Hermes - 01.12.1988, Page 76
74
Sveinn Víkingur var skólastjóri
Samvinnuskólans að Bifröst í or-
lofi sr. Guðmundar Sveinssonar
1959-1960 og aftur um skeið 1962.
Sveinn fæddist í Garði í Keldu-
hverfi 17. janúar 1896. Hann lauk
guðfræðiprófi frá Háskóla íslands
1922 og var prestur 1922-1942,
lengst á Seyðisfirði. Síðan var
hann skrifstofustjóri Biskupsstofu
til 1959. Hann var afkastamikill
rithöfundur og bókmenntaþýð-
andi.
Sveinn var kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur og áttu þau
fjögur börn.
Snorri Þorsteinsson var kennari
við Samvinnuskólann að Bifröst
1955-1974og yfirkennari frá 1962.
Snorri fæddist á Hvassafelli í
Norðurárdal 31. júlí 1930. Hann
stundaði nám við Háskóla íslands
og í London og lauk B. A.-prófi frá
Háskóla íslands. Frá 1975 hefur
hann verið fræðslustjóri Vestur-
landsumdæmis.
Snorri er kvæntur Eygló Guð-
mundsdóttur.
Haukur Ingibergsson var skóla-
stjóri Samvinnuskólans að Bifröst
1974-1981.
Haukur fæddist á Akureyri 9.
febrúar 1947. Hann lauk
cand.mag.-prófi í sagnfræði frá
Háskóla íslands 1973. Haukur var
kennari á Seltjarnarnesi 1973-
1974. 1981-1982 var hann fulltrúi
á skrifstofu forstjóra Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga en hefur
síðan starfað sem framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins, Ríkis-
mats sjávarafurða og Bifreiðaeftirlits ríkisins.
Haukur var kvæntur Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur sem
var kennari við Samvinnuskólann og eiga þau fjögur börn.
Svavar Lárusson hefur verið yfir-
kennari við Framhaldsdeild Sam-
vinnuskólans í Reykjavík frá 1974
og séð þar um alla daglega starf-
semi í umboði skólastjóra.
Svavar fæddist í Neskaupstað 7.
maí 1930. Hann lauk kennaraprófi
1952 og hefur B.A.-próf frá Há-
skóla íslands og er löggiltur skjala-
þýðandi. Hann hefur unnið að
ferðamálum og hafði starfað sem
kennari um árabil er hann réðst til
Samvinnuskólans.
Svavar er kvæntur Elsu Christensen.
Þórir Páll Guðjónsson var kennari
að Bifröst 1973-1987 og deildar-
stjóri starfsfræðslu Samvinnuskól-
ans að Bifröst og aðstoðarskóla-
stjóri frá 1977.
Þórir fæddist að Ljótarstöðum í
Skaftártungu 26. apríl 1945. Hann
lauk búfræðiprófi frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri 1965, Sam-
vinnuskólaprófi 1968 og lauk prófi
frá Kennaraháskóla íslands 1977.
Hann var verslunarstjóri hjá
Kaupfélagi Árnesinga 1970-1973
og réðst kennari að Samvinnuskólanum að Bifröst 1973. 1987-
1988 var liann framkvæmdastjóri Eðalfisks í Borgarnesi og
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga frá 1988.
Þórir er kvæntur Helgu Karlsdóttur sem var ritari á skrif-
stofu Samvinnuskólans og eiga þau þrjú börn.
Jón Sigurðsson hefur verið skóla-
stjóri Samvinnuskólans að Bifröst
frá 1981. Frá 1985 hefur hann
gengist fyrir algerri endurmótun
Samvinnuskólans og umbreytingu
hans í sérskóla á háskólastigi.
Jón fæddist 23. ágúst 1946 í
Kollafirði á Kjalarnesi. Hann lauk
B.A.-prófi frá Háskóla íslands og
stundaði framhaldsnám í Svíþjóð
og Bandaríkjunum til M. A.-prófs.
Jón var kennari við framhalds-
skóla, Háskóla íslands og háskól-
ann í Lundi í Svíþjóð, forstöðumaður Menningarsjóðs og rit-
stjóri Tímans uns hann réðst skólastjóri að Bifröst. Hann hefur
ritað tvær bækur og allmargar blaða- og tímaritsgreinar.
Jón er kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur kennara að Bifröst
og eiga þau tvo syni.
Pétur H. Snæland hefur verið að-
stoðarskólastjóri Samvinnuskól-
ans að Bifröst frá 1987.
Pétur fæddist 17. nóvember
1938 í Revkjavík. Hann er við-
skiptafræðingur og hefur B.A.-
próf frá Háskóla íslands og er
löggiltur skjalaþýðandi. Hann hef-
ur verið kennari við framhalds-
skóla og Háskóla íslands og starfs-
maður sendiráðs Bandaríkjanna
áður en hann réðst aðstoðarskóla-
stjóri að Bifröst.
Pétur býr með Völu Kristjánsson kennara við Samvinnu-
skólann.