76

Hermes - 01.12.1988, Síða 76
74 Sveinn Víkingur var skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst í or- lofi sr. Guðmundar Sveinssonar 1959-1960 og aftur um skeið 1962. Sveinn fæddist í Garði í Keldu- hverfi 17. janúar 1896. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1922 og var prestur 1922-1942, lengst á Seyðisfirði. Síðan var hann skrifstofustjóri Biskupsstofu til 1959. Hann var afkastamikill rithöfundur og bókmenntaþýð- andi. Sveinn var kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur og áttu þau fjögur börn. Snorri Þorsteinsson var kennari við Samvinnuskólann að Bifröst 1955-1974og yfirkennari frá 1962. Snorri fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal 31. júlí 1930. Hann stundaði nám við Háskóla íslands og í London og lauk B. A.-prófi frá Háskóla íslands. Frá 1975 hefur hann verið fræðslustjóri Vestur- landsumdæmis. Snorri er kvæntur Eygló Guð- mundsdóttur. Haukur Ingibergsson var skóla- stjóri Samvinnuskólans að Bifröst 1974-1981. Haukur fæddist á Akureyri 9. febrúar 1947. Hann lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands 1973. Haukur var kennari á Seltjarnarnesi 1973- 1974. 1981-1982 var hann fulltrúi á skrifstofu forstjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga en hefur síðan starfað sem framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, Ríkis- mats sjávarafurða og Bifreiðaeftirlits ríkisins. Haukur var kvæntur Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur sem var kennari við Samvinnuskólann og eiga þau fjögur börn. Svavar Lárusson hefur verið yfir- kennari við Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans í Reykjavík frá 1974 og séð þar um alla daglega starf- semi í umboði skólastjóra. Svavar fæddist í Neskaupstað 7. maí 1930. Hann lauk kennaraprófi 1952 og hefur B.A.-próf frá Há- skóla íslands og er löggiltur skjala- þýðandi. Hann hefur unnið að ferðamálum og hafði starfað sem kennari um árabil er hann réðst til Samvinnuskólans. Svavar er kvæntur Elsu Christensen. Þórir Páll Guðjónsson var kennari að Bifröst 1973-1987 og deildar- stjóri starfsfræðslu Samvinnuskól- ans að Bifröst og aðstoðarskóla- stjóri frá 1977. Þórir fæddist að Ljótarstöðum í Skaftártungu 26. apríl 1945. Hann lauk búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1965, Sam- vinnuskólaprófi 1968 og lauk prófi frá Kennaraháskóla íslands 1977. Hann var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga 1970-1973 og réðst kennari að Samvinnuskólanum að Bifröst 1973. 1987- 1988 var liann framkvæmdastjóri Eðalfisks í Borgarnesi og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga frá 1988. Þórir er kvæntur Helgu Karlsdóttur sem var ritari á skrif- stofu Samvinnuskólans og eiga þau þrjú börn. Jón Sigurðsson hefur verið skóla- stjóri Samvinnuskólans að Bifröst frá 1981. Frá 1985 hefur hann gengist fyrir algerri endurmótun Samvinnuskólans og umbreytingu hans í sérskóla á háskólastigi. Jón fæddist 23. ágúst 1946 í Kollafirði á Kjalarnesi. Hann lauk B.A.-prófi frá Háskóla íslands og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og Bandaríkjunum til M. A.-prófs. Jón var kennari við framhalds- skóla, Háskóla íslands og háskól- ann í Lundi í Svíþjóð, forstöðumaður Menningarsjóðs og rit- stjóri Tímans uns hann réðst skólastjóri að Bifröst. Hann hefur ritað tvær bækur og allmargar blaða- og tímaritsgreinar. Jón er kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur kennara að Bifröst og eiga þau tvo syni. Pétur H. Snæland hefur verið að- stoðarskólastjóri Samvinnuskól- ans að Bifröst frá 1987. Pétur fæddist 17. nóvember 1938 í Revkjavík. Hann er við- skiptafræðingur og hefur B.A.- próf frá Háskóla íslands og er löggiltur skjalaþýðandi. Hann hef- ur verið kennari við framhalds- skóla og Háskóla íslands og starfs- maður sendiráðs Bandaríkjanna áður en hann réðst aðstoðarskóla- stjóri að Bifröst. Pétur býr með Völu Kristjánsson kennara við Samvinnu- skólann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.