Hermes - 01.12.1988, Síða 79

Hermes - 01.12.1988, Síða 79
77 fimmtugt. Við vörpuðum kveðju á hana - „tvo kaffi,“ sögð- um við, og hún opnaði dyrnar að veitingastofunni og bað okkur gangainn. í mannlausri veitingastofunni voru þrjú allstór borð, tólf til fjórtán stólar með pílárabaki og fornlegur eikarskápur með glerhurðum. Við settumst úti við annan gluggann, og konan opnaði skápinn og kom þaðan með dúk á borðið. Það var hálfkalt inni, því að ekki hafði verið lagt í, og ég hryllti mig dálítið í sætinu. Líklega hefur konan veitt því eftirtekt, því að allt í einu hætti hún við að breiða dúkinn á borðið og mælti: „Ætli það setji ekki bara að ykkur hérna? Ég held það sé bezt, að ég bjóði ykkur inn fyrir. Ögn hlýrra þar.“ Við sögðum, að veitingastofan væri okkur fullboðleg. En það var ekki úr að aka: Konan vildi endilega færa okkur kaffið í aðra stofu. Við urðum að þekkjast boð hennar. Hún fór með okkur í herbergi innar af veitingastofunni. Þar varð varla þverfótað fyrir gömlum hægindastólum og bólstruðum bekkjum með flosáklæði, þöktum púðum og ísaumuðum sessum með þeysandi riddara og spengilega aðalsmenn, sem héldu utan um mittið á mjóum stúlkum í víðum pilsum. Uti íeinu horninu var ruggustóll, ogíhonum Undir Hjálminum Við komum í þorpið upp úr miðjum degi. Veðrið var hálfhráslagalegt - gjóla af hafi, þoka í ofanverðum hlíðum, skúraleiðingar úti fyrir. Á miðri strandgöt- unni stóðu fáeinar telpur í hnapp í kringum barnavagn og þrættust á um eitthvert veraldarundrið, og niðri á bryggjun- um voru stráklingar að dorga fyrir ufsa eða kola. Tveir menn í klofháum, hreistrugum gúmmístígvélum stóðu und- ir gafli frystihússins. Úti á víkinni lónuðu mettir mávar og létu báruna vagga sér. Ferðafélagi minn, erindrekinn, stöðvaði bílinn utanvert við mitt þorpið, sneri kveikjulyklinum og opnaði hurðina. „Hér er greiðasala," sagði hann. „Við skulum fá okkur kaffi.“ I brekkunni ofan við götuna var hús með háum kvisti - veðrað timburhús með síðar upsir, þverbita í sperrukverk- um og Ieifar af útsöguðum vindskeiðum. Sýnilega hafði þetta einhvern tíma verið fallegt hús, jafnvel staðarprýði. Nú var orðið langt síðan hirt hafði verið um að dytta að því og mála það. Við gengum upp útistigann - ferðavanur erindrekinn á undan. Hurðarskráin stóð á sér, þegar hann tók í húninn, og hann varð að beita aflsmunar til þess að opna. Veitinga- konan hafði orðið okkar vör og kom á móti okkur fram í forstofuna - grönn kona, komin nokkuð yfir miðjan aldur og skollitt hárið búið að missa gljáa sinn og byrjað að grána í vöngum. Það mátti geta sér þess til, að hún losaði sat gömul, smávaxin kona, hvít fyrir hærum, og lét fætur hvíla á lágum skemli. Hún var með pentudúk eða eitthvað þess konar í höndunum og heklaði af kappi. Rétt hjá henni lá sofandi köttur á selskinni. Uppi á veggjunum var sægur mynda af alls konar fólki: Ungum stúlkum með borðalagða kraga út á herðar, snotrum piltum með reik í miðju hári, bústnum og hnarreistum herðimönnum, sem farnir voru að reskjast, og einkennisbúnum mönnum á ýmsum aldri. Einn var meira að segja með bátlaga trjónuhatt á höfði og heið- ursmerki á brjóstinu. Við skiptum orðum við gömlu konuna á meðan veitinga- konan dúkaði borð og bar fram kaffi og kökur, bárum lof á hannyrðir hennar og dáðumst að sældarlegum kettinum, sem ekki lét svo lítið að gjóa á okkur auga. En gamla konan sagðist bara halda á þessu sér til afþreyingar, þetta væri ekk- ert handbragð orðið. Og kötturinn, hann hefði komið heim í dag eftir þriggja nátta útivist - það var högni, dýrið að tarna, og eðlið sagði til sín hjá þessum greyjum eins og mað- ur þekkti: Köttur var nú alltaf köttur. Veitingakonan hagræddi kökudiskunum fyrir framan okkur, hellti í bollana og sagði okkur að gera svo vel. Svo þokaði hún sér hæversklega frá borðinu, sneri sér að gömlu konunni og leit á pentudúkinn hennar. Við heyrðum á tali þeirra, að þær voru mæðgur. Kaffið var ágætt og kökurnar dágóðar, þó að þær væru ekki nýbakaðar. Það fór vel um okkur, og þarna var hlýtt og Jón Helgason. Útskr. 1937. Blaöamaður og lengi ritstjóri Tímans. Tók mikinn þátt í ýms- um félagsstörfum. Skrifaði fjölda bóka einkum um íslenskt efni af ýmsu tagi og þýddi einnig fjölda bóka. Undir Hjálminum er úr bókinni Maðkar í mysunni sem út kom 1970. Mynd eftir Ingiberg Magnússon. Jón Helgason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.