Hermes - 01.12.1988, Side 125

Hermes - 01.12.1988, Side 125
123 Dagbjört Torfadóttir Tengsl NSS og Samvinnuhreyfingarinnar ar sem Samvinnuskólinn er afsprengi samvinnuhreyfing- arinnar gefur það auga leið að mikil tengsl hafa ávallt verið þeirra á milli. Fólk sem tengst hefur samvinnu- hreyfingunni vítt og breitt um landið hefur gjarnan farið í skólann. I fyrstu voru nemendur valdir með inntökuprófi og síðar eftir prófum úr öðrum skólum og nokkrir eftir meðmæl- um kaupfélaganna. f>eir sem komust inn, einvörðungu vegna góðra einkunna komu hvaðanæva úr þjóðfélaginu. Það hefur því gjarnan verið nokkuð mismunandi viðhorf sem nemendur hafa haft til þess umhverfis, sem skólinn er sprottinn úr og hefur þá starf þeirra er úr skóla kom einnig haft mótandi áhrif á þetta viðhorf. Það þótti því forvitnilegt að heyra álit einhverra Bifröstunga á þess- um tengslum. NSS er aðili að Hamragörðum, félagsheimili samvinnumanna, og orlofshús NSS er að Bifröst meðal orlofs- húsa starfsmanna samvinnuhreyfingarinnar. í þessum tilvikum er samvinna um rekstur með öðrum félögum innan hreyfingar- innar. Leitað var til nokkurra aðila um álit á þessu efni, án þess að um neina marktæka könnun væri að ræða. Menn voru fúsir að tjá sig en aðeins einn svaraði skriflega. Fólk hafði þannig ýmislegt um þetta að segja. Rúmlega fimmtugur Samvinnuskólamaður vildi ekki að fjallað væri um þetta efni og spurði af hverju verið væri að hella olíu á eld. Annar nokkru yngri, athafnamaður í einkarekstri hafði ákveðna skoðun, sem sé þá að tengslin væru alltof mikil, hann hafði hinsvegar ekki tíma til að tjá sig á pappír. Bifröst- ungur á fertugsaldri hjá kaupfélagi utan Reykjavíkur sagðist ekki geta tjáð sig um þetta mál, þar sem hann hefði aldrei starf- að í Reykjavík og vissi því ekki hvort þessi tengsl væru til eða ekki. Nýútskrifaður Bifröstungur ætlaði að fjalla um efnið en treysti sér svo ekki til þess þegar til átti að taka. Árni Reynisson útskr. 1961, var tilbúinn að tjá sig um þetta, og sagði að auðvitað væru einhver tengsl og ekkert við það að at- huga, hinsvegar ætti Nemendasambandið sem félag, ekki að taka afstöðu með eða móti mismunandi hugmyndum um starfshætti í þjóðfélaginu, þar sem félagar innan þess aðhylltust mismunandi sjónarmið og störfuðu á ólíkum vettvangi. Kristján Óli Hjaltason útskr. 1961, tjáði sig skriflega og fer svar hans hér á eftir. Svar mitt við spurningunni, hvort rétt sé að tengja NSS við Samvinnuskólann og Samvinnuhreyfinguna þótt stór hluti fé- lagsmanna starfi á öðrum vettvangi og oft í harðri samkeppni við Samvinnuhreyfinguna, er-játandi. Rökstuðningur minn fyrir játandi svari er: Samvinnuhreyfingin og Samvinnuskólinn verða ekki slitin í sundur, hvort heldur við lítum til fortíðar, nútíðar, eða næstu framtíðar. Við sem sátum skólann eigum rætur í því munstri sem skólinn var á hverjum tíma og þá tengdur Samvinnu- hreyfingunni og hugsjónum hennar. Nemendasambandið hef- ur frá upphafi verið tengt hreyfingunni og skólanum á þann máta sem vel hefur farið á. Við sem stöndum utan hreyfingarinnar á einhvern hátt, og sum í harðri samkeppni, eigum að líta á NSS sem félagsskap vina og kunningja sem eru yfir það hafnir að láta dægurmál, svo sem viðskiptalega samkeppni eða mismunandi áherslur í póli- tík, hafa áhrif á það hvernig umgjörð er um NSS. Við, sem sátum skólann fyrir mörgum árum, höldum mis- jafnlega fast í tengsl okkar við NSS og það umhverfi sem félag okkar hefur þrifist í. í öll þau skipti sem ég hefi tengst NSS, á bekkjarfundum eða við önnur tilefni, þykir mér gott að koma í Hamragarða eða á annan þann vettvang þar sem nafn skóla okkar er nefnt eða ritað. Tengslin eru og eiga að vera sterk. Bragi Ragnarsson. Útskr. 1962. Hefur unnid við skrifstofustörf og við þróun- araðstoð í Afríku. Grár morgunn var prentað í 1. tbl. Hermesar 1964. Bragi Ragnarsson Grár morgunn Hraustlega smiðirnir hamra og berja heilasellurnar kreista og merja, negla og lemja og sarga og saga, svo að mig verkjar niður í maga. Veginn til gœfu er vandi að rata víni og œru er ég búinn að glata. Bakkus mig oftlega blindar á kvöldin blekkir mig illa og reynir að plata. Núna fer maklegur mórall með völdin af minningum teyga ég syndagjöldin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.